Listin að lifa - 01.06.2006, Side 27

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 27
með endurhæfingu fengju tækifæri til þess tímanlega, en ekki eins og oft er nú eftir margra mánaða bið á bráðadeildum, og hafa þá kannski misst af því tækifæri sem þeir höfðu til að ná sér. Samanlögð áhrif þessara tveggja þátta ættu að verða að meðal- dvalartími á hjúkrunarheimilum ætti að styttast, sjúklingar kæmu ekki þangað fyrr en þeir þyrftu raunverulega á því að halda, og ekki fyrr en fullreynt hefði verið með endurhæfingu og heima- þjónustu að gera þeim kleift að búa heima. Til einföldunar má segja að ef við náum að stytta meðaldvalartíma á hjúkrunarheim- ili í 2 ár, þá fjölgar um 250 pláss sem losna á ári, eða sem nemur nýbyggingu 3ja meðalstórra hjúkrunarheimila. Þetta myndi aftur gera að verkum að meðalbiðtími eftir hjúkrunarrými, eftir að sú þörf væri orðin ljós, myndi styttast verulega. Ef viðkomandi færi í gegnum bráðadeild og endurhæfingu ætti biðin í raun ekki að vera lengri en nokkrar vikur i mesta lagi. Með aukinni áherslu á heimaþjónustu og endurhæfingu er sjálfræði hins aldraða yfir eigin afdrifum og lífsstíl einnig haldið lengur. Þriðja atriðið liggur svo í því að flytja stýringu allra þjónustuþátta öldrunarþjónustunnar til sveitarfélaganna. Það er í sjálfu sér ekki forsenda fyrir því að fyrri tveir liðirnir geti gengið, en myndi auð- velda skipulagningu og færa hana nær þjónustuþeganum. Hvort sem þetta væri gert með stökum þjónustusamningum milli ríkis og sveitarfélags, eða með flutningi alls málaflokksins til sveitar- félaganna myndi það hafa afar jákvæð áhrif á þjónustuþegana að þurfa einungis að leita til eins aðila til að fá þau úrræði sem við- komandi þyrfti á að halda. Það er augljóst að með flutningi mála- flokksins þarf að fylgja fjármagn frá ríkinu, í samræmi við þann kostnað sem af hlýst. Því hefur verið haldið fram að sameining sveitarfélaga væri forsenda fyrir því að hægt væri að flytja mála- flokkinn, en að mínu mati er það ekki rétt. Á svipaðan hátt og sveitarfélög hafa sameinast um rekstur skóla, hafna, slökkviliða og fleiri þátta almannaþjónustu gætu þau hæglega sameinast um þennan þátt, óháð sameiningu. Ný hugsun tímabær Það er löngu tímabært að við tökum upp aðra hugsun þegar við ræðum málefni eldra fólks. Aldraðir eru einstaklingar sem eru eins fjölbreytilegir og aðrir þjóðfélagshópar, með mismunandi væntingar, íanganir og þarfir. Við þurfum að temja okkur að mæta eldra fólki sem einstaklingum og miða þjónustuna við það. Forræðishyggja þarf að víkja fyrir sjálfræði - og engar ákvarðanir er snerta þennan hóp einstakíinga á að taka án samráðs við þá. Við vinnslu greinar var stuðst við upplýsingar frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, Hagstofu Islands og ffá félagsþjón- ustum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, auk upplýsinga af heimasíðum hjúkrunarheimilanna. Ólafur Pór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlaknir á Landspítala - Háskólasjúkrahúsi og Sjúkrahúsi og Heilsugceslustöð Akraness Endurhæfingin gerði kraftaverk! Sagan af þeim níræða: Hann kom í endurhæfingu í hjólastól, en var svo hress eftir 5 vikna þjálfun - að hann er tekinn aftur til við uppáhaldsiðjuna sína. (Góðar sögur úr danskrifélagsþjónustu 2001-2002) ÆuUkislan Sérverslun með kvensilfur Bjóðum eldri nuuisturgerðir Onnumst allar viðgerðir, hreinsun og gyllingar. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. 4^ (Cullkistati Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.