Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Qupperneq 14
mánudagur 30. júní 200814 Neytendur DV Lof&Last n Lofið fær grasagarðurinn í Laugardal. Þar er yndislegt að ganga og skoða sig um í góða veðrinu og það kostar ekki krónu inn. Hægt er að fá hugmyndir um blóm til að gróðursetja í garðinum og öll blómin eru merkt íslenskum og latneskum nöfnum. í garðinum eru um 4000 tegundir blóma, plantna og trjáa. n Lastið fær Pizza Hut fyrir að stuðla að verðbólgunni. ungt par fór að fagna afmæli dóttur sinnar og fékk fjölskyldan unga sér eina barnapizzu, eina miðlungs- pizzu og ostafylltar brauðstangir. ásamt drykkjum og ís í eftirrétt þurfti fjölskyldan unga að punga út 5.600 krónum. í kreppunni telja aurarnir, hvað þá þúsundkallarnir. Mikilvægt er að vera vel á verði þegar verslað er erlendis: Verðið getur breyst Einn viðskiptavinur Visa fór til Marmaris í Tyrklandi. Í Marmaris var keyptur hlut- ur og borgað var með Visa- korti. Þegar heim var komið fékk viðskiptavinurinn Visa- reikninginn og þá kom í ljós að reikningurinn hafði hækkað allnokkuð í verði. Við nánari athugun var gefin sú skýring á hækkuninni að vegna gengis- hækkana þyrfti að hækka verð í samanburði við það. Kaupmaður- inn hefði ekki skilað færslunni inn fyrr en nokkru eftir að viðskiptin áttu sér stað. Þórður Jónsson, sviðsstjóri hjá Valitor, bendir á að ef einhver kaupir vöru í dag einhvers staðar í útlöndum sé ekki hægt að vita hvenær kaupmaður- inn skilar inn færslunni. „Gengið er miðað við það þegar kaupmaðurinn skilar inn færslunni og þá borgum við þeim í íslenskum krónum,“ segir Þórður. Kaupmaðurinn get- ur skilað færslunni inn einum eða tveimur dögum eftir að var- an er keypt. „Þetta er þó betra en fyrir nokkrum árum því þá þurfti maður að bíða allt að 40 daga frá því varan var keypt úti til að vita hver greiðslan væri miðað við gengi, en nú er þetta reiknað strax,“ bætir Þórður við. Gengið er skráð fimm sinnum í viku og gott er að hafa í huga þeg- ar verslað er í útlöndum að miklar gengisbreytingar degi eftir kaupin geta haft mikil áhrif. Forðastu evruna Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að íslenskir ferðalangar velji sér ódýra áfangastaði. Þegar Íslendingar byrj- uðu fyrst að fara í sólarlandaferð- ir upp úr sjöunda áratugnum flykktust allir til Spánar og síðan þá hafa sólarstrendur Spánar verið vinsælar með- al landans. Seinna bættust við fleiri staðir og nú hafa vinsældir ferða til Tyrk- lands, Króatíu og Búlgar- íu sífellt verið að aukast. Margar ferðaskrifstofur eru nú með góð tilboð til þessara staða. Af þeim ferð- um sem enn eru í boði fyr- ir sumarið var ódýrasta ferðin fyrir tvo á 112.000 til Tyrklands með Úrval-Útsýn. Verð á þessum stöðum getur þó verið afar mismunandi. Þá bætir ekki úr skák að gengisfall krónunnar hefur gert að verkum að mun dýrara er fyrir þá sem hafa tekjur í íslenskum krónum að borga fyrir það sem þeir kaupa í erlendri mynt. Ódýrast í Króatíu DV tók saman algengasta verð þriggja vörutegunda á Spáni, í Tyrk- landi, Króatíu og Búlgaríu. Nið- urstaðan varð sú að ódýrast er að fara til Króatíu miðað við verðlag Í formi Í Kreppu „Ég vil benda fólki á baðstofuna í Laugar- dalnum í World Class, það er alveg hreint frábær þjónusta þar,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari. „Þar eru alls konar tilboð yfir sumartímann á líkamsræktarkortum með baðstofukortum inniföldum. Það má líka dekra við sig og það skiptir máli að vera í formi þó það sé kreppa.