Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 12

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 12
Elskendur í sextíu ár Sigsteinn Pálsson er fæddur á Tungu í Fáskrúðsfirði, kom þrítugur í Mosfellssveitina, giftist heimasætunni á Blikastöðum og gerðist stórbóndi í nágrenni Reykjavíkur. Blikastaðahjónin, Sigsteinn Pálsson og Helga Magnús- dóttir, voru þekkt forystufólk í samfélaginu. Helga var mikil félagsmálakona og sterkur stjórnandi, Sigsteinn hreppstjóri, formaður sóknarnefndar og einn af stofnendum Lionsklúbbs Kjalnesþings. Blikastaðir þóttu mikið myndarbýli, gjarnan sýnt fyrirfólki sem sótti Island heim. Gestabók Blikastaðahjóna geymir söguna, þar má til dæmis sjá nafnið Lady Bird Johnson sem síðar varð forsetafrú Bandaríkjanna. Sigsteinn og Helga lögðu mikinn metnað í að rækta jörðina og komu upp einu stærsta kúabúi landsins, en allt tekur breyt- ingum. Brátt fer ræktuð bújörð að hverfa undir íbúðabyggð og heimasætan á Blikastöðum horfin yfir móðuna miklu. Helga lést árið 1999, þá 93ja ára, en Sigsteinn á 101 æviár að baki - og er nú elsti íbúi Mosfellsbæjar. Pegar ungi öldungurinn Sigsteinn er spurður, hvað hafi verið hans mesta lán í lífinu, segir hann: „Helga var gæfa lífs míns. Við vorum elskendur í sextíu ár.“ Klukkan tíu að morgni var spurt um þennan 101 árs mann á Dvalarheimilinu Hlaðhömrum. Svörin sýndu að Sigsteinn lét aldurinn ekki hefta sig. „Hann gæti verið niðri í kaffistofu. Hann gæti verið í líkams- ræktinni.111 ljós kom að Sigsteinn sat inni í stofu hjá sér. Heyrnin er farin að gefa sig, en augun leiftruðu á móti gestinum. Sama hvað spurt var um, hann mundi öll nöfn. „Þú ert frá Ási í Fáskrúðsfirði, dóttir Ragnheiðar Björgvinsdóttur. Það var mikil vinátta á milli Ásheimilisins og Tungu, þar bar aldrei skugga á.“ Stelpan frá Ási man óljóst eftir hvítskeggjuðum öldungi, síbrosandi með spaugsyrði á vörum. Þetta var Páll í Tungu, faðir Sigsteins, fallegur gamall maður sem náði 96 ára aldri. Á þeim árum þótti mjög merkilegt að ná svo háum aldri. Er langt síðan þú fórst austur f „Eg fór austur í haust til að fara í gegnum göngin. Þau voru opnuð 9. september, en ég keyrði í gegnum þau daginn eftir. Trúlega er þetta rnín síðasta ferð austur til Fáskrúðsfjarðar, en hún var góð. Sterkar taugar liggja til þess staðar þar sem maður eyðir ungdómsárunum, og oft er ég búinn að fara á æskuslóð- irnar. Eg saknaði fjallanna fyrst, en nú þykir mér afar vænt um Mosfellssveitina mína. Hvað vildirðu nú helst verða þegar þú varst að alast upp fyrir austan ? „Sem ungling langaði mig mest til að verða bakari eða klæð- skeri. Eg ólst upp i kvennaskaranum með systrum mínum, bræður mínir voru allir eldri. Jónína Benediktsdóttir frá Geirólfsstöðum í Skriðdal var heimiliskennari hjá okkur og kenndi systrum mínum að sauma og baka. Eg gekk á eftir mömmu til að fá tau- pjötlur til að sauma úr, eins og stelpurnar. Ég var allur í kvenna- verkunum.“ Erfiðast í lífinu: „Ég hef liðið fyrir menntunarskort. Ég sótti um Eiðaskóla á sínum tíma, en komst ekki inn, það voru mikil von- brigði. I unglingaskóla á Norðfirði fór ég og dvaldi þar á góðu heimili. Þá snerist hugur minn frá kvennaverkum til landbúnaðar- starfa. Heima fór ég svo að hjálpa Gunnari bróður að koma undir sig fótunum. Hann var þá að taka við búskap í Tungu. Pabbi vildi hafa mig heima, hann vildi halda okkur systkinunum heima að 1S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.