Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 41

Listin að lifa - 01.12.2004, Síða 41
Okkur er skammtað naumt, eldra fólk- inu.“ Páll var formaður Félags eldri borgara í tvö ár. „Þetta er nauðsynlegur félags- skapur. Margur myndi einangrast heima og færi ekki að hitta fólk öðruvísi. Oft hangir fólk yfir sjónvarpinu sem er tíðum lítt uppbyggilegt. Eldri maður hérna í plássinu var vanur að labba á milli húsa og spjalla. Sá bölvaði sjónvarpinu þegar hann gat það ekki lengur." Páll er nýhættur að vinna og við spyrjum hann um áhugamálin. „Þau hafa dofnað eins og annað. Fyrr á árum keypti ég bækur af bóksölum sem bönkuðu upp á - hugsaði gott til að lesa þær á efri árum, en þær verða ólesnar eftir mig. A yngri árum var maður í svo erfiðri daglaunavinnu að manni fannst gott að komast heim til sín að sofa. Margur eldri maðurinn myndi kjósa hálfsdags vinnu, en ekkert þýðir að nefna það. Annað hvort vilja þeir hafa mann allan daginn og fá eitthvað út úr manni eða ekki. - Hvort ég sé tölvuvœddur? Maður gerir nú lítið annað í tölvunni en leggja kapal. Barnabörnin geta farið út um allan heim í þessu. Engu líkara en þau séu fædd með tölvuna í heilanum, en hún kemst ekki inn í heilann á mér.“ Páll er eilítið bitur yfir atvinnuleysinu á efri árum, yfir því hvað ellilaun og lífeyrir duga skammt. „Það liggur við að þessir gömlu karlar eins og ég þurfum að labba suður að Alþingi til að biðja um bragarbót á okkar málum, en þar er talað fyrir daufum eyrum.“ O.Sv.B. í Bæringsstofú er mynd af Bæring, bróður Páls, með allar myndavélarnar sínar. Calcium-Sandoz* 'm~ 20 bruutablcttef freyðitöflur 500 mg Ert þú að leita að kalktöflum sem: ■) Innihalda mikið magn af kalki -> Eru bragðgóðar og auðveldar í inntöku -> Byggja á klínískum rannsóknum. Þá gæti Calcium-Sandoz® verið lausnin. Calsium-Sandoz® freyðitöflur 500mg er skráð lyf, bragðgóðar freyðitöflur með appelsínubragði, Calcium-Sandozfreyðitöflur500mg sem leysast auðveldlega upp í vatni. 20stk fást án lyfseðils ínæsta apóteki NOVARTI S CONSUMER HEALTH Calcium-Sandoz® er notað til meðferðar á kalsíumskorti og fyrirbyggjandi við beinþynningu. Fullorðnir 1-2 töflur I senn allt að þrisvar sinnum á dag. Má gefa börnum 2ja ára og eldri, skammtur er samkvæmt læknisráði. Ekki á að taka inn Calcium-Sandoz® 3 klst. fyrir eða eftir notkun á flúorið og tetrascýklin sýklalyfjum. Ekki heldur ef um alvarlega nýrnasjúkdóma er að ræða eða ofnæmi fyrir innihaldsefnum. Calcium-Sandoz® má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf. Ofskömmtun er ekki þekkt. Aukaverkanir geta verið vægar meltingartruflanir. Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið vel leiðbeiningar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. Calcium- Sandoz 500 mg 41

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.