Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 30

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 30
Aldraöir í öndvegi á Heilbrigöisstofnun Suðurnesja Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) hefur markað sér sýn til framtíðar. Meginmarkmiðið er að veita íbúum á Suðurnesjum alla almenna heilbrigðisþjónustu. í ffarn- tíðarsýninni vegur þjónusta við aldraða þungt og við leggjum stolt okkar í að veita eldri borgurum góða og nútímalega þjónustu. Áhersla er lögð á að gera öldruðum kleift að dvelja heima hjá sér sem allra lengst. Til þess að svo megi verða er mikil- vægt að bjóða upp á öfluga heimahjúkrun og er bæði fjölbreytt og sveigjanleg þjónusta til reiðu. Heimahjúkrunin vinnur náið með starfsfólki allra deilda HSS og er meðvituð um þá þjónustu sem til boða er og getur bætt líðan og heilsu skjólstæðinganna. Þannig getur heimahjúkrunin brugðist hratt við þegar aðstæður breytast. Þjónusta við sjúka aldraða hefur forgang og eiga sjúkir aldraðir alltaf vísan aðgang að sjúkradeildinni. A einu ári hefur fjöldi innlagðra sjúklinga á HSS þrefaldast. Eins og við má búast eru aldraðir þar fjöhnennastir. Haustið 2003 var opnuð dagdeild á HSS, þar sem boðið er upp á almenna dagdeildarþjónustu. I febrúar 2004 var síðan opnuð fimmdagadeild, sem er opin frá mánudegi til föstudags, en sjúklingar eru útskrifaðir heim til sín um helgar. Skjólstæðingar þessarar deildar eru fyrst og fremst aldraðir. Þjónustumarkmið deildarinnar eru m.a. endurhæfing og félagsleg örvun. Sjúklingum er hjálpað að aðlagast lífinu utan veggja sjúkrahússins, t.d. eftir erfiða sjúkrahúsvist, til að ná bestu mögulegu heilsu áður en að endanlegri útskrift kemur. Fimmdagadeildin býður jafnframt upp á almennt heilsufarsmat, sjúkra- og iðjuþjálfun ásamt endur- skoðun á lyfjanotkun, svo dæmi séu nefnd. Nýjasta þjónustan sem er í boði fyrir eldri borgara á Suður- nesjum er göngudeildarþjónusta á heilsugæslustöðinni. Þessi þjónusta hóf göngu sína nú í september og er heilsugæslustöðin á HSS önnur á landinu til að bjóða upp á þessa sérhönnuðu þjónustu fyrir aldraða. Með þjónustunni er verið að efla heilsu- vernd hjá öldruðum, gefa eldri borgurum tækifæri til að ræða við fagfólk um mál sem snúa að heilsufari áður en vandamálin verða óyfirstíganleg. Frá því að göngudeildin opnaði hefur aðsókn verið góð og vonandi munu eldri borgarar kunna að meta þessa nýjung í þjónustu áfram. Þar er boðið upp á almenna ráðgjöf, blóðþrýstingsmælingar, blóðfitumælingar, sykurþol er kannað, mataræði er skoðað auk alls þess sem heilsugæsla býður almennt upp á. Göngudeildin er í umsjá hjúkrunarfræðings sem kallar til aðra sérfræðinga eftir þörfum. Á heilsugæslunni sem og á öðrum deildum stofnunarinnar er teymishugsjónin ríkjandi, en þannig er best hægt að virkja þekk- ingu starfsfólks til að hún gagnist sjúklingum og skjólstæðingum sem best. Af ofantöldu má vonandi sjá að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leggur metnað sinn í að gera vel við aldraða og stefnir að sjálfsögðu sífellt að því að gera betur. Sigríður Snœbjömsdóttir, jramkvœmdastjóri á Heilbrigðisstofnun Suðumesja Ferðaþjónustan Bakkaflöt Skagafirði Cisting - Veitingar - Fljótasiglingar á Vestari og Austari Jökulsám Verið velkomin Sími: 453 8245, 899 8245 bakkaflot@islandia.is www.bakkaflot.com Fiskmarkaður Íslands hf. Sundlaugin Tálknafirði Miðtúni 1 460 Tálknafirði sími 456 2639 Salatbarinn Faxafeni 9, veitir 10% afslátt til eldri borgara gegn framvísun félagsskírteinis FEB . <' 3 TONIIST/RWri .Wískkoh/ssowk KfYMIMfl BiinuHAl MEIÖDIIIK MldflÍnCiANMA 17. JÚNÍ 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.