Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.2008, Blaðsíða 19
DV Sport mánudagur 30. júní 2008 19 Pyngja HugHes þyngist nýráðnum knattspyrnustjóra manchester City, Walesverjanum mark Hug- hes, hefur nú þegar verið lofað 50 milljónum punda eða því sem nemur 8,1 milljarði króna til þess að kaupa nýja menn. nú gæti svo farið að nefnd í Taílandi sem var skipuð til að rannsaka eiganda City, Thaksin Shinawatra, hætti störfum og eigur hans sem metnar eru á 211 milljarða króna affrystar. Fari svo mun Thaksin tvöfalda upphæðina sem mark Hughes má kaupa fyr- ir og yrði hún þá 100 milljónir punda eða 16,2 milljarðar króna. Þetta kemur sér afar vel fyrir Hughes sem er um það bil að fara eyða nærri helmingi fyrri upphæðarinnar í brasilíska framherjann jo frá CSKa moskvu. Þumalína fyrir þig og þína “efst á Skólavörðustígnum” Skólavörðustíg 41, 101 Reykjavík. Sími 551 2136. www.thumalina.is Lífrænn ullarnærfatnaður fyrir fjölskylduna í útileguna í sumar. 30% sumartilboð af öllum ullarfatnaði Ilmefnalaus lífræn sólarvörn frá Green People fyrir sólarlandaferðina. Green People snyrtivörur henta vel viðkvæmri húð. Þær innihalda ekki parabens, rotvarnarefni eða önnur ertandi efni. Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Eftir tvo bragðdaufa leiki þar sem Íslandsmeistarar Vals uppskáru að- eins eitt stig sýndu þeir sína réttu hlið í gær þegar þeir tóku Þróttara í bakaríið á Valbjarnarvelli. Guð- mundur Benediktsson var kominn aftur í byrjunarliðið og hann var ekki lengi að láta að sér kveða. Hans róm- aða samvinna við Helga Sigurðsson sem sparkunnendur og þá sérstak- lega Valsarar hafa saknað sást loks í gær og bar árangur strax á 11. mín- útu þegar Helgi skoraði fyrsta mark- ið. Pálmi Rafn Pálmason og Albert Brynjar Ingason bættu svo hinum tveimur við í sanngjörnum Valssigri. „Ég er mjög sáttur. Það var gott að hefna ófaranna í síðasta leik, fá þrjú stig og tími til kominn að skora nokk- ur mörk. Þróttararnir börðust mikið og sóttu jafnvel aðeins meira en við í seinni hálfleik en við vörðumst vel og náðum að koma inn marki undir lokin,“ sagði Helgi Sigurðsson við DV í gær. „Það er gott að fá Gumma aftur en okkar samvinna hefur verið góð frá því ég kom í Val,“ sagði Helgi að lokum. tomas@dv.is Valur lagði Þrótt örugglega í gær: VALSARAR VÖKNUÐU guðmundur Benediktsson Lagði upp mark eftir 11 mínútur. KONUNGAR EVRÓPU meiðsla sem hann hlaut í undanúr- slitunum. Hann hafði séð að mestu leyti um markaskorun fyrir Spán en Fernando Torres haft sig hægan. Í gærkvöldi steig hins vegar Torres upp þegar mest á reyndi og skoraði sigurmarkið með frábæru hlaupi og enn betri afgreiðslu. aldrei spurning Spánn var betri aðilinn í gær nán- ast frá fyrstu mínútu og sá algjörlega um færin í leiknum. Rétt áður en Torres skoraði sigurmarkið átti hann magnaðan skalla í slána og var Xavi Hernandez ekkert nema óheppinn að ná ekki frákastinu. Það besta sem Þýskaland bauð upp á var væl Mich- aels Ballack þegar hann vildi fá rautt spjald á einn Spánverjann sem var að kýtast við Lukas Podolski. Það var oft á tíðum ekki að sjá að Þýskaland væri undir því Spánn stjórnaði ferð leiksins og átti mið- svæðið með húð og hári. Spánverj- ar voru óheppnir að bæta ekki við mörkum en Jens Lehmann þurfti að hafa sig allan við að verja skalla Serg- io Ramos af stuttu færi á 67. mínútu. Í sömu sókn varði Torstein Frings á línu frá Xavi og stuttu síðar þurfti Lehmann aftur að verja vel frá Andr- és Iniesta af stuttu færi. Stórsóknin var engan veginn hætt því varnartengiliðurinn Marcos Senna hafði lítið fyrir því að bregða sér í sóknina en var óheppinn að hitta ekki boltann nánast á marklínu eftir undirbúning Fernando Torres. Í uppbótartíma voru Þjóðverjar ekki einu sinni að pressa stíft að marki Spánar. Þeir áttu hreinlega í vök að verjast og komust vart yfir miðju en hápressa Spánverja heppnaðist eins og allt sem þeir gerðu í leiknum. jöfnun á árangri Eini titill Spánverja til þessa var sigur á Evrópumótinu árið 1964. Spánn hefur ekki einu sinni leikið til úrslita á heimsmeistaramóti og besti árangur Spánverja þar fjórða sætið. Það sást bersýnilega hversu miklu máli þetta skipti fyrirliðann Iker Casillas við bikarafhendinguna í gærkvöldi. Iker stökk upp á borð ekki ósvipað og Fabio Cannavaro gerði á HM fyrir tveimur árum. Hann reif nánast bikarinn úr höndum Michael Platinis og hélt honum stoltur yfir höfði sér. Spánn Evrópumeistari, það er sanngjarnt og með glæsilbrag. aðdáun Torres og félagar trúa vart sínum eigin augum með titilinn í sínum höndum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.