“ neytendur@dv.is umsjÓn: ástrún FriðbjörnsdÓttir astrun@dv.is Neyte dur Vinningshafar dagsins Vinningshafar dagsins 26. júní. Þeir hlutu í verðlaun tíu þúsund króna inneign í bónus. dV óskar þeim innilega til hamingju. eva Kristjánsdóttir Hulda Hafsteinsdóttir Jóhanna Kristinsdóttir Jónína Höskuldsdóttir ingigerður friðgeirsdóttir ástrún friðbJörnsdÓttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is Komið nóg Verið sniðug og flýið evruna. Gengisfall krónunnar gerir að verkum að ferðalög landsmanna til útlanda verða mun dýrari en þau voru fyrir ári. Krónan hefur fallið um 60 til 70 prósent gagnvart myntum í helstu ferðamannalöndum og þar með koma innkaup í þeim löndum mun meira við pyngju landsmanna en áður. DV kannaði hvaða áhrif gengisfallið hefur haft á algengt verð þriggja vörutegunda sem landsmenn kaupa gjarnan. Spánn n Evra 26. júní 2007: 84 krónur n Evra 26. júní 2008: 129 krónur n 65 prósent hækkun n Pizza: 650 krónur fyrir ári 1.000 krónur í dag n bjór: 220 krónur fyrir ári. 350 krónur í dag n Kók: 160 krónur fyrir ári. 250 krónur í dag Tyrkland n Líra 26. júní 2007: 47 krónur n Líra 26. júní 2008: 67 krónur n 70 prósent hækkun n Pizza: 470 krónur fyrir ári. 670 krónur í dag n bjór: 164 krónur fyrir ári. 235 krónur í dag n Kók: 119 krónur fyrir ári. 170 krónur í dag króaTía n Kúna 26. júní 2007: 11 krónur n Kúna 26. júní 2008: 18 krónur n 61 prósent hækkun n Pizza: 385 krónur fyrir ári. 630 krónur í dag n bjór: 158 krónur fyrir ári. 260 krónur í dag n Kók: 103 krónur fyrir ári. 170 krónur í dag Búlgaría n Leva 26. júní 2007: 43 krónur n Leva 26. júní 2008: 65 krónur n 66 prósent hækkun n Pizza: 530 krónur fyrir ári. 800 krónur í dag n bjór: 200 krónur fyrir ári. 300 krónur í dag n Kók: 260 krónur fyrir ári. 393 krónur í dag Ferðir Til ókunnra landa n Heimsferðir bjóða upp á ferð til Króatíu. Ef tveir fullorðnir fara í tvær vikur frá 6. júlí til 20. júlí kostar það 125.780 krónur fyrir tvo. n úrval-útsýn býður upp á ferð til tyrklands. tveggja vikna ferð fyrir tvo fullorðna frá 22. júlí til 4. ágúst með hálfu fæði (morgunmatur og kvöldmatur) á fjögurra stjörnu hóteli kostar 112.000 krónur fyrir tvo. n Plúsferðir eru einnig með ferðir til tyrklands frá 22. júlí til 4. ágúst. Ferð fyrir tvo á þriggja stjörnu hóteli með hálfu fæði kostar 195.893 krónur. n terra nova er með ferðir til búlgaríu. á vefsíðu ferðaskrifstofunnar er því lýst hvernig hægt er að fá meira fyrir peninginn þegar farið er til golden sands í búlgaríu. Enn er hægt að bóka ferðir hjá henni. til dæmis er ferð frá 4. til 18. ágúst og kostar ferðin fyrir tvo með hóteli 236.272 krónur. Verð á þessum stöð- um getur þó verið afar mismunandi. þó munurinn sé ekki mikill á milli þessara fjögurra landa. Gengið hef- ur hækkað minnst síðastliðið ár í Króatíu af þessum löndum, eða um 61 prósent. Þetta er þó mikil hækk- un en mesta gengishækkunin varð í Tyrklandi þar sem það hækkaði um 70 prósent. marmaris Vinsæll ferða- mannastaður í tyrklandi. á verði mikilvægt að fylgjast með gengisbreytingum. Gullinbrú 174,40 190,80 Bensín dísel Bíldshöfða 172,70 189,20 Bensín dísel Laugavegur 174,40 190,80 Bensín dísel Klettagörðum 172,60 189,10 Bensín dísel Arnarsmára 170,70 187,20 Bensín dísel Smáralind 172,70 189,20 Bensín dísel Lækjargötu 174,40 190,80 Bensín díselel d sn ey t i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.