Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 40

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 40
Við getum ekki eetlast til að börnin skilji breytingarnar í lífi þess sem búinn er að lifa í 70-80 ár, segir Páll Cecils- son Breytingarnar í lífinu! Páll rekur uppruna sinn í sveitina. Horfði á litla þorpið við Kvíabryggju ffarn að fermingu. Þá flutti fjölskyldan inn í Grundarfjörð. Hraðffystihúsið og vaxandi atvinna dró sveitafólkið til sín og Cecilsbræður Iétu að sér kveða á mótunarárum Grundarfjarðar. Páll tók við verkstjórn í fiskvinnslufyrirtæki, sem bróðir hans Soffanías veitti forstöðu síðar, og Bæring festi mannlíf á mótum sveitar og þétt- býlis á ljósmyndir. Páll er búinn að vinna hörðum höndum allt sitt líf — og finnst erfitt að sitja nú auðum höndum. Strákurinn, sem ólst upp í pínulitlum sveitabæ með baulandi kýr í kjallara, býr nú í myndarlegu einbýlishúsi. r stóru, fallegu setustofunni hjá Páli er erfitt að ímynda sér breytingarnar sem hann hefur upplifað - í húsakosti og atvinnuháttum. „Víst er sérstakt að vera einn eftir af fimm systkinum, en það horfir öðruvísi við þegar maður á konu og börn.“ Kona Páls er Björk Guðlaugsdóttir og börnin þrjú eru: Guðlaugur Þór, Sævar og Kristín Hrönn. „Ég var 13 ára þegar fjölskyldan flutt- ist hingað. Þá stóðu aðeins örfá hús við aðalveginn, Grundargötuna, en þorp hafði náð fótfestu á Kvíabryggju, enda bátaút- gerð þar nokkur. Ég sá alltaf þangað frá bænum heima. Þar bjuggu um 60 manns, en þorpið hérna fór ekki að byggjast upp fyrr en um 1940. Bærinn okkar, Búðir, stóð fyrir framan Kirkjufellið og þaðan harst kliðurinn á vorin þegar fuglinn settist í bergið til að verpa. Otaldar ferðir fóru bræður mínir til eggjatöku í Fellið. Öðrum var ekki á að skipa. Faðir okkar fórst í fiskiróðri frá Reykjavík þegar ég var eins árs, en systkini mín öll innan við fermingu. Erfið ár framundan, en allt bjargaðist. Síðustu árin okkar á Búðum var móðir mín með 40 kindur og 2 kýr. Þannig var búskapurinn víða, á þessu lifði fólkið ein- hvern veginn. Þá var ekkert inni í mynd- inni að gerast bóndi. Bræður mínir fóru fljótt til sjós og annarra starfa í þorpinu, en ég var lítilvirkur. Eftir fermingu fór ég að vinna í fiskinum í landi, svo og önnur störf. Maður heyrði gárungana oft segja, að þeir lötustu væru settir í verkstjórn og mestu villingarnir í lögregluna. Enda fór það svo að ég varð verkstjóri yfir fisk- vinnslunni hjá bróður mínum. Margt hefur breyst til batnaðar, en líka bölvunar. Vinnan við saltfiskinn áður var mesta púlvinna. Nú er öðruvísi unnið, meiri vélvæðing og töluvert af fiskinum fer beint í gáma sem mannshöndin snertir lítið á. Þetta breyttist þegar rækjuveiðin minnkaði og skelfiskveiðarnar hrundu vegna hækkandi hitastigs í sjónum. Nú er eingöngu unnið við saltfisk og miklu færra fólki í vinnslunni. Á fyrri árum gátu unglingar gengið í vinnu á sumrin, beint úr skólanum, en nú er það liðin tíð. Vélvæðing og breytt 40 verklag veitir ekki eins mörgum atvinnu. Bátaflotinn hefur líka breyst gífurlega. Áður sóttu menn sjó á litlum árabátum. Seinna komu trillur og vélbátar. Þá voru engar talstöðvar og ekkert hægt að láta vita, ef eitthvað kom fyrir. Núna eru bátarnir miklu stærri, með fullkominn öryggisbúnað, og geta sótt miklu lengra út á miðin en áður.“ Páli er tíðrætt um breytingar í húsa- kosti. „Ég hef verið að dunda mér við að gróðursetja trjáplöntur á jörðinni heima. Og hugurinn hefur reikað yfir rústunum af gamla húsinu. Það hefur ábyggilega ekki náð 45 fermetrum, en þarna bjuggu þrjár fjölskyldur. Móðurbróðir minn með sjö manna fjölskyldu, foreldrar mínir með fimm börn og föðurforeldrar mínir. Sextán manns áttu heima í þessu pínulitla húsi. Undravert hvað fólk gat komið sér fyrir. Kjallari var undir húsinu, þar voru tvær kýr. Af þeim kom hitinn sem bjargaði því að aldrei fraus uppi. Torfbæirnir voru miklu hlýrri, en einangrun vantaði alveg í fyrstu timburhúsin á þessum tíma. Þá voru húsin of lítil. Nú er maður í vandræðum með of stórt hús. Stór hús geta verið baggi á fjölskyldunni vegna viðhalds- og kyndingarkostnaðar. Hér eru húsin kynt með rafmagni og það er dýrt. - Hvort mig dreymi um að byggja sumar- hús á jörðinni! Biddu fyrir þér. Maður reisir ekki sumarhús af ellilaununum. Þessi blessuð ellilaun eru engin laun og ríkið tekur þriðja part af lífeyrissjóðnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.