Listin að lifa - 01.12.2004, Side 34
Hildibrandur við hákarlaskip föður sins. „Á þetta skip veiddi pabbi minn, Bjarni Jónsson, hákarl á
Ströndum. Petta var tvímastraður sexæringur sem hægt var að sigla meira en öðrum vegna bygg-
ingarlagsins. Talið er að hinn frægi Falur á Horni hafi smíðað hann. Falur var við smíðar á Horni
frá 1830—’60. Pabbi er sagður siðasti doggaræðarinn. Línan tók svo við af færunum.“
Hildibrandur og hákarlinn
Hildibrandur Bjarnason á Bjarnarhöfn er ekki adeins Iandsfrægur, en líka heims-
frægur. Svo margar útlendar sjónvarpsstöðvar hafa komið til Islands, eingöngu til að
mynda Hildibrand og hákarlinn, að segja má að þeir tveir séu góð Iandkynning. Á
ísíandi hafa gestir í Bjarnarhöfn borið orðspor hans um víðan völl - og í þorrablótum
er sagt: „Þetta er hákarl frá Hildibrandi í Bjarnarhöfn.“ í orðanna hljóðan liggur að
hákarlinn á borðinu sé góður. „AHir vilja hákarl frá mér, maður verður að standa
undir fyrsta flokks vöru,“ segir Hildibrandur.
Bjarnarhöfn er fastur viðkomustaður
í sumarferðum félagsfólks um Snæ-
fellsnes - og í ferðalok er fólki oft
tíðrætt um staðinn. Mig var lengi búið að
langa til að heimsækja hinn fræga Hildi-
brand og hákarlinn hans, þegar ég lagði
lykkju á leið mina frá Grundarfirði og
fylgdi vegvísinum í átt að Bjarnarhöfn.
Fyrsta sem vekur athygli er skilti við veg-
inn. Þar segir:
Bjarnarhöfn er landnámsjörð,
kennd við Björn austrcena, bróður
Auðar djúpúðgu í Hvammi í Dölum.
Að bcenum er ekið um Berserkjaveg í
miðju Berserkjahrauni sem Eyrbyggja
segirað Víga-Styrbafi látið tvo berserki
sína ryðja og drepið svo. Dys þeirra er
sýnd í götunni.
Svo ég var stödd á hinum fræga
Berserkjavegi! Ekki tókst mér að finna
dysina, en hugsaði því meira um söguna,
hve gaman er að rekja sig eftir örnefnum
og gera sér grein fyrir sögunni á bak við
þau. Björn austræni er talinn hafa lent í
Kumbaravogi sem áður var verslunar-
staður, og haft uppsátur í Bjarnarnausti,
rústirnar sjást enn. Svo fékk hann heilt
fjall og jörð nefnt eftir sér, Bjarnarhafnar-
fjall og Bjarnarhöfn. Og nú var ég á leið
til manns sem er að skapa sögu í kringum
34
sig og sína atvinnu.
Hákarlinn er búinn að byggja heilan
skála í kringum sig sem var formlega
opnaður af samgönguráðherra og
blessaður af séra Gunnari sóknarpresti
6. nóvember sl. Tvö hundruð manns
voru við athöfnina. í skálanum er margt
að skoða, m.a. tvímastraða sexæringinn
sem faðir Hildibrands notaði við veiðar.
Auðvitað prófa ég að smakka á hákarli og
Hildibrandur býður kaffibolla til að skola
góðgætinu niður. Hákarlinn er svo bragð-
góður að betra er að gæta sín að borða ekki
of mikið. Svo bragðsterkt lostæti er aðeins
til að smakka, rétt eins og brennivínið er
rétt til að dreypa á. Þetta tvennt er yfirleitt
borið fram saman.
Ég spyr Hildibrand bvernig standi
á því að erfiðara sé að verka hákarl
en aðra fiska? „Hákarlinn er afar sér-
stæð skepna. Hann er hvorki með nýru
né aðra úthreinsun. Annað sérkenni er
súrefnistaka inn um allan skrokkinn svo
að hákarlinn þarf að vera á stöðugri hreyf-
ingu. Nýr hákarl er því eitraður. Á sult-
arárunum dó fólk vegna neyslu á nýjum
hákarli. í annálum frá 1620 er getið um
dauðsföll á þremur bæjum í Árneshreppi
á Ströndum."
Grænlendingar sjóða hákarlinn
þrisvar sinnum til að losna við eitrið, en
Hildibrandur styðst við aðferðir sem hann
lærði af föður sínum. „Pabbi var hákarla-
veiðimaður á Ströndum og mótaði þar
sérstakar aðferðir við hákarlaverkun. Eftir
að við fluttum í Bjarnarhöfn var alltaf
komið með hákarl sem veiddist til pabba,
en segja má að hann sé upphafsmaður að
allri hákarlaverkun hjá fjölskyldunni. Það
er mjög vandasamt að verka hákarl og alls
ekki á allra færi. Fyrst er hákarlinn kæstur
í tvo mánuði. Áður var hann látinn liggja
á steinum svo að runnið gæti af honum, en
núna kæsi ég hann í rimlakössum.“
Hildibrandur hlær þegar ég spyr hvort
lyktin sé ekki vond. „Sjálfsagt fyndist
mörgum það, en okkur finnst þetta góð
lykt. Eftir kæsinguna er hákarlinn látinn
hanga í fjóra mánuði. Þá loksins er hann
tilbúinn til matar. Svo að verkun hans
tekur hálft ár.“
Talað er um skyrhákarl þegar verkað
er úr bakinu, glerhákarl úr kviðnum.
Islenski hákarlinn er djúpsjávarfiskur
sem heldur sig í köldum sjó við ísland og
Grænland. Hákarlar í hlýrri höfum eru
með allt annað eðli, meiri uppsjávarfiskar
og hættulegri.
Afbverju er verið að leggja svona
mikla vinnu í þennan fisk sem er eitr-
aður þegar hann er dreginn að landi?
„Hákarlinn er talinn mjög hollur. í honum
eru góðir gerlar, nauðsynlegir fyrir okkur.
í þorrablótum borðum við alls kyns mat,
svo að það er engin tilviljun að hákarlinn
sé þar á borðum. Hann brýtur niður mat
og vín - eða fæðutegundir sem passa