Listin að lifa - 01.06.2006, Side 26
Framtíðarsýn í umönnun
aldraðra
Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir, telur skort á
hjúkrunarrýmum á íslandi vera meðal annars fólginn í misjafnri
dreifingu þeirra milli sveitarfélaga. Hann tiltekur þrjá meginþætti
sem gætu breytt þessu til betri vegar - og segir brýna þörf á
nýrri hugmyndafræði gagnvart eldra fólki.
Málefhi aldraðra hafa verið mikið í þjóðmálaumræðunni
undanfarnar vikur og mánuði, og kannski ekki að
undra, kosningar í nánd, og atkvæði eldra fólks og
aðstandenda þeirra geta vigtað þungt í vor.
Er skortur á hjúkrunarrýmum?
Mikið hefur verið rætt um skort á hjúkrunarrýmum og einnig
kvartað undan úrræðaleysi í heimahjúkrun og heimaþjónustu.
En hver er vandinn í raun? Er það rétt að á Islandi vanti fleiri
hjúkrunarrými, á sama tíma og það er staðreynd að hér eru fleiri
rými á hverja 1000 íbúa en á nokkru hinna Norðurlandanna?
Hluti vandans liggur klárlega í því að dreifing hjúkrunarrýma
milli sveitarfélaga og svæða endurspeglar ekki þörfina. A sumum
svæðum eru mun fieiri hjúkrunarrými en ætti að þurfa, en á
öðrum svæðum alltof fá. Á Vesturlandi eru t.d. til hjúkrunar-
eða dvalarrými fyrir 60% þeirra sem eru 80 ára og eldri, en í
Kópavogi eru aðeins rými fyrir 20% af sama aldurshópi. Þannig
má segja að 80 ára Kópavogsbúi á jafn góðan möguleika á að fá
Söludeild TM
Árangurstengd
kvöldvinna
Tryggingamiðstöóin auglýsir eftir þjónustulipru
fólki til starfa við úthringingar.
Vinnutími er þriðjudaga - fimmtudaga frá kl. 18:00 - 21:00.
Greitt er tímakaup fyrir hverja unna klukkustund auk
árangurstengdra greiðslna.
Umsækjendur skulu vera að lágmarki 20 ára en einstaklingar
um og yfir fimmtugt eru sérstaklega hvattir til að sækja um.
Áhugasamir eru beðnir að senda umsóknir til
I Tryggingamiðstöðvarinnar, Aðalstræti 6,101 Reykjavík eða
| á tölvupóstfangið solveig@tmhf.is
I Nánari upplýsingar veitir Sólveig Hjaltadóttir,
| deildarstjóri söludeildar TM, s: 515 2000.
TRYCGINGAMIÐSTÖÐIN / S(mi 515 2000 /
tm@tryggingamidstodin.is / www.tryggingamidstodin.is
stofnanapláss og 68 ára Vestlendingur. Ástæður þessa liggja ann-
ars vegar í mannfjöldaþróun sem ekki var fyllilega fyrirséð, hins
vegar mismunandi áherslum á þjónustu í þéttbýli og dreifbýli.
Ekki má heldur gleyma því að áherslur sveitarfélaga í öldrunar-
þjónustu eru mismunandi.
Hvernig á að bregðast við?
Lítum á nokkrar staðreyndir. Á höfuðborgarsvæðinu, Kjalarnesi
í vestri til Hafnarfjarðar í suðri, eru rétt tæp 1500 hjúkrunar-
rými fýrir aldraða, auk um 350 dvalarrýma. Meðaldvalarlengd
í hverju hjúkrunarrými er tæp 3 ár. Þannig losna á svæðinu um
500 hjúkrunarpláss á ári, eða rúmlega 40 á mánuði. Á biðlistum
eftir hjúkrunarrými á svæðinu eru um 400 manns, svo að biðin
eftir vistun er að meðaltali um 9—10 mánuðir. Þess ber þó að
geta að staðan er mjög misjöfn eftir sveitarfélögum á svæðinu, að
meðaltali eru 3,2 80 ára og eldri um hvert dvalar-og hjúkrunar-
rými, en í Kópavogi eru 6,5 um hvert rými. Á hverjum tíma bíða
á bráðasjúkradeildum og Landakoti á milli 80-100 manns eftir
vistun og komast ekki heim. Spurningin er því, hvað er til ráða
til að stytta biðtíma fólks eftir nauðsynlegu úrræði, en jafnframt
að gera biðina, sem virðist óhjákvæmileg, bærilega.
Svarið virðist liggja í breytingu þriggja meginþátta
í fyrsta lagi er afar mikilvægt að efla og samþætta heimahjúkrun
og heimaþjónustu. í dag getur einstaklingur í Reykjavík gert ráð
fyrir að geta fengið 2-3 innlit frá heimahjúkrun á dag og álíka
tíðni frá heimaþjónustu. Reyndin er þó sú að flestir fá ekki nema
3-4 vitjanir samtals. Dagurinn á hjúkrunarheimili kostar um
þessar mundir 14-20 þúsund, misjafnt eftir heimilum. Ársdvöl
kostar því að jafnaði tæpar 6 milljónir. Það þarf engan reikn-
ingssnilling til að sjá að fyrir þá peninga má fá töluvert mikla
þjónustu frá heimahjúkrun og þjónustu. Líklega er hægt að ráða
marga starfsmenn í heimahjúkrun eða þjónustu fyrir hver 10
daggjöld sem sparast, auk þess sem má ætla að þeim einstak-
lingum sem þiggja þjónustuna þyki það mikilvægt að geta fengið
fullnægjandi þjónustu heim. Ef við tryggjum fullnægjandi þjón-
ustu heim er einnig líklegt að meðaldvalartími á hjúkrunarbeim-
ili styttist, þ.e. fólk færi þangað ekki ótímabært vegna skorts á
þjónustu heim.
I öðru lagi er löngu tímabært að sett verði í lög að stofnanir, sem
fá daggjöld frá ríkinu, veiti spítölunum forgang á þau rými sem
losna. Það hlýtur að mega ætla að þeir sem á hverjum tíma “fest-
ast” inni á spítala í kjölfar bráðaveikinda, séu að jafnaði þeir sem
eru í mestri þörf fýrir hjúkrunarrými. Með þessu fyrirkomulagi
mætti gera ráð fyrir að þær “stíflur” sem myndast á spítölunum
myndu losna á fáeinum mánuðum. Annar meginkosmr við þetta
kerfi væri einnig að flæði í gegnum endurhæfingarrými spítalanna
yrði betra, og þeir sjúklingar sem ættu möguleika á að ná heilsu