Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 30
Heilsuhornið
I
Hreyfing utandyra!
Nú er það hreyfing úti undir berum himni, að
teyga að sér súrefnið og njóta náttúrunnar.
Bara 1 0 mínútur á dag er betra en ekki neitt.
Vorið er komið og grundirnar gróa. Já, vorið er komið,
kæru lesendur, sumarið jafinvel líka þar sem sumardag-
urinn fyrsti var í síðasta mánuði. Þvílíkar væntingar sem
við höfum til sumarsins og þvílík tækifæri sem við höfum.
Bjartar nætur og langir dagar eru ffamundan og engin afsökun
fyrir þvi að hreyfa sig ekki, auðvitað svo ffamarlega sem lík-
amleg hömlun háir ekki hreyfingu. í síðasta blaði var talað um
hreyfingu innanhúss og minnt á að nútima heilsuefling felst
m.a. í því að hreyfa sig markvisst á hverjum einasta degi í a.m.k.
30 mínútur og þaðan af meira.
Tækifærin eru svo mörg að ekki er unnt að nefna þau öll og
því aðeins drepið á nokkur. Meginmálið er að taka virka ábyrgð
á eigin heilsu og skilja gildi hreyfingar í hvaða mynd sem hún er,
finna hvernig hreyfingin virkar vel á öll líffæri og skynja hvað
líkaminn og sálin verða glöð við aukna hreyfingu.
Ganga er efst á blaði hjá mér, því að flestir geta gengið og
gangan gefur alhliða hreyfingu.
Gönguferð kostar ekkert, þarf engan sérstakan útbúnað,
aðeins þarf að huga að góðum skóm, en það á hvort sem er alltaf
við. Hægt er að fara í gönguferð hvenær sem er, má vera stutt eða
löng, og það er hægt að ganga í hvaða veðri sem er. Við getum
verið í félagsskap annarra, en það er samt alls ekki nauðsynlegt.
Maður getur ráðið gönguhraðanum og hvert farið er.
Eftir hverju erum við þá að híða ?
Ég legg til að gönguferð sé sett á dagskrá hvers dags og tíma-
sett, svo að hún verði ekki útundan, því að maður ætlar alltaf að
gera eitthvað annað fyrst.
- Að ekki sé alltaf farinn sami hringurinn, heldur skipt um
gönguleiðir til að efla og skerpa hugann með því að sjá nýtt
umhverfi eða nýtt landslag. Fallegur gróður gefur nýja orku,
sérstaklega græni liturinn. Gangan getur leitt mann í ný æfin-
týri um dali og hóla og jafnvel á fjallatinda.
- Að nota göngustafi til að létta gönguna og reyna um leið
meira á allan líkamann.
Vert er að minna á að húfa og vettlingar koma sér ótrúlega oft
vel, þótt sumar sé, og þessir einföldu hlutir geta auðveldað manni
að ganga lengra og vera lengur úti. Hæfilegur tími fyrir flesta er
30-40 mín. á dag (auðvitað meira fyrir þá hressu) en 10 mínútur
duga í byrjun á meðan verið er að þjálfa sig upp.
Svo er að muna eftir að anda djúpt og rétt (þenja kviðinn út
við innöndun) og teyga súrefnið til að opna fyrir orkulindir lík-
amans og að teygja sig vel á eftir. Þeir sem kjósa að stunda hlaup
þurfa að athuga að hlaup reynir meira á hné og ökkla og því ekki
eins ákjósanlegt fýrir eldra fólk nema maður sé vanur hlaupari.
Sund er vinsælt og líka gott sem alhliða hreyfing og hér á
landi bjóðast ótrúleg tækifæri til að iðka sund innan og utan dyra.
Ég hef óbilandi trú á vatninu sem heilsueflingu. Bara fara í sund-
laug (helst útilaug) og hreyfa sig þar er frábært, jafnvel þó að ekki
sé synt mikið og víða gefst kostur á að iðka sundleikfimi rneð
leiðsögn. Margt eldra fólk á erfitt með að synda bringusund og
jafnvel baksund og hafa því fleiri og fleiri farið að læra skriðsund
sem virðist auðveldara þar sem blöðkurnar létta ótrúlega álagið.
Golf er vaxandi íþrótt og vinsælt hjá öllum aldursflokkum.
Það er sérstaklega gott þar sem það býður upp á útiveru og
göngur, sveiflu og teygjur fyrir bol og handleggi, skerpu hugans
og nákvæmni ásamt félagsskap við alla aldurshópa sem er svo
hollt og gefandi.
Garðvinna og trjárækt dugar sumum sem hreyfing. Það er
dásamleg útivera, en svolítið öðruvísi hreyfing og oft talsvert
álag, og því þarf að passa að beygja sig rétt og hlífa baki og
hnjám. En útiveran og fegurðin næra.
Hjólreiðar læra flestir læra ungir, en hætta þeim þegar kemur
fram á fullorðinsaldur. Þá tekur bíllinn við. Þetta er afleitt því að
hjólaferðir er frábær íþrótt. Margir setja fyrir sig veður og vind, en
ég held að það sé fyrst og fremst aðstöðuleysi sem hefur orsakað
það hvað margir hætta að hjóla. Nú eru hins vegar komnar hjóla-
brautir víða og því ekkert til fyrirstöðu að reyna. Þá notum við
hjálm, sem er rétt settur á höfuðið, svo og hlífar á hné, úlnliði og
olnboga. Svo er bara að leggja í hann! Góða ferð.
Eftir alla hreyfingu er nauðsynlegt að teygja vel á líkamanum,
drekka vatn til að bæta upp útgufunina og anda djúpt.
„Að anda rétt er að lifa rétt.“
Taktu ábyrgð á eigin heilsu, það gerir enginn
annar.
Sumarkveðjur
Hertha W. Jónsdóttir, B S-hjúkrunarfmðingur
TQSKllVIÖCiFRDIN
ÁHMÚLA 34
©581 4303
, Heilbrigðisstofnunin
Sauðárkróki
HJÓLKÓ
HjólbarðaviSgerS Kópavogs
Smiðjuvegi 26 (graen gata) • sfmi 557 7200
30