Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 11
DV Fréttir mánudagur 30. júní 2008 11 Kostuðu miKið en sKila new yorK enn meira Borgaryfirvöld í New York gera ráð fyrir að verk Ólafs Elíassonar, Foss- arnir í New York, muni skila borginni að minnsta kosti 55 milljónum doll- ara, rúmum 4,4 milljörðum króna, í tekjur. Kostnaður var rúmur millj- arður eða 15 milljónir dollara en Pu- blic Art-sjóðurinn sá að mestu um fjármögnun. Ólafur vígði fyrir helgi fjóra fossa sem hann lét reisa í New York-borg en vinna við þá hefur stað- ið yfir í tvö ár. Stærsta verkið Fossar Ólafs eru stærsta listaverk sem sett hefur verið upp af borgar- yfirvöldum í New York frá því 2005. Þá settu hjónin Christo og Jeanne- Claude upp verkið Gates. Verkið stóð í Central Park í New York og var 26 ár í undirbúningi. Talið er að það hafi skilað fyrirtækjum í borginni 254 milljónum dala í tekjur. Fossarnir eru í sama stærðarflokki og 10 hæða bygging. Þeir munu dæla samtals 35 þúsund gallonum eða rúmlega 133 þúsund lítrum á mín- útu í allt sumar. Fossarnir verða í gangi frá 7 á morgnana fram til 10 á kvöldin þar til 13. október. Samtals munu því renna 3.465.000.000 gall- on um fossana fjóra eða rúmlega 14 milljónir lítra. Þeir eru byggðir upp á 270 tonnum af stillönsum eins og fólk þekkir úr byggingariðnaði. Einn foss er undir Brooklyn- brúnni, einn er á milli bryggju fjög- ur og fimm í sama hverfi, einn er við bryggju 35 á Manhattan og einn er við norðurströnd Governors Island. Stolt af verkinu Borgarstjórinn í New York, Mic- hael Bloomberg, sagði verk Ólafs mjög merkilegt og hann bauð það velkomið til borgarinnar á opnun- arhátíðinni. „Public Art-sjóðurinn gefur okkur New York-búum ekki aðeins innblástur heldur kemur með milljónir dollara inn í efna- hagskerfið okkar. New York-borg er stolt af því að hafa sjóð eins og Pu- blic Art í okkar borg og við erum einnig stolt af því að hafa verk Ólafs hér hjá okkur.“ Benedikt BóaS hinRikSSon blaðamaður skrifar: benni@dv.is Fossar ólafs elíassonar kostuðu skildinginn en skila meiru til New York-borgar að mati Michaels Bloomberg borgarstjóra. Verk Ólafs er stærsta listaverkið sem hefur verið sett upp í stóra eplinu í þrjú ár, eða síðan Christo og kona hans Jeanne-Claude létu til sín taka. Mikið sjónarspil Fossar Ólafs Elíassonar hafa vakið heimsathygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.