Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 16

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 16
Austfirskir tónlist- arstraumar frá bræðrunum Lárusi og Birgi mótuðu tónlistarlífið í Mosfellsbse Mosfellsbær er oft nefndur kórabærinn. Hér starfa fleiri kórar á hvert mannsbarn en í öðrum bæjum á íslandi. Austfirskir tónlistarstraumar hafa blásið um sveitina síðan bræðurnir Lárus og Birgir Sveinssynir ffá Norðfirði festu hér rætur og fluttu með sér mikið tónlistarlíf. Birgir var kennari og skólastjóri Varmárskóla í 40 ár, stofn- aði Skólahljómsveit Mosfellsbæjar og stóð ásamt öðrum að stofnun Tónlistarskóla Mosfellsbæjar. Lárus helgaði tónlistarlíf- inu í Mosfellsbæ allar frístundir sínar frá Sinfóníunni, æfði kóra og kenndi á blásturshljóðfæri. Hann lést árið 2000. Birgir hætti sem skólastjóri um aldamótin, en er enn á fullu í hliðarstarfi sínu - að æfa Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Fagurt sjónarsvið opnast þegar komið er að einbýlishúsi hjónanna Birgis Sveinssonar og Jórunnar Arnadóttur. Esjan er svipmeiri héðan en séð frá Reykjavík og Helgafellið skiptir fallega litum. Hlýlegt umhverfi með miklum trjágróðri. Birgir og Jórunn eru líka með fyrstu frumbyggjum í nýjum bæ. Útsýnið er ekki síðra þegar sest er við „ömmuborðið að austan" í stofunni. Yfir kaffibolla og spjalli er gaman að skynja menningaráhrif yfir listrænu heimili, þar fléttast ættargripir saman við klassísk húsgögn og málverk. Athygli vekja austfirskir steinar, gömul hljóðfæri og fagrir listmunir frá Italíu. Birgir sýnir myndir af lúðrasveit og danshljómsveit Norðfjarðar sem þeir bræður léku í. Og minningar æskuáranna vakna hjá austfirskri konu sem dansaði ósjaldan undir tónum bræðranna, bergmál þess tíma þegar uppspretta skemmtanalífs- ins kom frá fólkinu sjálfu. Fjarðarböllin voru eftirsótt, enda stór félagslegur vettvangur unga fólksins á Austfjörðum. „Já, ásókn var mikil í góða dansmúsik og félagslífið geysilega öflugt. Tónlist og leiklist spruttu upp úr stúkustarfi og íþrótta- starfsemi. Kirkjuorganistinn, Sigdór Brekkan, kenndi mörgum. Og harmonikkan var vinsæl. Á þessum tíma voru að koma fram yngri menn eins og Svavar Lárusson, Höskuldur Stefánsson og fleiri. Þeir fóru í tónlistarnám og fluttu heim nýjan tón sem aðal- lega snerist um danstónlist. Birgir í glerskálanum við gömlu hljóðfærin sem hanga þar sem vegg- skraut. Segja má að tónlistarsprengja hafi orðið á Norðfirði, þegar Haraldur Guðmundsson prentari flutti þangað 1953. Hann var mikil driffjöður og margir byrjuðu að blása í lúðra hjá honum. Stofnuð var danshljómsveit og lúðrasveit, svo og tónlistarskóli. Lárus bróðir var sá fyrsti sem fór í lengra tónlistarnám. Svo vel bjó hann að tónlistinni að heiman, að hann þurfti aðeins að læra hluta úr vetri í Reykjavík, þá var hann tilbúinn í framhaldsnám í Vínarborg. Ég fór í skóla til Vestmannaeyja og lærði hjá Oddgeiri Kristjánssyni sem tók mig í tíma heim til sín. Það var stór- kostlegt að fá að læra hjá slíkum snillingi og öndvegismanni. Félagslífið heima kenndi mér líka mikið. Strax á fyrsta vetri í Kennaraskólanum fann ég, hvað ég var með góða undirstöðu- menntun. Þjóðdansasýning var sett upp og ég kunni dansana. Sama var að segja um íþróttir og tónmennt. Þeir stóðu sig vel kennararnir heima.“ Hvers vegna var Mosfellssveitin fyrir valinu hjá Austfirðingti „Ætli það hafi ekki verið íbúðin í Brúarlandsskóla," segir Birgir kímileitur, „þar byrjaði ég sem íþróttakennari, en tvær kennara- íbúðir voru i húsinu. Ég útskrifaðist úr kennaraskólanum 1960 og hingað fluttum við sama ár. Þá var hér hrein sveit, um 600 manna byggðarlag. Reykjalundur og Álafoss voru stærstu vinnustaðirnir. Fyrstu árin vann ég á Reykjalundi í sumarvinnu með skólakrakk- ana við að halda umhverfinu snyrtilegu. Þá var Reykjalundur eins og stór sveitabær, með gróðurhús og garðyrkju. Brúarland á sér langa sögu eða frá 1923. Þetta er fyrsta skólahúsið í sveitinni og var um leið samkomuhús Mosfellinga. Þar var símstöðin og stöðugur straumur sveitunga um húsið. Varmárskóli var byggður 1961-62, skammt frá bænum Varmá, og Gagnfræðaskólinn reis skörnmu síðar. Þetta voru stórar og rúmgóðar glæsibyggingar, ekki veitti af, því að á áttunda ára- tugnum fór íbúum að fjölga svo um munaði. Á níunda áratugnum voru báðir skólarnir stækkaðir með myndarlegum viðbyggingum, en segja má að bæjaryfirvöld hafi varla haft undan að byggja nýja skóla, svo ör er íbúafjölgunin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.