Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 10
mánudagur 30. júní 200810 Fréttir DV „Ég sá þetta ekki alveg strax. Strák- arnir héldu að þetta væri áll þegar þeir héldu á þessu en svo fannst þeim kjafturinn heldur ófrýnileg- ur. Þetta fór bara beint í að reyna að sjúga sig á þá,“ segir Karl Ólafs- son, skipstjóri á Erni KE 14, hress í bragði um þá upplifun að fá sæ- steinsugu í netið hjá sér í vikunni sem leið. Örn KE 14 var á veiðum skammt utan Reykjaness þegar 70 sentí- metra löng sæsteinsuga kom í net- ið. Sæsteinsuga hefur verið að hasla sér völl hér við land að undanförnu og er Suðurlandsdeild Veiðimála- stofnunar með rannsókn í gangi. „Hún tekur næringu sína með því að raspa sig í gegnum holdið og tekur blóð og líkamsvessa. Hún lifir í sjó en hrygnir í fersku vatni,“ seg- ir Benóný Jónsson hjá Veiðimála- stofnun. Drap allt áður í Fræðasetrinu Karl skipstjóri segir að þeir á Erni KE 14 hafi fest netið. Yfirleitt þeg- ar slíkt gerist er enginn fiskur. „Svo kom þetta upp og einn eða tveir ufsar með. Þetta hefur ábyggilega verið fast á ufsanum. Dottið bara af þegar netið var tekið inn.“ Hann bætir við að skipverjar hafi hald- ið dýrinu á lífi fyrst um sinn. „Við erum með búr um borð. Hringdum svo í Fræðasetrið í Sandgerði til að athuga hvort þeir vildu ekki fá fisk- inn. En þeir vildu það alls ekki. Þeir höfðu fengið eina áður og hún drap allt í búrinu. Vildu ekki fá þetta kvikindi aftur. Fiskurinn var alveg svakalega sleipur og alveg ofsalega erfitt að halda á honum. Hún smaug allt- af, alveg sama hvort maður væri í gúmmívettlingum. Það var von- laust að halda á þessu kvikindi.“ Algengt að sjá sár á sjóbirtingi Sæsteinsmuga hefur verið að hasla sér völl á Suðurlandi. Sér- staklega í Vestur-Skaftafellssýslu. „Okkur á Veiðimálastofnun grunar að hún sé farin að hrygna hér við Ísland. Ástæðan fyrir þessum grun er að það er orðið nokkuð algengt að að það sjáist sár á sjóbirtingum eftir sæsteinsugu. „Það er rannsókn í gangi hjá Suðurlandsdeild Veiðimálastofn- unar. Við erum þar sérstaklega að fylgjast með tíðni þessara sára í ám og á Skaftársvæðinu.“ Benóný hafði ekki heyrt af því að Örn KE14 hafði landað sæstein- sugu og vildi komast yfir fiskinn. „Ég er nú í rannsóknarferð á Aust- urlandi en þetta dýr hefðum við áhuga á að fá.“ Hlýrri sjór Sæsteinsuga er kjálkalaus fisk- ur með tenntan hringlaga munn sem virkar líkt og sogskál. Flestar sæsteinsugur sjúga sig fastar við aðra fiska og nærast á blóði þeirra. Um haustið 2006 bar mikið af bitn- um fiski í afla veiðimanna, sérstak- lega á sjóbirtingsslóðum í Vestur- Skaftafellssýslu. „Þetta er flækingur við Ísland. Hefur verið talinn það til langs tíma. Þetta er frumstæður fiskur af ætt hringmunna. Er með tenntan sogmunn. Hún lifir í sjó, sníkjulífi á öðrum fiskum,“ segir Benóný. Karl segist aldrei hafa fengið slíkt kvikindi áður um borð til sín en þó heyri hann af öðrum bátum sem séu að fá óþekkta fiska í sín net. „Það er að aukast svona furðu- fiskar. Við höfum reyndar ekki mik- ið séð en maður hefur frétt af bát- um sem hafa fengið alls konar fiska um borð til sín. Maður er alltaf að heyra af einu og einu kvikindi sem maður er ekki vanur að sjá. Þetta er bara vegna hækkandi hitastigs í sjónum.“ BeneDikt BóAs HinRiksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Hún tekur næringu sína með því að raspa sig í gegnum holdið og tekur blóð og líkams- vessa.“ Ljót Sæsteinsuga er ekki fallegasti fiskur jarðar. Risablóðsuga haslaR séR völl Veiðimálastofnun rannsakar nú hvort sæsteinsuga sé farin að hrygna reglulega við landið. Dragnótabátur- inn Örn KE 14 fékk sæsteinsugu í netin í vikunni sem leið. Flestar sæsteinsugur sjúga sig fastar við aðra fiska og nærast á blóði þeirra. Veiðimálastofnun óskar eftir að fá fiskinn. Grefur sig í gegn Sár eftir sæsteinsugu á baki nýgengins sjóbirtings í Kúðafljóti í ágúst 2006. tvö sár úr kúðafljóti Efra sárið er eldra og tekið að gróa. Sníkillinn hefur fært sig og búið til nýtt sár neðar. Myndir/Veiðimálastofnun. karl með fiskinn Karl Ólafsson, skipstjóri arnar KE 14, heldur hér á sæsteinsugunni. 70 sentimetrar Kvikindið var að mati Karls rúmir 70 sentimetrar. Myndir/245.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.