Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 42

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 42
Haukur í garðinum heima. Sagan ótrúlega um upphaf Reykjalundar og þjónustuna þar fyrr og nú g býst við að flestir íslendingar þekki nokkur deili á Reykjalundi. Þeir sem komnir eru yfir eða um miðjan aldur þekkja jafinvel til forsögunnar. Vita um eða þekkja af eigin raun berklaveikina sem herjaði á landsmenn á síðustu öld, einkum fyrri hluta hennar. Þegar Ieið á öldina voru berklahælin, Vífilsstaðir og Kristnes, yfirfull af berklasjúkum sem ýmist háðu harða baráttu fyrir lífi sínu eða voru þar í sárum og reyndu að koma tilverunni í eðlilegt form á ný. Kom þá m.a. í ljós að margir þeirra stóðu félagslega mjög á hallandi fæti. Fjölskylduhagir höfðu gjarnan breyst á þeim langa tíma sem þeir höfðu dvalið á hælunum, þeir áttu ekki afturkvæmt í sína sveit, stóðu bókstaflega á byrjunarreit og komnir nokkuð á aldur, voru afvanir því að vinna, kunnu ekki iðnir, voru nú aftur orðnir nýgræðingar á vinnumarkaði og höfðu takmarkað úthald og þrek. Menn í þessum hópi sáu að við svo búið mátti ekki standa. Sem aftur varð til þess að berklasjúklingar stofnuðu félag, Samband íslenskra berklasjúklinga (SÍBS), sem setti sér ýmis markmið. Helst þeirra og stærst var að koma upp samastað fyrir þessa félaga og vini þar sem þeir fengju viðunandi búsetu, fæði og aðra þjónustu, m.a. fulkomna læknisþjónustu. Nú var ekkert fé til þessara nýframkvæmda fáanlegt frá því opinbera sem taldi sig hafa nóg með sitt. I stað þess að leggja niður skottið og pakka niður hugmyndinni við svo búið, ákváðu berklasjúklingar að safna sjálfir fé til framkvæmdanna og leggja eftir atvikum sjálfir fram vinnu, hver og einn að getu sinni. Brá svo við að þjóðin vildi augljóslega styðja þessa hug- mynd og safnaðist fljótt í sarpinn enda notaðar allar tiltækar fjáröflunarleiðir. Eftir mikla leit var land fengið í Mosfellssveit (nú Mosfellsbær) fyrir væntanlegar byggingar og þar reis Reykjalundur. Þetta gekk allt býsna hratt fyrir sig: SIBS stofnað 1938, land fengið, byggingarstarf hafið með haka og skóflu 1944, byggingar risu og Reykjalundur tók til starfa árið 1945. Þetta þætti góður gangur í dag! Það bjargaði miklu í upphafi að á þessu landsvæði stóð braggahverfi sem byggt var í tilefni síðari heims- styrjaldarinnar. Þetta var raunar herspítalahverfi sem aldrei hafði verið notað, en kom nú í góðar þarfir meðan aðrar byggingar voru ókomnar. Þarna voru reistir alls kyns vinnustaðir, enda var vinnan i sjálfu sér lækningartæki. Þarna var líka iðnskóli með fullum réttindum að útskrifa sveina í ýmsum iðngreinum. Þegar liðið var á sjötta áratuginn, einkum þegar komið var að árinu 1960, var ljóst orðið að þörfin fyrir upphaflega og áformaða starfsemi Reykjalundar fór þverrandi. Ástæður voru margar: Það komu á markað í fyrsta sinn lyf sem virkuðu læknandi á berkla. Það þýddi stutta dvöl á hælunum eða jafnvel enga. Auk þess var ástandið í samfélaginu verulega breytt, það var auðveldara að fá vinnu og m.a. gátu fyrrum berklasjúklingar valið úr fleiri viðráð- anlegum störfum. Og margt fleira kom þarna við sögu sem ekki verður rakið hér nánar en allt virkaði þetta svo á Reykjalund að aðsókn berklasjúkra fór eðlilega minnkandi. Á þessum árum var mikið rætt um framtíðarnýtingu Reykjalundar. Strax árið 1958 var samþykkt á þingi SÍBS að auka verksvið Reykjalundar öðrum öryrkjum til hagsbóta. í því sambandi komu fram á næstu árum ýmsar hugmyndir, en það var full samstaða um að eldra berklavistfólk skyldi fá að dvelja á Reykjalundi svo lengi sem það vildi og lifði. Á þessum árum var hugtakið endurhæfing ekki til í íslensku máli. Undirritaður var ráðinn læknir á Reykjalund árið 1962 og hafði þá unnið við endurhæfingu af ýmislegu tagi í Bandaríkjunum um nokkurra ára bil. Á næstu árum var endurhæfing síðan þróuð á Reykjalundi með frábærum stuðningi þáverandi yfirlæknis, Odds Olafssonar, og stjórnar SÍBS. Til að gera langa sögu stutta var Reykjalundur um langa hríð eina endurhæfingarstofnun landsins og komst því miður ekki yfir öll þau verkefni sem að streymdu. Samt var plássum fjölgað um tæpan helming og siðan byggt sérstakt þjálfunarhús, enn síðar ágæt sundlaug, þjálfunarlaug og þjálfunarsalir. Verkefnin, sem bárust Reykjalundi, voru í meira lagi fjöl- skrúðug. Mér var ljóst að í nágrannalöndunum mundu verkefnin hvert og eitt dreifast á margar stofnanir eftir tegund hverrar og einnar. I fámennu landi eins og okkar getur margbreytileg sund- 4

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.