Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 36
Átakshópar aldraðra
Síðasti aðalfundur FEB í Reykjavík var sá fyrsti sem ég hef
sótt. Satt best að segja hefur mér gengið seint og illa að
gera mér grein fyrir því að ég sé farinn að eldast og eigi því
samleið með öðrum aldurhnignum borgurum þessa samfélags
sem sérhagsmunahópi. En við móttöku bréfs frá Trygginga-
stofnun ríkisins með kröfu um endurgreiðslu tekjutryggingar
fyrir árið 2004, sem klipin verði af svonefndum grunnlífeyri
mínum á næstu árum, var mér nóg boðið. Eg gerði mér ljóst að
ég hefði ekki fylgst nægilega með í málefnum aldraðra og
afskiptum stjómmálamanna og reglugerðaskriffinna ráðuneyta
af kjörum þeirra og aðbúnaði. Svo að ég ákvað að reyna að bæta
úr þessu með virkri þátttöku í félagsstarfi aldraðra, sem ég hafði
þangað til aðeins fylgst með úr fjarlægð, án þess að mér fyndist
það snerta mig og mína hagsmuni sérstaklega.
Á aðalfundinum flutti formaður félagsins, Margrét Margeirs-
dóttir, greinargóða skýrslu stjórnar um starfsemi félagsins á síð-
astliðnu ári. Ekki vantaði að margt bréfið hafði verið skrifað,
mörg nefndin starfað, staðreyndum safnað og skrifaðar skýrslur.
Einnig benti Margrét á að „fjölmiðlar hafa sýnt málefnum eldri
Handverksfólk
rnttio
Laugavegi 29
sími 552 4320
www.brynja.is
brynja@brynja.is
■ Stubai tréskuröarjárn
■ C.l. Fall rennistál
■ Noratel brennipennar
■ Mora tálguhnífar
■ Bækur um útskurð
■ Myndbönd um rennsli
borgara gríðarmikinn áhuga og fjallað um þau á málefnalegan
og fræðandi hátt. Petta gildir bæði um sjónvarp, útvarp og dag-
blöð.“ En þegar Margrét taldi upp ýmis dæmi um samskipti full-
trúa félagsins við tímabundna handhafa valdsins, þ.e.a.s. þá sem
við á fjögurra ára fresti ráðum í vinnu til að hrinda í framkvæmd
umbótum á hag okkar, blöskraði mér virðingarleysið og hrokinn
sem þessir valdhafar telja sig geta sýnt samtökum eins og okkar,
án þess að þurfa að svara nokkurntíma og nokkurs staðar fyrir
það - nema þá í næstu kosningum.
Ég ætla að tína hér til nokkur dæmi úr skýrslu Margrétar:
„Aðalfundur FEB 2005 samþykkti áskorun á heilbrigðisráð-
herra um að skipa starfshóp til að endurskoða frá grunni lög um
málefni aldraðra, sem væru gersamlega úrelt.“
„Framkvæmdastjórn FEB (sjö manns) gekk á fund heilbrigð-
isráðherra Jóns Kristjánssonar 2. mars, nokkrum dögum eftir
aðalfund FEB, og kynnti honum áskoranir félagsins í viðurvist
fimm æðstu embættismanna ráðuneytisins."
Viðbrögð: „Pegar engin viðbrögð höfðu borist frá ráðuneyt-
inu i september fór framkvæmdastjórn aftur á fund ráðherra og
ítrekaði kröfur sínar og áskoranir. Nú, ári síðar, hefur ráðuneytið
ekki sýnt viðbrögð við erindi okkar.“
Hér dugar greinilega ekkert minna en lífgun úr
dauðadái!
Pann 30. mars 2005 átti framkvæmdastjórn íúnd með borg-
arstjóra, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, og kynnti áskoranir
aðalfúndar sem „fólu meðal annars í sér að fjölga verulega þjón-
ustuíbúðum í Reykjavik og stórefla heimaþjónustu, einkum í fjöl-
býlishúsum, sem hafa verið byggð fýrir eldri borgara, koma á akst-
ursþjónustu fýrir aldraða og sama akstursgjaldi fyrir aldraða og
öryrkja." Þá var lögð ffarn beiðni um lóð fyrir fjölbýlishús, sem FEB
stæði fyrir byggingu á. Einnig var lögð ffam beiðni um 10 milljón
króna styrk til kaupa á húsi félagsins við Stangarhyl.
Viðbrögð: Borgin veitti 7,2 milljónir króna styrk til húsakaup-
anna, effir að fast var gengið effir svari. Ekkert tillit hefúr verið
tekið til fjölgunar þjónusmíbúða. Engar þjónustuíbúðir eru á döf-
inni af hálfu borgarinnar og hafa engar verið byggðar síðan 1996.
Borgarstjóm hefur hins vegar orðið við áskoruninni um aksturs-
þjónustu og ffá 1. janúar 2006 greiða aldraðir sama strætógjald og
öryrkjar.
í desember 2004 hafði félagið sent bréf til heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytisins vegna kerfisbreytmgar á íbúðalánasjóði.
I apríl 2005 fóm fulltrúar FEB á fúnd forstjóra íbúðalánasjóðs,
Tryggmgastofnunar rikisins og ríkisskattstjóra til að fara yfir þær
afleiðingar sem það hefði í för með sér fýrir lífeyrisþega að skipta
húsbréfúm fýrir íbúðabréf. Um var að ræða kerfisbreytingu, sem
hafði áhrif á útreikning bóta TR. Ætlunin var að fara til fjármála-
ráðuneytisms, en ekki fékkst tími hjá ráðherra. Því sendi félagið bréf
þangað í júlí 2005. Svar barst ekki fýrr en í desember sl. þar sem
erindinu var vísað til heilbrigðis- og tryggingaráðuneytisms.
36