Listin að lifa - 01.12.2004, Page 46
Frá Reykjavíkurfélaginu
Skemmtilegar og fróðlegar sumarferðir 2005
Kynning á lengri sumarferðum hjá Reykjavíkurfélaginu
Áríðandi er að tilkynna þátttöku a.m.k. 5 vikum
fyrir brottför sé annað ekki tekið fram.
1 4.-1 5. júní
(2 dagar) Snæfellsnes, Flatey - brottför
kl. 9.00
Ekið í kringum Snæfellsjökul og mark-
verðir staðir skoðaðir. Siglt frá Stykkis-
hólmi til Flateyjar og eyjan skoðuð meðan
skipið fer til Brjánslækjar. Gist á Hótel
Stykkishólmi.
1 9.-22. júní
4 dagar, Austfirðir - brottför kl. 8.00
Mæting á Reykjavíkurflugvelli kl. 7.15.
Flogið til Egilsstaða kl. 8 og ekið til Borg-
arfjarðar eystri. Kárahnjúkar, Valþjófs-
staður, Hallormsstaðaskógur. Fjarðabyggð
(Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður).
Mj óifj örður, Dalatangi, brottflug til Reykj a-
víkur kl. 21.25. Gist á Hótel Eiðum í þrjár
nætur. Áríðandi er að tilkynna þátttöku
fyrir 10. maí.
24.-29. júní
6 dagar, Vestfirðir - brottför kl. 8.00
Farið um stórbrotna náttúru Vestfjarða.
Rauðisandur, Látrabjarg, Bolafjall, Jökul-
firðir, Kaldalón. Siglt til Hesteyrar, Vigur
og að Bæjum á Snæfjallaströnd. Gist á
Patreksfirði, ísafirði og í Reykjanesi.
3.-5. júlí
3 dagar, Strandir - brottför kl. 9.00
Ekið um Holtavörðuheiði að Brú í
Hrútafirði og þaðan til Hólmavíkur,
Drangsness og Djúpavíkur. Gjögur, Tré-
kyllisvík, Norðurfjörður, Ingólfsfj örður,
komið að Munaðarnesi og Krossneslaug.
Gömlu síldarverksmiðjurnar á Djúpavík
og Ingólfsfirði skoðaðar. Ekið um Stein-
grímsfjarðar- og Porskafjarðarheiðar,
Reykhólar, Búðardalur, um Bröttubrekku
til Borgarness og Reykjavíkur. Gist á
Hótel Djúpavík.
21.-25. júlí
5 dagar, Laugafell, Flateyjardalur, Askja,
Fjörður
- brottför kl. 8.00
Ekið um Sprengisand til Laugafells og
um Eyjafjarðardali til Akureyrar. Byggða-
safnið í Laufási, ekið um Dalsmynni
og Flateyjardal að Brettingsstöðum við
Skjálfanda. Mývatn, Herðubreiðarlindir,
Drekagil, Víti og Askja. Frá Grýtubakka
í Höfðahverfi ekið um Leirdalsheiði til
Hvalvatnsfjarðar í Fjörðum, til Grenivikur
og Akureyrar. Gist á Hótel Eddu, Akureyri,
og Stórutjörnum.
2.-6. ágúst
5 dagar, Norðurland - brottför kl. 8.00
Ekið um Kjöl til Skagastrandar og Sauðár-
króks. Frá Grettislaug á Reykjaströnd er
siglt til Drangeyjar, Málmeyjar og Hofsóss.
Vesturfarasafnið skoðað og Dómkirkjan á
Hólum í Hjaltadal. Síldarsöltun á Sigló.
Fiskidagurinn mikli á Dalvík. Á heimleið
komið við á Þingeyrum og að Kolugljúfri.
Gist á Sauðárkróki, Hólum og Dalvík.
9.-1 3. ágúst
5 dagar, Nýidalur, Drekagil, Kverkfjöll
- brottför ld. 8.00
ATH. Hluta leiðarinnar er ekið um veg-
leysur og geta langar setur verið þreytandi
þótt oft sé stoppað.
Menningar- og styrktarsjóður SPRON sá
ástæðu til að styrkja Reykjavíkurfélagið
í september sl. Jóhannes Helgason, full-
trúi framkvæmdastjórnar Spron, afhenti
styrkinn i formi Sony skjávarpa. Margrét
Margeirsdóttir varaformaður FEB í
Reykjavík og Stefanía Björnsdóttir ffam-
kvæmdastjóri tóku á móti honum.
SPRON eru hér með færðar góðar
þakkir.
Gist í svefnpokaplássi í fjallaskálum í
þrjár nætur, en fjórðu nóttina á hóteli.
Ekið sem leið liggur um Þjórsárdal og
Sprengisand til Nýjadals. Þaðan er farin
Gæsavatna- og Trölladyngjuleið til Öskju.
Þriðja daginn ekið til Hvannalinda og
Kverkfjalla og fjórða daginn til Herðu-
breiðarlinda, Mývatns og Akureyrar þar
sem gist í á Hótel Eddu (herbergi með
sérbaði).
1 4.-1 6. ágúst
3 dagar, Eldgjá, Lakagígar, Ingólfshöfði
- brottför kl. 8.00
Ekið um Þjórsárdal og Landmannal-
augar til Eldgjár og um Skaftártungu til
Kirkjubæjarklausturs. Ekið upp að Laka
og Lakagígum, í bakaleið er komið að
Fjaðrárgljúfri og síðan ekið austur að
Skaftafelli. Frá Hofsnesi er ekið í traktors-
kerru út í Ingólfshöfða og eftir þá ferð ekið
til Víkur og Reykjavíkur. Gist í Efri-Vík og
á Hótel Skaftafelli, Freysnesi.
Einnig munum við bjóða upp á margar,
fróðlegar dagsferðir sem auglýstar verða
síðar.