Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 29

Listin að lifa - 01.06.2006, Blaðsíða 29
Hvernig leggst svo íþig að taka við félaginu ? „Eg hef mestan áhuga á að finna góðan samastað fyrir félagið. I augnablikinu erum við með skrifstofuaðstöðu í Hlégarði, en okkur vantar tilfinnanlega síma og nettengingu. Pað er líka erfitt að byggja upp öflugt félagsstarf þegar húsnæði vantar. Spilaklúbburinn er á hrakhólum, en samkomulag náðist við for- stöðukonuna í Hlaðhömrum um að fá að spila í matsalnum eftir kvöldmat. Nú er kona hjá bænum í hálfu starfi að sinna félags- þjónustu fyrir 67 ára og eldri. Ég bind vonir við góða samvinnu með henni. Fjárhagurinn er þannig, að við eigum varla fyrir frímerkjum. Einu sinni auglýstum við í útvarpinu sem reyndist alltof dýrt. Félagsþjónustan auglýsir í staðarblaðinu Mosfellingi og í þeim dálki fáum við pláss fyrir okkar tilkynningar. Nú ert þú búin að vera bjúkrunarforstjóri á Reykjalundi. Hvað er mikilvcegast jyrir eldrafólkið tilað halda heilsu? „Þetta sígilda: að lifa hófsömu lífi, borða hollan mat og hreyfa sig nóg. Þannig er hægt að halda ýmsum kvillum frá, en ekki er hægt að rekja alla sjúkdóma til lífernis. Maður getur heldur ekki rétt allt fram á fati og sagt - svona áttu að lifa! Fólk verður að leita eftir þessu sjálft.“ Gréta sér félagið fyrir sér sem sjónarhól eða ráðgefandi miðstöð sem fólk getur leitað til. „Svona félag á að standa fyrir fræðslufundum. Reykjalundur býr yfir svo góðu fagfólki að þangað er auðvelt að leita. Sundleikfimi og afnot af þjálfunarsal einu sinni í viku fyrir eldri borgara í Mosfellsbæ er til reiðu á Reykjalundi, en kannski þyrfti þjálfunin að vera oftar, þetta þarf að athuga. Við getum líka beðið sveitarfélagið að veita ráðgjöf um hvert fólk á að leita, t.d. í sambandi við þrif, matarinnkaup og fleira. Félagið á fyrst og fremst að vera ráðgefandi og hvetjandi." Hlaðhamrar standa hér í miðjum bce. Eru þetta ekki íbúðir með þjónustukjarna? „Jú, Lionsklúbburinn átti forgöngu um að byggja íbúðir fyrir aldraða. Bæjarfélagið byggði síðan við, svo að nú rúmast þarna um 20 manns. Segja má bæjarfélaginu til hróss að á Hlaðhömrum er meiri þjónusta en gengur og gerist. Þarna er til dæmis vakt allan sólarhringinn. Starfsfólkið kynnir sér líðan íbúanna og hjálpar fólki að klæða sig ef þess er þörf. Éitt stöðugildi í viðbót vantar til að sinna daglegum þörfum íbúanna. Það getur skipt sköpum fyrir íbúana sem annars gætu þurft að flytja burt. Þetta álít ég mjög mikið hagsmunamál fyrir eldra fólkið í Mosfellsbæ. Heimaþjónustan þarf að vera mjög öflug. Nú eru Eir og Hlaðhamrar komnir í samvinnu um að byggja hér öryggisíbúðir. Eir er að byggja 48 íbúðir í samvinnu við Mosfellsbæ. Og framtíðarsýnin er - að byggja hjúkrunarheimili í tengslum við Hlaðhamra." Eldri Mosfellingar sýnast vera komnir með sterka konu í for- ystusveit sína. Gréta á eftir að fylgjast vel með, bæði í heilbrigðis- og félagsmálum bæjarins. Gréta biður fyrir kveðju til Margrétar, segist vera algjörlega sammála henni um að - félagsþjónusta og heilbrigðisþjónusta verði að vera á einni hendi. Nauðsynlegt er að hægri höndin viti hvað sú vinstri gerir. O.Sv.B. BVGGbASAFN GAkbSKAGA Skagabraut 100 250 Garði. Opiðalla daga kl 13:00-17:00 fró l.apríl-31.október. A öðrum tíma eftir samkomulagi. Glcesilegt véla og sjóminjasafn. Stóri vitinn er opin d sama tíma Sími 4227220 & 8942135 netfang gardskagi@simnet.is FLÖSIN glcesileg kaffitería, þar sem boðið er upp ó léttar veitingar við hafið. Öflugur sjónauki og útsýnismyndir ó rúmgóðum svölum. Opið alla daga 13:00-24:00 fró l.apríl-31.október. A öðrum tíma eftir samkomulagi Sími 4227214 & 6911615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.