Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 52
Gljúfrasteinn gefur
innsýn í heim Halldórs
í öðru Ijósi en bækur hans
Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðukona
situr fyrir svörum
Sterk hughrif mæta gestum sem stíga
inn á heimili Halldórs og Auðar.
Gljúfrasteinn væri svipur hjá sjón,
ef húsmunir væru ekki til staðar, stóllinn
þar sem Halldór sat að lesa dagblöðin,
skrifpúltið hans, flygillinn sem hann
spilaði á, teppið og púðarnir sem Auður
saumaði. Allt gefur innsýn í heimilis-
andann, bókasafnið, listmunirnir fógru,
ómetanlegu málverkin. Gjöf Auðar og
dætra var vegleg - að gefa allt innbúið.
Gljúfrasteinn var áður huliðsheimur, líkt
og „steinninn í gljúfrinu“. Aðeins fáir
útvaldir fengu þar inngöngu. Nú megum
við öll ganga inn á heimili Nóbelsskálds-
ins.
„Mörgum finnst merkilegt að sjá að
húsið er miklu minna en þeir héldu. Mynd-
arlegar móttökur á Gljúfrasteini hafa gert
það stærra í hugum margra. Karlar jafnt
og konur vilja kíkja inn í eldhúsið - og
undrast mjög hvernig Auður gat staðið
fyrir stórum veislum í ekki stærra rými,“
segir Guðný Dóra Gestsdóttir forstöðu-
kona. „Hér er enginn íburður, en stórkost-
leg málverk á veggjum. Fallegt útsýni yfir
dalinn til sjávar og mikil kyrrð.“
Geturðu sagt okkur sögu merkustu
hlutanna? „Pað er erfitt að velja einstaka
hluti því að hver einasti hlutur er mjög
merkilegur og á sína einstöku sögu. I
stofunni þar sem Auður og Halldór
tóku á móti fjölda gesta er t.d. stóllinn
Eggið sem danski arkitektinn, Arne
Jakobsen, hannaði. Stóllinn setur mikinn
svip á stofuna enda stórkostleg hönnun.
Flygillinn er Steinway-flygill. Halldór spil-
aði mikið sjálfur og hafði sérstakt dálæti á
Bach. Á Gljúfrasteini voru líka oft haldnir
tónleikar þar sem margir þekktir listamenn
komu fram. Þá var flygillinn auðvitað
notaður. Reyndar er þetta annar flygillinn
á Gljúfrasteini.
Blómaglugginn í stofunni er líka ein-
stakur. Þegar Gjúfrasteini var breytt í safn,
ákváðum við að vera áfram með lifandi
blóm eins og í tíð Auðar. Það er auðvitað
hluti af því að hafa staðinn lifandi og hlý-
legann. Ef ég ætti að velja einn hlut með
mikla sögu ætli ég myndi þá ekki velja
silfurskálina á skenknum í borðstofunni.
Erfðagripur frá Eystrasaltslöndum:
Skálin er dæmi um lítinn hlut með mjög
merka sögu. Þannig er með flesta hluti hér á
Gljúfrasteini, að lítil saga er á bak við flesta.
Nema hvað Auður segir svona ffá henni:
„Silfurskálin á miðjum skenknum er erfða-
gripur sem Halldór fékk ffá konu úr Eystra-
saltslöndunum sem hann kynntist í fyrstu
ferð sinni til útlanda efdr stríð. Hún var á
heilsuhæli vegna taugaveiklunar og vildi fá
að þýða bækur hans á þýsku. Halldór fór
á hælið til hennar og fór vel á með þeim.
Halldór, sem alltaf var svo bjartsýnn, bauð
henni strax að hún gæti komið til Islands og
búið hjá okkur í alveg nýju húsi.
Konan var svo glöð að hún tók sér
ferð á hendur til Jóns Helgasonar sem hún
hafði kynnst til að segja honum tíðindin.
Þá lá á borðinu hjá Jóni sænskt tímarit og
framan á því var mynd af húsi Halldórs,
nýsmíðuðu og ekkert annað að sjá, ekki
stingandi strá, bara húshliðin, snjór og
grjót. Konunni varð svo mikið um að sjá
þetta að nokkrum dögum síðar fyrirfór
hún sér. í erfðaskrá hennar var þessi skál,
merkt á báðum hliðum með skjaldarmerki,
ætluð Halldóri og forláta ljósakróna ætluð
Jóni, þessa hluti fengu þeir í arf frá konu
sem þeir höfðu aðeins lítillega kynnst.“