Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 33
Áhrif skerðingar og skattlagningar 2004
Greióslutegund: Einh. ellilífeyrisþ. Einh. ellilífeyrisþ. Einh. ellilífeyrisþ. Einh.ellilífeyrisþ.
Lífeyrissjóður 0 kr. 45,888 kr. 91,776 kr. 138,455 kr.
Grunnlífeyrir 21,249 kr. 21,249 kr. 21,249 kr. 21,249 kr.
Tekjutrygging 41,655 kr. 41,655 kr. 21,175 kr. 0 kr.
Heimilisuppbót 17,469 kr. 17,469 kr. 8,882 kr. 0 kr.
Tekjutryggingarauki 20,540 kr. O kr. 0 kr. 0 kr.
Eingreiðslur 3,319 kr. 2,464 kr. 1,252 kr. 0 kr.
Samtals gr. frá TR 104,232 kr. 82,837 kr. 52,558 kr. 21,249 kr.
Samtals 104,232 kr. 128,725 kr. 144,334 kr. 159,704 kr.
Gr. skattur 38,58% -12,717 kr. -22,166 kr. -28,188 kr. -34,118 kr.
Ráðstöfunartekjur 91,515 kr. 106,559 kr. 116,146 kr. 125,586 kr.
Auknar ráðstöfunartekjur 15,043 kr. 24,631 kr. 34,071 kr.
Skerðing og skattur 67.2% 73.2% 75.4%
Frá Tryggingastofnun
endurreikningur 2003 og tekju-
áætlun 2005 til lífeyrisþega
r
næstu dögum fá lífeyrisþegar í hendur upplýsingaefni frá
Tryggingastofnun. Um er að ræða bækling með upplýs-
ingum um endurreikning 2003 og tekjuáætlun 2005 ásamt
tilheyrandi eyðublöðum og bréfi.
Síðustu vikur hefur staðið yfir lokaundirbúningur hjá Trygg-
ingastofnun fyrir útsendingu þessa upplýsingaefnis varðandi
endurreikning 2003 og tekjuáætlanir fyrir árið 2005. Áætlað er að
niðurstaða endurreiknings, bæklingur, bréf og tekjuáætlanir verði
sendar lifeyrisþegum í einum pakka, sem fer í póst í lok nóvem-
ber. I formála segir að samkvæmt lögum um almannatryggingar
skuli tekjutengdar bætur lífeyristrygginga reiknaðar út í upphafi
hvers árs út frá áætlun um hverjar tekjur greiðsluþega verði það
ár.
„Þegar endanlegar upplýsingar um tekjur ársins liggja fyrir,
eftir álagningu skattyfirvalda, er bótaréttur endurreiknaður.
Komi í ljós að bætur hafi verið vangreiddar er inneign greidd
út, en ef bætur voru ofgreiddar á að innheimta það sem ofgreitt
var. Markmið þess að gera bætur upp með þessum hætti er að
tryggja að hver lífeyrisþegi fái réttar greiðslur miðað við allar
aðstæður, þar með taldar tekjur hans og eftir atvikum maka,”
segir í bæklingi TR.
í bæklingnum eru skýringar við endurreikning lífeyris-
greiðslna ársins 2003, vakin athygli á andmælarétti, fjallað um
endanlega ákvörðun um bætur og uppgjör greiðslna og skattaleg
atriði. Einnig er í bæklingum að finna skýringar á tekjuáætlunum
fyrir árið 2005. Þar kemur m.a. fram að tekjuupplýsingar, sem
lífeyrisþegar fá í hendur frá Tryggingastofnun, byggja á nýjustu
upplýsingum sem fyrir liggja, þ.e. úr núgildandi tekjuáætlun eða
síðasta skattframtali. Fram kemur að stjórnvöld hafi ákveðið að
í tekjuáætlun Tryggingastofnunar skuli tekjur framreiknaðar til
ársins 2005, launatekjur hækka um 5,5%, lífeyrissjóðstekjur um
3,5% og fjármagnstekjur og hagnaður af eigin starfsemi um 10%.
I bæklingi TR er lögð áhersla á ábyrgð lífeyrisþega á eigin tekju-
áætlunum.
Þá eru í bæklingnum leiðbeiningar um útfyllingu tekjuáætl-
unar.
Samkvæmt upplýsingum frá lífeyristryggingasviði TR fá lífeyris-
þegar tvær vikur til að gera athugasemdir við endurreikning
bóta 2003 og tekjuáætlun 2005. Þegar sá frestur er liðinn verður
lífeyrisþegum tilkynnt bréflega um uppgjörið. Inneignir verða þá
greiddar út og þeim sem hafa fengið ofgreiðslu gerð grein fyrir
því hvernig innheimtu verði háttað. Einnig verða mál þeirra sem
andmæltu tekin fyrir og unnið úr þeim. Samhliða fer fram skrán-
ing á þeim breytingum sem lifeyrisþegar gera við tekjuáætlanir
TR.
Vert er að benda á að aftan á greiðsluseðlum koma fram
þær tekjur sem bætur eru reiknaðar út frá. Mikilvægt er að líf-
eyrisþegar fylgist með því að þær séu réttar og tilkynni TR um
breytingar ef þær verða.