Listin að lifa - 01.06.2006, Page 17
Frá Lúðrasveit Neskaupsstaðar bárust sterkir tónlistarstraumar. Á myndinni má sjá bræðurna, Lárus og Birgi kornunga, upprennandi tónlistarmenn.
Hvernig var tónlistarlífið i Mosfellssveit 1960?
„Það var ekki mikið. Þá var bara kirkjukórinn hérna, starf-
semi Karlakórsins Stefnis lá niðri og aðeins fáir krakkar sóttu
tónlistarnám til Reykjavíkur. Ég stofnaði fljótlega skólahljóm-
sveitina, enda hafði tónlistin alltaf verið áhugamál hjá mér,
þótt ég liti fyrst og fremst á mig sem kennara. Lárus kemur
síðan heim með fagmennskuna eftir sex ára nám í trompetleik
í Vínarborg og ákvað fljótlega að setja sig hér niður. Hann fór að
kenna við skólahljómsveitina og vann hér alltaf utan verkefna
við Sinfóníuna.
Á þjóðhátíðinni 1974 stjórnaði Lárus kór og hljómsveit á
hátíðarsamkomu. Eftir það fór boltinn að rúlla. Stefnir var vak-
inn úr dvala og starf hans blómstraði mjög á næstu árum. Öflugir
tónlistarmenn komu úr liði karlakórsins og stofnuðu fleiri kóra
eins og Álafosskórinn, Reykjalundarkórinn og Mosfellskórinn.
Svo eru barnakórar í báðum skólunum, kirkjukór og Vorboðarnir,
kór eldri borgara.
Skólahljómsveitin er nú 42 ára. Ég er núna í hlutastarfi að
æfa krakkana, en er að draga mig út, hægt og hljótt. Ég kallaði til
gamlan nemanda, Daða Þór Einarsson, sem nú stýrir starfi hljóm-
sveitarinnar. Það eru ekki kennarar og tónlistarmenn á hverju
strái sem hafa vilja og getu til að taka að sér að stýra starfi nær
140 ungmenna. Starfslokin eru kafli út af fyrir sig og gott að geta
ráðið þeim að nokkru sjálfur. Ég kaus að hætta í starfi skólastjóra
Varmárskóla eftir 40 ára starf sem kennari og skólastjóri."
Undirstaðan ffá Norðfirði er alltaf til staðar hjá Birgi.
Hann er enn á fullu í íþróttum, söng í sextán ár í karlakórnum
Stefni, en hefur aldrei haft tíma til að taka þátt í klúbbastarfi.
Skólahljómsveitin verður líka alltaf hluti af lífi hans. í sumar fyr-
irhugar hann sína sjöundu tónlistarferð með skólahljómsveitina
til Bologna á Ítalíu.
Itölsk áhrif svífa héryfir heimilinu, Birgir.
„Já, það er ekki undarlegt. Ég dvaldi með fjölskylduna í tíu
sumur úti á Italíu, vann þar við að taka á móti íslenskum ferða-
mönnum í strandbænum Lignano. Við eigum marga góða vini á
Ítalíu sem eru góðir heim að sækja. í sumar munu um 40 félagar
úr Skólahljómsveitinni dvelja í vikutíma á ítölskum heimilum. Þá
vikuna njótum við leiðsagnar heimamanna um borgirnar: Bologna,
Parma, Flórens og Pisa, spilum einnig tónleika á þessum stöðum.
I júlí kemur svo 70 manna hópur frá Italíu sem verða gestir
okkar hér í Mosfellsbæ. Við munum þá kappkosta að sýna þeim
bæinn okkar og eins mikið af íslandi og hægt er á vikutíma."
Þú hefur líka verið fararstjóri í Mosfellsbce á sumrin.
„Já, það er gaman að sýna Mosfellshæ sem fólk þekkir almennt
ekki. Margir hafa sagt við mig á eftir að þeir hefðu alls ekki gert
sér grein fyrir þessum fallega bæ. Fólk brunar hér í gegn á hraðri
leið út úr höfuðborginni, en með tilkomu Sundabrautar minnkar
umferðin í gegnum bæinn sem betur fer.
Landbyggðarfólkið flytur mikið hingað, vill gjarnan setjast
að í jaðarbæjum Reykjavíkur. Ég skynjaði vel fólksflutningana
utan af landi á skólastjóraárunum, þegar foreldrar voru að
Þarna tekur Birgir lagið fyrir Mosfellinga við brennuna eitt gamla-
árskvöldið.
koma með börnin í skólann. Nú er mest byggt í landi Blikastaða
og Krikabyggð, og verið að undirbúa lóðir við Helgafell og
Leirvogstungu. Bærinn er að byggjast upp í litlum einingum."