Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 14

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 14
Heyskapur á Blikastaðatúninu. Trúlega situr Magnús Þorlákur Sigsteinsson þarna við stjórn á traktornum. ár, þar af formaður síðustu 5 árin. Já, svo var ég einn af stofn- endum Lionsfélags Kjalarnesþings sem stóð fyrir byggingu elsta hússins hér á Hlaðhömrum. Þetta heiðurskjal fékk ég sent frá Alheimsreglunni á 100 ára afmælinu." Sigsteinn bendir á inn- rammaða viðurkenningu fyrir frumherjastarfið. „Helga fékk ótal viðurkenningar fyrir sin störf eins og gullmerki Húsmœðrafélagasambands Sviþjóðar. Kvenfélagasamband íslands gerði hana að heiðursfélaga. Hún var formaður KFSÍ í 8 ár sem þótti mikill vegsauki og tímafrek vinna, en sagði starfinu lausu um svipað leyti og við hættum búskap og höfðum rýmri tíma. Hvers vegna ? Þvi svaraði Helga þannig: „Ég veit að Sigríður Thorlacius er tilbúin að taka við af mér núna, en kannski ekki eftir fjögur ár. Formennskan er í góðum höndum hjá Sigríði." Svona var Helga, hugsaði meira um starfið og framtíðina, en embættisframa fyrir sjálfa sig. Hún var svo full- komin,“ segir Sigsteinn meira við sjálfan sig. Blikastaðahjónin eignuðust tvö börn, Magnús Þorlák, bú- fræðikandidat frá Ási í Noregi, sem starfar hjá Bændasamtökum Islands og Elínborgu Kristínu sem er menntuð kennari. Þau búa bæði með fjölskyldum sínum á Blikastöðum. Helga var vel menntuð úr Kvennaskólanum í Reykjavík og verslunarskóla í Kaupmannahöfn. Sigsteinn segir að í Danmörku hafi henni opnast sjóndeildarhringurinn. Sjálfur fór hann ekki út fyrir landsteinana fyrr en síðar. „Á seinni árum fórum við bæði til Gyðingalands, Ameríku og Kanada. Vorum við vígslu á heimili Stephans G. Stephanssonar. Eyjan úti fyrir Vancouver er gróðurríkasta svæði sem ég hef komið á. Þar ilmaði allt og angaði, komst næst paradís á jörð. Fórum líka um Norðurlöndin og Mið-Evrópu. Ég var latur að skrifa um þessa heimshluta, en keypti hluti til minningar um veruna á hverjum stað. Á hverjum morgni þurrka ég mér um andlitið á handklæði sem ég keypti á fögrum stað.“ Hvað viltu segja um Mosfellssveitina sem er óðum að breytast i stóran bce ? „Þetta er ákaflega glæsilegt bæjarstæði. Skammt á milli fjalls og fjöru. Stutt niður i fjöru og stutt upp í Lágafell. Mér sýnist allt stefna í að byggðirnar vaxi saman. Reykjavík, Seltjarnarnes og Mosfellsbær. Samruni hlýtur að eiga sér stað í næstu framtíð." Hvað hefurðu lcert mest áþessum 101 ceviárii „Reynsla lífsins hefur kennt mér mest, meðal annars hve mikilsvert er að kunna að umgangast samferðafólkið." Eitthvað sem þú vilt koma á framfceri við yngri kyn- slóðir? „Það er nú margt, eins og hófsemi, reglusemi, iðni og sparsemi. Umfram allt að mennta sig vel fyrir lífið, sem er svo auðvelt nú til dags.“ Hverju þakkarðu langlífiþitt? „Eg ætlaði mér aldrei að verða 100 ára. Ég er ekki sterk- byggður maður. Sjáðu bara þessi grönnu bein!“ Sigsteinn brettir upp ermina og sýnir grannan armlegg. „Manstu eftir Geststaðabrceðrum? (Geststaðir eru næsti bær við Tungu í Fáskrúðsfirði). Þeir voru sérstaklega sterkbyggðir menn, en urðu ekki langlífir. Ég held að langlífi leggist í ættir. Jón Pálsson, langafi minn í föðurætt, varð 100 ára sem þótti sér- stakt á þeim árum. Pabbi varð 96 ára og við systkinin höfum öll náð háum aldri. Nú um helgina er verið að jarða yngstu systur mína, Unni, sem var bóndakona í Borgarfirði. Þá er ég einn eftir- lifandi af fjórtán systkinum. Afhverju er égkominnyfir 100 ár?Sigurbjörg systir mín dó á fermingaraldri og móðir mín syrgði hana alla ævi. Af hverju dó hún svona ung? Af hverju er ég orðinn svona gamall? Svona lífs- gátum getur enginn svarað. Ég hef lifað ákaflega farsælu lífi - og er þakklátur forsjóninni fyrir það sem hún hefur úthlutað mér. Maður verður að taka því sem að manni er rétt. Heiðursskjal frá alheimsreglu Lionsfélaga er innrammað á hillunni hjá Sigsteini. Skjalið fékk hann í tilefni af 100 ára afmælinu. Trúirðu á Guð? „Ég trúi á hið góða og almættið. Mannskepnunni er áskapað að trúa á eitthvað. Það sýna sig öll átökin í heiminum út af trúnni." Hvernig liturðu á dauðann ? „Ég hef oft hugsað um hvað taki við, en þori hvorki að játa né neita neinu um framhaldslífið. Mig langar að hitta Helgu mína, en er reiðubúinn að taka því sem að höndum ber,“ segir þessi 101 árs unglingur í andanum. O.Sv.B.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.