Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 54

Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 54
Frá Reykjavíkurfélaginu Menningarhátíö Reykjavíkurfélagsins í Borgarleikhúsinu 9. október 2004 Hugmyndin að menningarhátíð varð til síðasta vetur og undir- búningur hófst fljótlega upp úr því. Leitað var til Borgarleikhússins um aðstöðu og tókst mjög góð samvinna við forsvarsmenn þess um þetta verkefni. Einnig var leitað til Reykjavíkurborgar sem styrkti menningarhátíðina með 100 þúsund krónum. Borgarstjórinn í Reykja- vík, Þórólfur Arnason, flutti ávarp við setningu hátiðarinnar. Menningarhátíðin er nýjung í starfi félagsins. Tilgangurinn er m.a. að virkja eldri borgara til meiri þátttöku, bæði með því að koma opinberlega fram og veita af listfengi sínu, en einnig að hvetja þá til að koma og njóta þeirra lista og ánægju sem á boðstólum voru. í röðum eldri borgara er mikið af frábæru listafólki sem á sannar- lega erindi til okkar allra. Viðhorf til eldra fólks birtast stundum á þann hátt að líta á þá sem sérstakan samfélagshóp sem ekki er ætlast til að sé virkur þáttakandi í við- burðum þjóðfélagsins. í stað aðgreiningar þurfum við að stuðla að samþættingu milli kynslóða þar sem allir aldurshópar virða hver annan. Dagskrá menningarhátíðarinnar endurspeglaði á vissan hátt þessa afstöðu því að þar komu fram allir aldurs- hópar. Má nefna fjölmennan kór eldri borgara sem söng undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur ásamt barnakór úr Lang- holtskirkju, Graduale futura, stjórnandi Bjarney I. Gunnlaugsdóttir. Undirleikarar voru Hólmfríður Sigurðardóttir og Bragi Hlíðberg. Þarna sameinuðust æskan og ellin í fögrum söng. Einnig söng hinn sívinsæli Ragnar Bjarnason einsöng með kór eldri borgara. Fleiri tónlistaratriði voru á boðstólum. Tveir ungir söngvarar, Jóna Fanney Svavarsdóttir sópran og Erlendur Elvarsson tenór, sungu nokkur lög við mikinn fögnuð áheyrenda, en undirleikari var Richard Simms. Matthías Johannessen skáld las eigin ljóð af sinni alkunnu snilld og snerti strengi í brjósti áheyrenda. Leiklistinni voru einnig gerð góð skil. Leikinn var ein- þáttungurinn „Jólakleinur", gamanleikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem leikarar úr leikfélaginu Hugleikur fluttu við góðar undirtektir. Og annar leikþáttur, „Hægara um að tala en í að komast", eftir Unni Guttormsdóttur. Félagar úr leikfélaginu Snúður og Snælda sáu um flutninginn ásamt félögum úr Hugleik. Leikararnir Guðrún Asmundsdóttir og Jón Hjartarson fóru með atriði úr gömlum revíum, sungu og léku af hjartans list, fóru á kostum og kitluðu hláturtaugar áhorfenda svo um munaði. Danshópurinn Sporið úr Borgarfirði sýndi þjóðdansa, ásamt undirleikurum og söngvurum. Stórglæsileg sýning í alla staði. Aður en sjálf dagskráin hófst, gafst gestum kostur á að hlýða á tónlist í and- dyri leikhússins sem Jónas Dagbjartsson og Jónas Þórir sáu um. Kynnir á menn- ingarhátíðinni var Helgi Seljan, sem strax í upphafi sló hinn rétta tón með vísum, ortum í tilefni dagsins, eins og honum einum er lagið. Félag eldri borgara í Reykjavík færir öllum sem komu fram og tóku þátt í dagskránni hugheilar þakkir. Menningarhátíðin var vel sótt, nánast hvert sæti skipað í Borgarleikhúsinu. Von- andi verður slík hátíð árviss viðburður í félagsstarfinu á komandi árum. Undirbúningsnefndina skipuðu: Bryn- hildur Ólafsdóttir, Helgi Seljan, Hinrik Bjarnason, Margrét Margeirsdóttir og Stefanía Björnsdóttir. Margrét Margeirsdóttir tók saman Tíu daga Færeyjaferð 24. maí til 2. júní Reykjavíkurfélagið efnir til tíu daga ferðar til Færeyja í maí 2005. Lagt verður af stað frá Reykjavík að morgni 24. maí og ekið um Norðurland. Kvöldverður snæddur á „Sel-Hótel“ við Skútustaði en gist verður á Hótel Svartaskógi. Eftir morgunverð er ekið til Seyðisfjarðar og um borð í Norrænu. Gist í fjögurra manna klefum á leið til Þórshafnar í Færeyjum og eins á heimleiðinni. Enginn matur um borð er innifalinn í verði. Til Þórshafnar er komið snemma næsta morgun. Jóhanna Traustadóttir leiðsögumaður tekur á móti hópnum á bryggjunni og verður með honum allan tímann. Ekið frá Þórshöfn um Straumey og Austurey og siglt til Klaksvíkur á Borðey, þar sem gist verður í tvær nætur á Hótel Klaksvik. Kristjánskirkja skoðuð, ekið til Viðeyjar, Kuney og víðar. í bakaleiðinni er komið við í Götu og Runavík, í Gjánni og á fleiri stöðum. í Þórshöfn er gist í fjórar nætur á Hótel Hafnia í miðbænum og farnar skoðunarferðir um Tinganesið, til Kirkju- bæjar, Vogeyjar, Kollafjarðar og víðar. Fornminjasafnið skoðað, verið við messu og drukkið kaffi í Tilhaldinu með eldri borgurum í Þórshöfn. í Færeyjum er gist í tveggja manna herbergjum með baði, morgunverður innifalinn. Frá Þórhöfn er siglt síðdegis 1. júní og komið til Seyðisfjarðar að morgni næsta dags. Eftir góðan morgunverð á Egilsstöðum er ekið um Skriðdalinn og Öxi og um Suðurströndina, borðaður kvöldverður á Klaustri og komið til Reykjavíkur um kl. 21-22. Fararstjóri er Valgarð Runólfsson. Verð: kr. 88.750 (áskilinn réttur til verðbreytinga). Aríð- andi er að tilkynna þátttöku sem fyrst. í síðasta lagi fyrir 5. febrúar 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.