Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 8

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 8
Frá Reykjum getum við þrammað úr Reykjahverfinu upp yfir Skammadal, dálítinn slakka milli Helgafells að vestan en Æsustaðafjalls að austan. Parna áttu búhyggnir Reykvíkingar dálitla kartöflu- garða og verkfæraskúra - suma dándisfína - um áratugi, og eiga sumir enn. Þegar upp kemur á slakkann blasir Mosfellið sjálft við okkur og samnefndur bær með alla sína sögu og þá ekki síst Egils Skallagrímssonar forföður okkar flestra. (Samkvæmt Islendingabók er ég 27. liður frá honum, konan mín 26. liður. Hvað með þig, lesandi góður?) Allir muna eftir silfrinu hans sem á að vera grafið á góðum stað í Mosfellsbæ og flestir halda að sé ein- hvers staðar í landi Mosfells. Samt veðja menn frekar á gull í Mosfellssbæ um þessar mundir og nú er rétt eina ferðina verið að grafa eftir því í árgilinu milli Búrfells og bæjarins Þormóðsdals. Maður, sem ég hitti á förnum vegi um daginn, sagði mér kampakátur að nú loks væri þetta farið að ganga og nefndi tölur til sanninda um að þar væri nóg gull til að það borgaði sig að vinna það - en ég kýs frekar að trúa á silfrið Egils enn um sinn. Nokkru austar er svo Laxnesið sem Halldór Guðjónsson kenndi sig við og gerði þar með ódauðlegt - í landsuður frá Laxnessbænum Gljúfrasteinninn þar sem hann reisti sér hús og bjó og nú er orðið að safni. Ofar í brekkunni er bærinn Seljabrekka og erum við nú komin lang- Brúarland - menningarsetur Mosfellssveitar í áratugi. Fyrsti hlutinn byggður 1922, næsti 1928 og sá síðari 1950. Þar var barnaskóli og unglingaskóli og síðar tónlistarskóli; þar var samkomuhús sveitarinnar og þar bjó fjöldi fólks. Hlutverk Brúarlands hefur heldur rýrnað, en enn er það aðsetur Karlakórsins Stefnis og þar hefur Kvenfélag Lágafellssóknar aðsetur sitt. fyrst borað eftir heitu vatni í landi Suður- Reykja í því skyni að leiða það til Reykja- víkur til upphitunar húsa þar. Þegar stríðið skall á var svo langt komið að búið var að steypa hitaveitustokk sem þó stóð tómur og loklaus framan af stríðsárunum og var gjarnan notaður fyrir gangbraut, enda slétt- ur og góður í botninn. Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, kom í heimsókn til íslands 1941. Meðal annars var farið með hann að Reykjum þar sem hann stakk fingri í hver til að mæla hita vatnsins og hafði af gefnu tilefni traf um puttann það sem eftir lifði dvalar hérlendis. Honum hefur verið ekið meiri hluta leiðarinnar meðfram hitaveitustokknum, en í ævisögu sinni getur hann þess að hann hafi bent íslendingum á að hagkvæmt myndi vera að leiða heita vatnið í hús til upphitunar. „Mér er það gleðiefni að því hefur nú verið hrundið í framkvæmd," segir hann þar borginmannlegur. Þar má við bæta að árið 1943 var stokkurinn fullgerður og lokaður og vatnið farið að streyma til Reykjavíkur - og gangvegurinn kominn ofan á hann, fýrsti upphitaði gangstígurinn á landinu. Stefáni vini sínum árið 1913 og ræktaði þar fyrstu tómata sem vitað er að hafi vaxið úr íslenskum jarðvegi. Stefán seldi jörðina Guðmundi Jónssyni og Bjarna Ásgeirssyni sem reistu á Reykjum fyrsta gróðurhús á íslandi. Það var 1923. Heiðurinn af þeirri hugmynd gáfu þeir þó Johannesi Boeskov hinum danska sem var vinnumaður hjá þeim á Reykjum en hreifst af möguleikum jarð- Reykjabændur fyrstir með margt Stefán B. Jónsson bóndi á Reykjum leiddi fyrstur manna - líklega í heiminum öllum - heitt vatn inn í bæjarhús til upp- hitunar. Það var árið 1908. Á Reykjum var líka gerð tilraun með ylrækt með því að refta yfir hveralækina og leggja vermireiti þar ofan á. Það gerði Oskar Halldórsson (Islandsbersi) sem féklc aðstöðuna hjá Álafosslaug; Húsið fremst á myndinni, með þrjá glugga á stafni, var fyrsta hús á íslandi sem byggt var sem sundhöll. Það gerði Sigurjón á Álafossi á fjórða áratug liðinnar aldar. Langt er síðan vatninu var hleypt úr lauginni og nú er þar hljóðupptökustúdíó. hitans. Þetta fýrsta gróðurhús á Islandi var um 20 fermetrar að stærð. Þar voru rækt- leiðina UPP á Mosfellsheiði þangað sem uð bæði blóm og matjurtir. Boeskov fékk einu sinni stóðu Svanastaðir og voru um svo skika úr jörðinni og reisti Blómvang, tíma veitingastaður; síðan halda margir fyrstu gróðrarstöð á íslandi, nýbýli til þess að Leirvogsvatn heiti Svanavatn. Og enn eins að rækta blóm og matjurtir. erum við 1 Mosfellsbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.