Listin að lifa - 01.06.2006, Page 35

Listin að lifa - 01.06.2006, Page 35
Kirkjugestir rísa á fætur og nú sé ég að víða blika tár á hvörmum. Þegar ég lít inn eftir kirkjunni sé ég fólk fallast í faðma og hópast að móðurinni ungu og listakonunni góðu með ham- ingjuóskum. Fólk er greinilega djúpt snortið og sumir eiga bágt með að leyna tilfinningum sínum. Víst var þessi stund einstök og áhrifarík, og nærvera Drottins og handleiðsla hans áþreifanleg í orðsins fyllstu merkingu. Móðirin unga, Ásdís Ómarsdóttir, var í æsku nánasta og besta vinkona systur Ingu Elínar sem minningargjöfin tengdist. Litla stúlkan heitir Ólöf Svala og er Magnúsdóttir. Þegar þessi góða og trúa vinkona hennar lést svo sviplega, mun Ásdís hafa heitið því að ef hún ætti eftir að eignast stúlkubarn, þá skyldi það bera nafn þessarar látnu vinkonu hennar. Um þessi áform hennar vissi enginn nema nánustu ástvinir. Ásdís hafði enga hugmynd um að til stæði að afhenda minn- ingargjöf um Ólöfu heitina við þessa guðsþjónustu. Ólöf heitin var fædd þann 27. apríl árið 1971 og hefði því orðið 25 ára þann dag árið 1996, tveimur dögum eftir umræddan messudag á Mosfelli. Þessu hafði Ásdís gleymt þegar þetta bar til. Inga Elín hafði heldur enga hugmynd um að til stæði að skíra þessa litlu telpu við sama tækifæri. Og þó að hún þekkti fjölskyldu hennar við kirkjudyr og gleddist með henni yfir nýjum fjölskyldu- meðlimi, þá vissi hún ekki hvaða nafn barnið ætti að bera sem nú átti að skíra. Sjálfur hafði ég þjónað kallinu í sex ár og þótt ég væri farinn að kynnast sóknarfólkinu nokkuð, þá þekkti ég engin slík tengsl manna á milli og hafði því engar forsendur til að átta mig á að nafnið, sem ég nefndi við skírn Ólafar litlu, var nafn Ólafar heitinnar sem krossinn góði er gefinn til minningar um. Kirkjuklukkan góða, frá seinni hluta 12. aldar, hangir yfir skírnarfont- inum. Þökkum Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Séra Jón Þorsteinsson Tilviljun?Nt\, - engin tilviljun heldur handleiðsla Drottins sem hér gaf öllum sem í hlut eiga vissu um nánd sína á helgri stund, - huggun og styrk og ríkulega gleði. til e/dri 6o> aftadri v4m ^ff wnuáta Enn er guðsþjónusta að hefjast í Mosfellskirkju, nú sjö árum síðar. Fólkið streymir til kirkjunnar. Lítil hnáta, kát og skemmtileg, gefur sig á tal við prestinn við kirkjudyr og þar kemur í spjalli þeirra að hún spyr: „Heyrðu, prestur, manstu þegar þú skírðir mig?“ Og presturinn svarar: „Já, Ólöf Svala, - það máttu vita, - því gleymi ég aldrei." t Ail/t /mm a áendl/ujja//jlýá/iuáUi//ia 25

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.