Listin að lifa - 01.12.2004, Page 56

Listin að lifa - 01.12.2004, Page 56
KYNNING: Úrvalsfólk hópast til Kanaríeyja Skemmtanastjóri og hjúkrunarfrseðingur í allan vetur r Urvalsfólk er klúbbur á vegum ferðaskrifstofunnar Úrvals - Útsýnar ætlaður 60 ára og eldri. í allan vetur verður skipulögð dagskrá íyrir Úrvalsfélaga á Kanaríeyjum, að undanskildum jólum og áramótum. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður upp á svo samfellda þjónustu með skemmtanastjóra og hjúkrunarffæðingi. „Þetta hefur mælst mjög vel fyrir hjá klúbbfélögum okkar. Áður var fólk bundið af ákveðnum dagsetningum, ef það vildi ferðast með skemmtanastjóra og hjúkrun- arfræðingi. í allan vetur og fram á vor geta klúbbfélagar farið til Kanaríeyja, hvenær sem þeim hentar, farið heim þegar þeim hentar og nýtt sér vikulega flugið okkar. Dæmi er um fólk sem ætlar að dvelja í átta vikur á Kanaríeyjum í vetur. Dagskrá skemmtanastjóranna tekur mið af því að vikulega komi nýtt fólk inn í hópinn,“ segir Lilja Jónsdóttir, forstöðumaður klúbbs Úrvalsfólks sem ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur rekið um árabil. Dagskrá Úrvalsfólks á Kanaríeyjum byrjaði 30. október undir stjórn Sigvalda Þorgilssonar sem verður skemmtanastjóri fram til 18. desember er hlé verður á starfi Úrvalsfólks. Þann 5. janúar fer dagskráin aftur af stað undir stjórn Hjördísar Geirs- dóttur, en í janúar er hið vinsæla Þorrablót. Hjördís fer síðan heim, en Ásdís Árnadóttir tekur við. Sigvaldi rekur svo endahnútinn á starfið sem lýkur þann 23. mars, en flug til Kanaríeyja er fram í apríl. Allt eru þetta reyndir skemmtanastjórar sem hafa getið sér gott orð. Guðrún Sigursteinsdóttir er hjúkrunarfræðingur í allan vetur. Nýuppgerð hótel: Með vorinu koma aðrir áfangastaðir inn í dagskrána, s.s. Benidorm, Portúgal og Mallorca, vinsælir staðir hjá klúbbfélögum. Lilja starfar á skrifstofu Úrvals-Utsýnar í Lágmúla. Hennar hægri hönd er Valdís Jónsdóttir sem hefur starfað fyrir klúbbinn um árabil. Lilja segir að starfsemi Úrvalsfólks á Kanarí fari einkum fram á þremur hótelum: Las Camelias, Tenegia og Mont- emar. Ibúðirnar á Las Camelias hafa verið endurnýjaðar mjög smekklega og sama er að segja um Montemar, en þar eru stærri íbúðir sem henta vel 3-4 sem vilja deila saman íbúð. Úrvalsfólk getur dvalið á öðrum hótelum, en fastur 5.000 króna afsláttur til klúbbfélaga gildir aðeins um þrjú ofangreind hótel. Maður er manns gaman: Klúbbfé- lögum fjölgar stöðugt, sífellt fleiri sjá kostina við að ferðast með skemmtana- stjóra og hjúkrunarfræðingi. Blaðamaður segir þá sögu að eitt vorið kom eldri maður i vikuferð til Portúgals, hafði dottið inn í tilboð, farið með skömmum fyrir- vara og ákveðið að vera einn. Ferðin var ánægjuleg, en auðvitað var hann meira og minna einsamall. Fararstjóri benti honum á að koma aftur eftir nokkrar vikur, þá í fylgd með Úrvalsfólki. Hann gerði það og skemmti sér miklu betur. Hann gat verið í samvistum við fólk á sínum aldri þegar honum hentaði, en líka farið einn í sínar rösklegu gönguferðir um bæinn. Á kvöldin borðaði hann í hópi glaðra íslend- inga sem fóru með skemmtanastjóranum á ýmsa veitingastaði, jafnvel staði sem honum hafði aldrei dottið í að fara inn á, kínverska, indverska, portúgalska o.s.frv. Það var glaður maður sem yfirgaf Portúgal þetta vor og siðan hefur hann ferðast til margra staða með Úrvalsfólki og kynnst mörgu skemmtilegu fólki. Aðild kostar ekkert: Lilja segir að markmið klúbbsins sé að koma til móts við alla þá sem vilja njóta dvalar á sólarströnd og leita eftir skemmtilegri afþreyingu og góðum félagsskap. „Starfið á Kanaríeyjum er skipulagt með þarfir þeirra í huga; létt leikfimi á morgnana, minigolf, spil eða bingó síðdegis og saman út að borða á kvöldin. Einnig bjóðast skemmtilegar skoðunarferðir undir stjórn þrautreyndra fararstjóra okkar á Kanaríeyjum.“ Lilja segir aðild að klúbbnum öllum að kostn- aðarlausu, en nauðsynlegt sé að skrá sig til að njóta fríðinda. Einu skilyrðin fýrir inngöngu eru að meðlimir séu orðnir 60 ára, en síðustu árin hefur fjölgað mjög í þeim aldurshópi. Tvisvar á ári er haldin skemmtun á Hótel Sögu og nú í október mættu ríflega 300 klúbbfélagar til að skemmta sér saman. „Við Valdís erum alltaf til taks á skrifstof- unni til aðstoðar klúbbfélögum. í fyrra var tekin upp sú stefna að fá flesta til að bóka sig á Netinu, beint af heimasíðu Úrvals/Útsýnar. Við vitum að sumum finnst tilhugsunin um netbókun heldur ógnvænleg, en það á ekkert frekar við um eldra fólk en þá yngri. Við hvetjum alla til að prófa sig áfram, því að ódýrara er að bóka ferðina á Netinu. Ef vandamál koma upp geta klúbbfélagar hringt í okkur, við hjálpum þeim með glöðu geði.“ Lilja hvetur félaga til að hafa samband, ef þeir vilja koma með tillögur um starfsemina, svo að klúbburinn haldi áffam að þróast með lífsgleðina að leiðarljósi.

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.