Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 11

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 11
Ætla þau að hlaupa fyrir bílinn? Huldufólkið í Stapafelli Guðrún á líka skemmtilega álfasögu frá Stapafelli ofan við Arnarstapa. „Við vorum á leið út á Arnarstapa síðsumars 1975 og erum að keyra niður með Stapafelli, þegar við sjáum tvær manneskjur koma hlaupandi niður hlíðar fjallsins. Svo mikil var ferðin var á fólkinu, að maðurinn minn nánast stoppar og segir: Ætla þau að hlaupa fyrir bílinn? Fólkið hleypur yfir götuna rétt fyrir framan bílinn. Okkur varð starsýnt á fólkið því að klæðnaður þess var afar frábrugðinn því sem hér tíðkast. Og mér verður að orði: Þetta eru örugglega útlendingar! Bæði klæddust ljósbláum samfestingum með hettu sem féllu þétt að líkamanum. Og það stirndi á gljáandi klæðin. Er þau hlaupa niður vegkantinn lít ég augnablik af þeim, stað- ráðin í að fylgjast með hvert þau væru að fara. En skyndilega var ekkert að sjá. Við urðum öll mjög hissa. Og ekki síður þegar við skoðuðum stórgrýtið og ójöfnurnar í fjallshlíðinni þaðan sem það kom. Fólkið hafði hlaupið mjög hratt eins og það hlypi á sléttu gólfi - þurfti greinilega ekki að passa sig á ójöfnum og stórgrýti. Þá vorum við viss um að þetta hefðu ekki verið mennskar manneskjur. Allir í bílnum sáu fólkið, líka börnin." Aðfaranótt 5. janúar 1996 dreymir Guðrúnu svo að hún sé stödd á Arnarstapa. Henni verður þá litið yfir að Stapafelli og sér uppljómaðar dyr eða op í fjallinu. í ljósinu birtist henni prúðbúin kona í bláum síðkjól með slóða og afar fallegt skraut í hári - og maður við hlið hennar. Henni finnst konan líta á sig og segja: Þú hefur séð mig áður! Guðrúnu fannst mikið til um fríðleika fólksins sem sýndist vera á blómaskeiði ævinnar, um 30-35 ára. Alfasögur og dulræn fyrirbæri voru vinsælt söguefni áður fyrr, einkum í skammdeginu. En merkilegt er að gera sér grein fyrir að fyrrgreind fyrirbæri áttu sér stað um sumartímann - og stutt síðan Guðrún og fólkið í kringum hana urðu þeirra vör. Við kunnum Guðrúnu kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að birta sögurnar. Það er ekki ofsögum sagt að Jökullinn býr yfir dulúðgum öflum. O.Sv.B. hvernig þú getur tryggt frelsi þitt með einum öryggishnappi Meö öryggishnappi Securitas getur þú notið þess að dvelja lengur heima. Hnappurinn ertengdur beint við stjórnstöð okkar og þar með neyðarlínuna 112. Sérþjálfað starfsfólk okkar vakir yfir öryggi þinu og bregst við hvenær sem þú þarfnast þess. Öryggishnappur Securitas er auðveld og þægileg aðferð til að tryggja sér öryggi. Hann er léttur og þægilegur líkt og armbandsúr. Tryggðu þér og þínum aukið frelsi með Securitas öryggishnaþþinum Eitt símtal núna - síminn er 580 7000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.