Listin að lifa - 01.12.2004, Blaðsíða 10
..r'-'X.
Álfasögur og dulræn
fyrirbæri undir Jökli
Undir huliðshjúpi
Guðrún hefur líka orðið vitni að undarlegum atburði, hún
kallar það álfasögu. „Þetta var á mjög annasömum júlídegi
árið 2000. Fólkið var að koma úr sleðaferð ofan af Jökli, mjög
vel heppnaðri eins og þau orðuðu það. Þetta voru Islendingar
4-5 saman, með 6-7 ára strák. Veðrið var alveg frábært,
svo að þau stoppa á niðurleið til að taka myndir. I síðasta
stoppinu, þegar þau ætla að fara aftur af stað, finna þau hvergi
barnið - og skilja ekki hvert það hafi farið. Þau kalla og hrópa
og leita að drengnum, en sjá hann ekki og fá ekkert svar.
Yfir sig hrædd keyra þau niður til okkar, vildu athuga hvort
hann hefði hlaupið niður eftir, en enginn hafði orðið var við
barnið.
Ég taldi best að senda mann upp eftir með þeim til að leita,
en þarna er mikið hraun. Sjálf var ég í viðbragðsstöðu að kalla
út hjálparsveit. Þegar þau koma upp eftir mæta þau barninu
hágrátandi á veginum. Drengurinn var mjög þreyttur og lengi
að jafna sig. Honum sagðist svo ffá að hann hefði verið hjá
fólkinu allan tímann, en þau hefðu ekki séð sig þegar þau
voru að leita og hefðu skilið sig eftir á veginum. „Af hverju
fóruð þið frá mér? Ég stóð hjá ykkur, en þið sáuð mig ekki
og heyrðuð ekki í mér.“ Þau voru alveg undrandi á þessu, en
drengurinn hafði alveg verið hulinn sjónum þeirra.
Gat á Jöklinum
Þessi álfasaga kemur frá Marvin Ingólfssyni. Guðrún kallar
hana „gat á Jöklinum“.
Marvin var að koma niður af Jökli og keyrir hægt með opinn
bílglugga. Hann var að fara þar sem holóttur vegurinn var að
koma undan snjó. Skyndilega heyrir hann eins og verið sé að
flauta. Hann stoppar, en sér engan. Þá fer hann út úr bílnum til
að athuga hvort einhver sé þarna sem þarfnast hjálpar. Hann
skyggnist um og heyrir þá mjög greinilega skæran, dillandi
krakkahlátur rétt hjá sér. Hann lítur við og heldur að hann
hljóti að sjá barnið, en sér ekki neitt. Hann fer upp á næstu
hæð og kallar, en verður ekki var við neinn. Þá fór að fara um
hann svo að hann hleypur inn í bíl og keyrir í hendingskasti
niður á Stapa.
„Marvin var mikið niðri fyrir þegar hann var að lýsa þessu
fyrir okkur,“ segir Guðrún.
Á mótum iífs og dauða
Fyrst gaf Guðrún ekkert upp um orkuna Jökulsins - eða
um dulda orku sjálfar sín, en smám saman kom ýmislegt í
ljós. Guðrún segist búa á mótum lífs og dauða, en húsið
hennar stendur á milli Dvalarheimilisins Jaðar og líkhússins
sem blasir við úr stofuglugganum. „Eitt sinn var mér gengið
inn í stofu og sé þá mörg friðarljós í höndum hvítklæddra
barna fyrir framan líkhúsið. Ég undrast mjög og velti fyrir
mér hvaða friðarganga þetta sé? Friðarljósin voru svo ótrúlega
falleg, líkt og stjörnuljós spryngju út frá þeim eða upp úr þeim.
En... þegar ég færi mig nær glugganum, hverfur allt. Á þessum
tíma stóðu uppi líkbörur manns sem var þekkt góðmenni og
ég tengi þessa sýn við hann.“
Lagði á borð fyrir tvo
I annan tíma var Guðrún að afgreiða í burstabænum
við Arnarstapa. „Þá koma inn tveir menn og annar þeirra,
útlendur ferðamaður, biður um kaffi. Ég legg á borð fyrir tvo,
en maðurinn lítur undrandi á mig. Á sama augnabliki sé ég
annan manninn hverfa inn í þann fyrri. Og verður mjög hverft
við. I huganum tengdi ég þetta við hróður mannsins, fannst að
hann væri að deyja, en auðvitað sagði ég ekkert.“