Listin að lifa - 01.06.2006, Page 4

Listin að lifa - 01.06.2006, Page 4
Málflutningur stjórnarþing- manna markast nánast af mannfyrirlitningu Félög eldri borgara í Suðvesturkjördæmi standa fyrir árlegum kjaramálafundum með þingmönnum sínum - aðeins tveir stjórnarþingmenn mættu nú í febrúar. Á kjaramálafundinum 22. janúar 2005, sem haldinn var með þingmönnum Suðvesturkjördæmis á vegum félaga eldri borgara í kjördæminu, kom í ljós sá gríðarlegi munur á túlkun laga og reglna varðandi kjör og réttindi eldri borgara í landinu. Ennfremur kom berlega fram að þingmenn, einkum stjórnarþing- menn, virðast alls ekki gera sér grein fyrir hvar skóinn kreppir. Skelfilegt var að hlusta á stjórnarþingmenn halda því fram, að verulegar kjarabætur til eldri borgara væru fólgnar í væntanlegri niðurfellingu eignaskatts og „erfðafjárskatts" (hvernig getur nið- urfelling erfðafjárskatts komið öldruðum til góða?) þegar ljóst er að um 11.000 ellilífeyrisþegar hafa um 80,000.- krónur á mánuði í framfærslulífeyri, langt undir viðurkenndum framfærslukostn- aði einstaklings! Stjórnarþingmenn virtust ekki hafa minnstu áhyggjur af þessu. Hvað varðar hjón, þá er ekki litið á þau sem einstaklinga. Hjón fá því skertan lífeyri frá tryggingum. Þegar annað hjóna eða bæði hafa einhverjar tekjur geta tryggingar fallið alveg niður. Af þessu má sjá, hve nauðsynlegt er að skipuð verði þverpóli- tísk nefnd, með fullri aðild samtaka eldri borgara, til að fara yfir þau lög og reglur sem varða aldraða. Nefndin geri sérstaka úttekt á því, hvar viðkomandi lög og reglur beinlínis skarast og komi jafnframt með raunhæfar tillögur til kjarabóta í formi grunnlíf- eyris og lækkun jaðarskatta. Einnig er brýn nauðsyn á því að tekið verði án tafar á hinum geigvænlegu biðlistum varðandi hjúkrunarheimilisvist svo og heil- brigðisþjónustu. Núverandi kerfi er alltof flókið og gefur tilefni til þess að ráðuneyti vísi hvert á annað svo og sveitarfélög. Skýrari línur vantar um það, hvað tilheyri hverjum málaflokki fýrir sig. Sérstaklega skal bent á þau óljósu mörk, sem víða eru á milli verk- efna sveitarfélaga og ríkis varðandi ýmsa stoðþjónustu við eldri borgara. Stefna skal að því að aldraðir geti sem lengst búið í eigin húsnæði, og fái þangað nauðsynlega þjónustu, en ekki einblínt á að loka aldraða inn á stofhunum og svifta þá fjárræði. Grunnurinn að góðu ævikvöldi er að geta búið við fjárhags- Iegt öryggi og góða heilbrigðisþjónustu - sagði ég fyrir rúmu ári, en hvað hefur gerst síðan? Á fjölmennum þingmannafundi Suðvesturkjördæmis, sem haldinn var í Hamraborg í Hafnarfirði 25. febrúar sl., mættu aðeins tveir stjórnarþingmenn, þau Árni Matthiesen fjármála- ráðherra og Sif Friðleifsdóttir. Efdrtaldir þingmenn Suðvesturkjördæmis voru boðaðir á fúndinn: Árni M. Mathiesen 1. þm. Sjálfstfl. fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson 11. þm. Sjálfstfl. Gunnar Birgisson 3. þm. Sjálfstfl. Gunnar Örlygsson 10. þm. Sjálfstfl. Katrín Júlíusdóttir 7. þm. Samf. Rannveig Guðmundsd. 2. þm. Samf. 1. varaforseti Sigríður A. Þórðard. 6. þm. Sjálfstfl. umhverfisráðherra ráðherra norrænna samstarfsmála Sif Friðleifsdóttir 5. þm. Framsfl. Valdimar L. Friðriks. 9. þm. Samf. Ögmundur Jónasson 9. þm. Vinstri-gr. formaður þingflokks Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra afsak- aði fjarveru sína með því að hún væri að sinna störfum erlendis. Afar athyglisvert að 2 af 6 stjórnarþingmönnum skuli telja það einhvers vert að mæta. Frá stjórnarandsöðu mættu: Guðjón Arnar Kristjánsson, Valdimar Leó Friðriksson, Katrín Júlíusdóttir og Sigurlín Margrét Sigurðardóttir. Á fundinum reyndi Árni Matthiesen fjármálaráðherra að sannfæra fundarmenn um að skattar hefðu lækkað, með því að varpa upp litskreyttum línuritum við lítinn fögnuð viðstaddra. Enn var höggvið í sama knérunn - að rangtúlka niðurstöður og segja hálfan sannleika, þegar það er borðliggjandi staðreynd að skattar á eldri borgara hafa hækkað, einkum á þá sem verða aðal- lega að treysta á framfærslu frá lífeyrissjóðum og TR. Stjórnvöld virðast hafa lítinn áhuga á því að losa fjölmarga eldri borgara úr fjötrum fátæktargildrunnar, sem því miður er hér viðloðandi - öllum þeim sem stjórna þessum málum til stórskammar. Enn eru sömu málin í brennidepli, sem áhersla var lögð á fyrir ári síðan og raunar mikið lengur af hendi eldri borgara. Lítið sem ekkert hefur gerst! Karl Gústaf Ásgrímsson, formaður FEB Kópavogi, og Helgi K. Hjálmsson, formaður FEB Garðabæ, voru harðorðir í garð stjórnvalda. í málflutningi þeirra kom fram að frumskilyrði þess að eitthvað gerist í málefnum aldraðra væri - að stjórnvöld við- urkenndu að eitthvað væri að sem yrði að laga. Það er dagurinn í dag sem gildir, ekki einhverjar lausnir eftir mörg ár. Eins og á fyrri fundum skiptist málflutningur stjórnarþing- manna og stjórnarandstöðu algjörlega í tvö horn. Því miður er ljóst að túlkun á vandamálum eldri borgara er mjög ólík. Talsmenn ríkisstjórnarinnar virðast steinblindir á vandamálin, og þeirra viðhorf og málflutningur markast oft á tíðum nánast af mannfyrirlitningu. Krafa eldri borgara er alveg kristaltœr en hún er m.a.: Hækkun grunnlífeyris og afnám tekjutenginga núna strax. Jafinffamt þessu verði lög og reglur um málefni eldri borgara endurskoðuð svo og Tryggingastofnun. Að TR fari að starfa þannig að venjulegt fólk skilji réttarstöðu sína. Að hætt verði að brjóta mannréttindi á ellilífeyrisþegum. Síðast en ekki síst að þeir fái það sem þeim réttilega ber að fá til ffamfærslu. Helgi K. Hjálmsson, varaformaður LEB

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.