Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 40

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 40
Áskoranir til heilbrigðis- og trygginga- ráðherra Fyrsta áskorun! Skorað er á heilbrigðis- og tryggingaráðherra að tvöfalda ráðstöf- unarfé, vasapeninga, íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum aldr- aðra - eða sem svarar tvöföldum grunnlífeyri. Greinargerð: Félag eldri borgara hefur lagt á það þunga áherslu að greiðslufyrirkomulagi verði breytt, hvað varðar íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum, þannig að þeir haldi áfram fullri reisn og fjárhagslegu sjálfræði sínu, þó þeir þurfi að dveljast á stofnun. Meðan sú skipan mála helst að íbúar fái greidda svokallaða vasa- peninga vill félagið að þetta verði kallað ráðstöfunarfé, sem verði lagt inn á reikning viðkomandi. Við erum minnug þess að fyrir nokkrum árum voru þessar fjárhæðir hækkaðar um 50% með einni ákvörðun ráðherra. Slík hækkun skiptir þá afar miklu sem hennar munu njóta. Tvöföldunin er miðuð við það að færa upp- hæð ráðstöfunarfjár sem næst því sem íbúar á dvalarstofnunum halda eftir af greiðslum úr lífeyrissjóði. Önnur áskorun! Að gerður verði tafarlaust bindandi samningur við Tannlækna- félag íslands um gjaldskrá fyrir tannlækningar og fellt verði úr gildi ákvæði 4. gr. reglugerðar um þátttöku TR í kostnaði við tannlækningar (nr. 815 frá 22. nóvember 2002) um að TR taki ekki þátt í kostnaði við gerð fyllingar í tönn, ef minna en þrjú ár eru liðin frá því að fylling eða skorufylla var sett í sama flöt tannar. Endalaus orka! Loksins má finna í einni bók Ijúffenga drykki þar sem hver og einn hefur sín sérstöku áhrif. • fyrirbyggjandi og stuðla að bættri heilsu • eiturefna- og vatnslosandi • kjörnir fyrir smáfólkið • frábær viðbót í veisluna Endalaus orka er bók um holla lifnaóarhætti, fagurfræði og lifsgleði. Armúla 20 * s. 552 1122 www.salkaforlag.is Yfir 200 bráðhollir ávaxta- og grænmetissafar sem bæta, grenna og kæta Endalaus orka! Vfir 200 bráðlionir ávaxta-og grænmetissafar 40 Pétur H. Ólafsson var heiðraður á 20 ára afmælishátíð félagsins fyrir frá- bær störf í þágu félagsins - og hann er enn að! Greinargerð: Hætta er á að tannheilsa eldri borgara fari versn- andi vegna þess að tannlækningar eru orðnar svo dýrar að margir lífeyrisþegar hafa ekki efni á að leita sér lækninga. Það eykur enn á vandann, ef TR tekur ekki þátt í kostnaði við viðgerð á tönn sem reynist þörf á að gera aftur við ef meira en þrjú ár eru liðin frá fyrri viðgerð. Þriðja áskorun! Að láta nú þegar fara fram endurskoðun á lögum um almanna- tryggingar með það m.a. að markmiði: • Áð einfalda kerfi lífeyristrygginga svo það verði sem auðskild- ast og jafnframt virkast fyrir þá sem byggja meginafkomu sína á því. • Að fækka bótaflokkum og skilgreina þá upp á nýtt. • Að stefna markvisst að því að fella niður eða draga verulega úr tekjutengingum bótaflokka með tilliti til þess að áhrif jað- arskatta verði ekki svo tilfinnanleg sem þau eru í dag. • Að tryggja að öryrkjar, sem hafa til 67 ára aldurs notið ald- urstengdrar örorkuuppbótar, fái haldið þessum áunna bóta- flokki áfram. • Að endurskoða ákvæðið um endurkröfu lífeyrisgreiðslna TR þar sem heimildin er alltof rúm í dag. Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík fór fram á að afstaða ráðherra til ofangreindra mála lægi fyrir eigi síðar en 1. apríl, rúmum mánuði eftir aðalfundinn. Ennþá hefúr ekkert svar bor- ist til stjórnar. Margrét Margeirsdóttir formaður orðar þetta þannig: „Heilbrigðisráðherra og stjórnvöld hafa hunsað allar okkar áskoranir." Myndirnar semfylgja voru teknar á afmxlishátíð félagsim.

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.