Listin að lifa - 01.06.2006, Side 38

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 38
Skorað á ríkisstjórn og ráðuneyti Aóalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var haldinn á Hótel Sögu laugardaginn 18. febrúar síðastliðinn. Fundinn sóttu vel yfir 200 manns og voru eftirfarandi ályktanir og áskoranir samþykktar samhljóða: Áskorun til borgarstjórnar • Að fjölga verulega þjónustuíbúðum, dagvistarplássum og að efla heimaþjónustu við eldri borgara í Reykjavík. • Að tekjuviðmiðun vegna afsláttar eldri þorgara á fasteigna- gjöldum verði hækkuð til samræmis við hækkun fasteigna- mats í ársbyrjun 2006. • Að úthluta Félagi eldri borgara í Reykjavík og nágrenni bygg- ingarlóð undir fjölbýlishús á góðum stað í borginni þar sem skammt er í þjónustumiðstöð og góðar almennar samgöngur. Greinargerð: A árunum 1988-1998 voru byggðar 386 íbúðir á vegum félagsins í samvinnu við Gylfa og Gunnar ehf. Síðan hefur félagið ekki fengið úthlutað lóð. Reynslan af byggingu þess- ara íbúða er mjög góð og stöðugt er spurt hvort félagið ætli ekki • # SYNCRO Heyrnortœki með gervigreind • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar tegundir af sjólfvirkum, stafrœnum heyrnartœkjum • Verð fró 47.000 - 170.000 kr fyrir eitt tœki Erum meO þjónustu á Akureyri - ísafirði - EgilsstöOum M Heymurtœkni www.heyrnartaekni.is Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík sími: 568 6880 Tryggvabraut 22 600 Akureyri simi: 893 5960 Margrét Margeirsdóttir formaður og Helgi Seljan varaformaður á rök- stólum. að halda áfram að byggja. Ætla má að unnt sé að byggja ódýr- ari íbúðir en eru á almennum markaði og þær sniðnar betur að þörfum eldri borgara. Stórt hagsmunamál er fyrir eldri borgara að geta komist í hagkvæmar íbúðir, en sumir búa í of stórum og óhagkvæmum íbúðum. Fyrsta áskorun til ríkisstjórnar! Félag eldri borgara telur að lög um málefni aldraðra séu byggð á úreltum sjónarmiðum sem eru ekki í takt við nútímaleg viðhorf og því dragbítur á eðlilega og nauðsynlega framþróun í þessum málaflokki. Fundurinn skorar því á ríkisstjórnina - að skipa nú þegar starfshóp til að endurskoða frá grunni lög nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Hlutverk starfshópsins verði m.a.: 1. Að undirbúa flutning málefna aldraðra til sveitarfélaga. 2. Að marka heildarstefnu í málum aldraðra sem byggir á hug- myndafræði um jafnrétti og mannréttindi. 3. Að stjórnsýsla málaflokksins verði skýr og afdráttarlaus varð- andi skyldur og ábyrgð opinberra aðila. 4. Að samræma ákvæði sem er að finna í hinum ýmsu laga- bálkum og snerta málefni aldraðra. 5. Að marka þá stefnu í búsetumálum aldraðra að ýmsir val- kostir verði til staðar í samræmi við óskir og þarfir eldri borg- ara, s.s. sambýli, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir o.fl. Mikilvægt er að tryggja öryggi og sjálfræði aldraðra í sjálfstæðri búsetu. 6. Að setja skýr ákvæði um heimaþjónustu, dagdvöl (dagvistun), og hvíldarinnlagnir (skammtímavistun). 7. að sett verði ákvæði í lögin um réttindagæslu aldraðra. Vitað er að réttindi þeirra eru oft fyrir borð borin, bæði utan stofn- ana sem og innan þeirra. 8. að breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrun- arheimilum þannig að þeir haldi áfram fjárforræði sínu. Önnur áskorun til ríkisstjórnar! Skattleysismörk verði hækkuð, þannig að þau nái sama verðgildi og þau gjörðu við upptöku staðgreiðslukerfis skatta. Þetta verði eitt helsta viðfangsefni nefndar þeirrar sem ríkisstjórnin hefúr skipað undir forystu Ásmundar Stefánssonar að finna þeirri fram- kvæmd sem skjótastan og farsælastan farveg. Hækkun skattleys- ismarka er heillavænlegasta leið hins opinbera til tekjujöfnunar enda kemur hún þeim helst til góða sem lægstar hafa tekjur. Greinargerð: í hinni miklu skattaumræðu undangenginna vikna hefur það komið óyggjandi fram að skattbyrði þeirra tekjuminnstu hefur aukist mjög verulega. Þar veldur mestu að skattleysismörk

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.