Listin að lifa - 01.12.2004, Page 38

Listin að lifa - 01.12.2004, Page 38
Sjálfræði og Rannsóknir varðandi félagslega þætti í málefnum aldraðra hér á landi hafa hingað til ekki verið margar. Þó er um griðarlega umfangs- mikinn og margslunginn málaflokk að ræða sem snertir þúsundir eldra fólks í samfélaginu. Hvernig er vitneskju okkar háttað varðandi félagslega stöðu eldra fólks í samfélaginu, hver eru viðhorf yngra fólks til hinna eldri, hver er stefna stjórnvalda varðandi þjónustu við aldr- aða, hver eru réttindi aldraðra þegar þeir flytja af heimili sínu inn á stofnun? Þannig mætti lengi spyrja. Út frá slíkum hugleiðingum ber sannarlega að fagna útkomu bókarinnar Sjálfræði og aldraðir sem kom út um mitt ár 2004, en þar er greint frá rann- sókn varðandi stöðu aldraðra á fimm öldrunarstofnunum. Höfundar eru tveir, Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent við Kennaraháskóla Islands, og Vil- hjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands. Vilhjálmur ritar fyrsta kaflann sem fjallar um sjálfræðishugtakið, merk- ingu þess og mikilvægi í ljósi aðstæðna aldraðra á vistheimilum. Þar færir hann rök fyrir því að sjálfræði sé m.a. fólgið í því, að hafa rými til athafna, þ. e. að vera laus undan yfirráðum annarra og mega lifa í samræmi við eigið gildismat. Að geta nýtt sér rýmið til athafna, það er að búa yfir andlegri hæfni til að þekkja og nýta valkosti sína. í ljósi þessa má segja að sjálfræði sé ávallt aðstæðum háð, tengt yfirráðum annarra, valkostum einstak- lingsins, vana og verðmætamati. Vilhjálmur telur að eftirfarandi þættir geti m.a. ógnað sjálfræði aldraðra á stofnunum: Viðhorf til aldraðra, forræði fagfólks, íhlutun ættingja, reglur og starfs- venjur stofnana, hópþrýstingur á stofn- unum, og öryggisleysi einstaklingsins. Varðandi síðastnefnda atriðið segir m.a.; „Skortur hérlendis á öðrum úrræðum í öldrunarþjónustu en stofnunum, elur almennt á öryggisleysi aldraðra sem sækja um að komast inn á stofnanir og eru þar aldraðir síðan - oft í andlegu öryggisleysi - þakk- látir fyrir það eitt að hafa komist inn. Þegar við bætist að samfélagið þrengir kjör þessara einstaklinga með ýmsum hætti, þá er sýnt að skásta leiðin til að tryggja afkomu sína á ævikvöldi er að afsala sér sjálffæðinu sem fylgir því að halda eigið heimili fyrir örugga stofanavist.“ Ástríður fjallar um lög um málefni aldraðra og gerir athyglisverða greiningu á þeim. Þar bendir hún á ýms atriði sem er ástæða til að vekja athygli á. Hún varpar m.a. firam þeirri spurningu hvort réttlátt sé að setja lög sem einungis eiga við um ákveðinn aldurshóp í þjóðfélaginu, þar sem skilgreining á öldruðum er út frá aldri, en ekki út frá ástandi eða þörf ein- staklingsins fyrir þjónustu. Ef hópurinn á ekkert annað sameiginlegt en aldurinn, þá leikur vafi á þvi að þarfir þeirra sem tilheyra honum, séu nógu líkar til að réttlæta sérlöggjöf. Ástríður varpar ffam þeirri spurningu hvort það geti verið að lög um aldraða feli í sér mismunun á grundvelli aldursskilgreiningar? Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu eru hjúkrunarheimili fyrir aldraða skilgreind sem sjúkrahús. Þegar einstak- lingur vistast á sjúkrahúsi þarf hann ekki að greiða fýrir dvöl eða þjónustu. Ef hins vegar einstaklingur, sem náð hefur 67 ára aldri, vistast á hjúkrunarheimili (skilgreint sem sjúkrahús) og hefur tekjur umfram ákveðna upphæð á mánuði (nú kr. 45.430) þá skal hann greiða dvalarkostnað sinn að hluta eða öllu leyti. Samkvæmt lögum um aldraða nr.125/1999 skulu þeir greiða úr eigin vasa stærri hlut af umönnun sinni en sjúklingar á öðrum sjúkrahúsum. Ein- staklingar yngri en 67 ára, sem vistast á hjúkrunarheimilum, þurfa ekki að greiða úr eigin vasa. Svipaðar reglur gilda um dvalar- heimili aldraðra (sem eru ekki skilgreind sem sjúkrahús). Þegar einstaklingur sem náð hefur 67 ára aldri og því skilgreindur sem aldraður samkv. lögum, vistast á dvalarheimili, missir hann oft að mestu eða öllu leyti fjárhagslegt sjálfstæði. Þetta á sérstaklega við um þá sem hafa Iítið annað sér til framfæris en ellilífeyri og tengdar bætur ffá Tryggingastofnun ríkisins. í lögum um málefni aldraðra segir í 21. gr.: „Lífeyrir samkv. lögum um almannatryggingar og bœturhonum tengdar til vistmanna sem eru á dvalar- heimilum, fellur niður frá fyrsta degi ncesta mánaðar eftir upphaf dvalar. “ Ellilífeyrir og bætur ganga beint til stofh- unarinnar, án þess að vistmaðurinn hafi nokkuð um það að segja. Við þetta má bæta að í lögum um almannatryggingar er heimild til að greiða vistmanni á öldr- unarstofhunum svonefhda vasapeninga sem er mismunandi upphæð á mánuði og fer eftir tekjum einstaklingsins. Spyrja má hvort hér sé um eins konar ölmusu að ræða þegar búið er að taka af honum lífeyri og bætur. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að stangast á við hugmyndafræði um sjálfræði aldraðra á stofnunum. Meginhluti bókarinnar Sjálfræði og aldraðir fjallar um könnun sem gerð var á fimm hjúkrunarheimilum árið 1999. Bókin skiptist annars vegar í könnun á viðhorfum vistmanna, hins vegar könnun á viðhorfum starfsmanna á sömu vistheim- ilum til sjálfræðis aldraðra. í rannsókninni varðandi vistmenn á hjúkrunarheimilum tóku þátt 164 einstaklingar, þar af 111 konur og 53 karlar. Saminn var ítarlegur spurningalisti sem lagður var fýrir þátttakendur í því skyni að fá fram viðhorf þeirra til stofn- anadvalarinnar. Hér er ekki ætlunin að skýra frá hinum viðamikla spurningalista, þó skulu aðeins nefnd örfá dæmi. Spurt var t.d. hvort vistmenn réðu sjálfir sínum fótaferðartíma og háttatíma. Hvort þeir réðu sjálfir hvenær þeir færu í bað. Hvort þeir gætu haft áhrif á umhverfi og útlit vistarvera sinna. Hvort þeir gætu ráðið einhverju um matmálstíma og hvaða maturværi áboðstólum. Þá var spurt um fjármál vistmanna og kom í ljós að 24, 6% höfðu til ráðstöfunar á mánuði einungis 1.600.00 - 10.000

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.