Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 17
Frelsi inniber ábyrgð. Íslenskir bankar hafa sóst mjög eftir hinu fyrr- nefnda en standa nú andspænis því síðarnefnda. Með stefnu sinni í lána- málum má segja að bankarnir hafi valdið sprengingu á íslenskum fast- eignamarkaði. Húsnæðisverð snar- hækkaði með aukinni eftirspurn, allt samkvæmt lögmálum frelsisins. Nú er aftur á móti komin upp ný staða, offramboð á húsnæði og spáð er 30% lækkun íbúðaverðs. Þetta út- leggst þannig að þeir fjölmörgu sem tóku lán í miðri þenslunni fá 7 fiska fyrir 10 vegna rýrnunar eigna. Sam- fara fylgja krappari launakjör og dýrtíð. Fátæktargildran er því ekki langt undan að óbreyttu. En hver er ábyrgð bankanna sem riðu á vaðið, töldu Íbúðalánasjóð óþarfan og ætl- uðu sjálfum sér þennan akur? Nú, þegar hann er ekki lengur í blóma, draga þeir sig inn í skel og ef ekki væri fyrir Íbúðalánasjóð væri fast- eignamarkaðurinn eins og skjald- baka á hvolfi. Vandi heimilanna er mikill. Íbúðakaup vega þar þungt og af- borganir. Harðast er þó að horfa upp á verðgildi eigna sinna falla meðan lánin gera það ekki. Verðbólgan er svo enn einn óvissuþátturinn. Hlutur bankanna í þessari vandamálamyllu er ærinn. Lántökur þeirra á almenningur að borga. Hátt lánshlutfall, háir vextir, verðtrygging og verðsprenging á fasteignamark- aði gaf bönkunum góð fyrirheit. Nú þegar stefnir í gjaldþrot heimilanna hefur þetta snúist við og afkomu bankanna ógnað. En ríkisstjórnin, hvað hefur hún gert? Jú, hún hefur fengið fyrir- greiðslu í skandinavískum banka. Þessir peningar eiga að tryggja okk- ar íslensku aðgang að lánsfé. En til hvers? Á meðan bankarnir hafa far- ið offari í lánaaustri, ofurlaunum og risnu hefur Íbúðalánasjóður haldið sínu striki. Á hann getur almenning- ur treyst og því setjum við fram eftir- farandi hugmynd: Ríkisstjórnin nýti hina skandin- avísku fyrirgreiðslu á þann hátt að Íbúðalánasjóður geti yfirtekið lán bankanna og miðað við núvirði hús- næðis á fasteignamarkaði. Bankarn- ir taka þá á sig rýrnun eignanna en ekki fólkið. Þannig axla þeir ábyrgð en fá jafnframt fjármagn í hend- ur og halda sjó. Bönkunum skal í sjálfsvald sett hvort þeir taka þenn- an kost en skýrt að lánsfé frá íslensk- um skattborgurum standi þeim ekki til boða. Vilji íslenskir ráðamenn fólkinu sínu vel ættu þeir að bjóða gullpottinn skandinavíska Íbúða- lánasjóði til brúks og hefjast þegar handa. Þannig axla allir ábyrgð og uppskera í samræmi við sáningu. Sandkassinn LitLu mátti muna að Austur- Evrópa stæli fótboltakeppni Evrópu líkt og hún gerði með söngkeppni álfunnar. Tyrkir töpuðu naumlega fyrir Þjóð- verjum í undanúrslitum og Rússar töpuðu ... tja, ekki beint naumlega fyrir Spánverjum í hinum undanúrslitaleiknum, en þeir komust samt alla leið í fjögurra liða úrslitin. Þegar þetta er skrifað hefur úrslita- leikurinn ekki farið fram en ljóst er að sigurvegarinn er annaðhvort Norður- eða Suð- ur-Evrópuþjóð. Ég var svei mÉr farinn að halda að Rússarnir tækju þetta. Ekki síst eftir að hafa séð Hollend- inga brotlenda svona svakalega í ísköldum hrömmum rússneska bjarnarins. Hjálpaði hið fljúgandi start Hollendinga í keppninni þeim nákvæmlega ekki neitt. Fyrir fjórum árum unnu hinir (suð)austurevrópsku Grikkir Júróvisjónkeppnina. Nokkrum vikum seinna hrósuðu þeir sigri á EM. Rússar unnu Júróvisjón í ár og hefðu því fetað í fótspor Grikkjanna ef svo hefði farið sem mér sýndist að stefndi í. En allt kom fyrir ekki. Er ég manna fegnastur að EM aðskilji sig frá Júróvisjón með öllum tiltækum ráðum. Sú súrsæta froða sem mestmegnis er boðið upp á í söngkeppninni á lítið skylt við þá karlmannlegu list og skemmtun sem fótbolta- keppnin reiðir fram fyrir sjón- varpsáhorfendur um gjörvalla Evrópu. FótboLtaLeikir bjóða á hinn bóginn stundum upp á þvílíkt, endemis rugl og bull. Leikara- skapur sem er hreinlega mann- kyninu til skammar, eða slags- mál út af litlu sem engu, koma fyrst upp í hugann. Nærtækt dæmi er árás Zinedine Zidane á Marco Materazzi í úrslitaleik HM fyrir tveimur árum. Það væri nú dæmigert að úrslitaleikurinn í gær hafi verið sá leiðinlegasti í manna minnum, eða leyst upp í götuslagsmál, eftir þessa lof- ræðu mína um fótbolta. Ef svo þá var keppnin fram að því alla vega oftast nær stórskemmtileg. Takk fyrir mig. Kristján Hrafn Guðmundsson skrifar um EM Við enda regnbogans DV Umræða mánudagur 30. júní 2008 17 Vel heppnaðir tónleikar Talið er að um 30 þúsund manns hafi lagt leið sína í Laugardal til að fylgjast með tónleikum Bjarkar og Sigur rósar á laugardagskvöld. Þrátt fyrir mikinn mannfjölda tókst vel til á tónleikunum og eftir þá. DV-MYND Ásgeirmyndin P lús eð a m ínu s Spurningin „Við erum í sjötta himni núna, en verðum vonandi í þeim sjöunda eftir landsleikinn við Frakkland í septemb- er,“ segir Sigurður ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta. íslenska kvennalandsliðið vann grikki 7-0 og þarf að vinna Frakka til að vera öruggt inn á Em í fótbolta. Eruð þið í sjöunda himni? Óðinn Gestsson, framkvæmda- stjóri fiskvinnslunnar Íslands- sögu á Suðureyri, fær plúsinn fyrir þá markvissu stefnu að ráða pör til vinnu. Mikil frjósemi hefur verið á Suðureyri vegna þessa. LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Þetta útleggst þannig að þeir fjölmörgu sem tóku lán í miðri þenslunni fá 7 fiska fyrir 10 vegna rýrnunar eigna.“ -hvað er að frétta?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.