Listin að lifa - 01.06.2006, Side 34
Jón Þorsteinsson virðir hér fyrir sér glerkrossinn á altari Mosfellskirkju.
Krossinn á altari Mosfellskirkju
Séra Jón Þorsteinsson, sóknarprestur í Mosfellsprestakalli,
segir hérfrásterkri trúarupplifun kirkjugestaþegar krossinn
var helgaður á altarinu og lítil stúlka færð til skírnar
r
altari Mosfellskirkju í Mosfellssveit er fallegur glerkross
á steyptum stöpli. Þetta Iistaverk er eftir Ingu Elínu
glerlistakonu og er gjöf hennar og fjölskyldu hennar til
minningar um systur hennar Ólöfu Kristjánsdóttur sem lést í
bílslysi aðeins 18 ára gömul.
Á sinni tíð hafði Inga Elín samband við mig og kynnti vilja
sinn til þessa verkefnis. Eftir að hafa unnið að gerð krossins um
nokkurt skeið hringdi hún og sagðist hafa lokið gerð hans og
spurði hvenær væri hentugur tími til að afhenda gripinn. Ég leit í
dagbókina mína og við völdum næsta messudag í Mosfellskirkju
sem bar upp á sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl árið 1996. Við
Mosfellskirkja er einstakt listaverk, en veggir og þak kirkjunnar mynda
þríhyrninga, eins og vel má sjá á þessari mynd.
hittumst í kirkjunni daginn áður, komum krossinum fyrir á alt-
arinu og glöddumst yfir góðu verki sem sómir sér afar vel.
Þannig vildi til að fyrir þessa guðsþjónustu hafði hringt í mig
ung móðir, Ásdís Ómarsdóttir, og beðið mig að skíra litla telpu
og þar sem hún á rætur í Mosfellsdalnum vildi hún að skírnin
færi fram í Mosfellskirkju. í fyrstu hafði hún aðra dagsetningu
í huga, en niðurstaðan varð sú að þessi stund var valin. Ég tók
niður upplýsingar á skírnarskýrslu á venjubundinn hátt og færði
til bókar. Dagurinn rann upp og vel var mætt til guðsþjónustu. í
sveitinni þekkist fólkið vel og glaðværð og vinarhugur er í við-
móti þess þegar það heilsast við kirkjudyr. Guðsþjónustan hefst
með því að klukkunni góðu er hringt.
Klukka þessi er merkur gripur, sannarlega ffá því fyrir
siðaskipti 1550, að sumra mati jafngömul kirkjustaðnum eða
frá seinni hluta 12. aldar. Inga Elín er ættuð frá Hrísbrú, en
þar var klukkan varðveitt frá því að gamla kirkjan var rifin
1889 og þar til að kirkjan, sem nú stendur á Mosfelli, var reist.
Klukkunni var komið fyrir í kirkjunni daginn fyrir vígsludag
hennar, þann 4. apríl árið 1965.
Forspil er leikið og upphafsbæn flutt. Fyrsti sálmurinn er
skírnarsálmur og fjölskylda skírnarbarnsins gengur að skírnar-
fonti. Þegar nafn barnsins er nefnt, en um það vita ekki aðrir en
foreldrar barnsins og presturinn, þá verður til í kirkjunni einhver
óljós og undarleg spenna sem presturinn getur aðeins skýrt fyrir
sjálfum sér með kröfugri nærveru heilags anda. Skírnarathöfn
lýkur og unga fjölskyldan fær sér sæti.
I lok prédikunar dagsins geri ég grein fyrir gjöfinni fögru frá
Ingu Elínu og fjölskyldu hennar, greini frá því í minningu hvers
gjöfin er gefin, þakka hana fýrir hönd safnaðarins og bið að hún
megi blessast til þjónustu í helgidómi Drottins. Enn skynja ég
þessa sterku tilfinningu í kirkjunni sem ég kann ekki að skýra til
fulls, en finn aðeins góð hughrif og gefandi og djúpa og kröftuga
helgi stundarinnar. Guðsþjónustunni lýkur og prestur gengur úr
kirkju undir útspili organista.
34