Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 44

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 44
Geysileg hugarfarsbreyting! „Nútíminn er að halda innreið sína í hjúkrunarheimilin,“ segir Ingibjörg Bernhöft, forstöðumaður á Droplaugarstöðum Einhvern tíma á lífsleiðinni hendir marga að bíða lægri hlut íyrir sjúkdómum. Oftast eru það aldraðir einstak- lingar sem eiga þá erfitt með að sjá um sig sjálfir, en allir vilja eiga fastan samastað, þar sem þeim líður vel og mæta hlýju viðmóti. Með öðrum orðum - allir vilja eiga heimili! Mikil umræða um hjúkrunarheimili heíúr átt sér stað í þjóð- félaginu. Margir bíða eftir að komast á stað þar sem vel er hugsað um þá, enginn vill vera baggi á afkomendum sínum. Svarið hlýtur að vera: Byggjum notaleg heimili fyrir þá einstaklinga sem geta ekki séð um sig sjálfir. Stofnun er úrelt fyrirbæri. Ingibjörg tekur á móti gesti inn á hlýlega skrifstofii og gerir grein fýrir hugmyndafræðinni á bak við ný viðhorf á Droplaugarstöðum. Síðan er gengið um heimilið. Einstaklega áhugavert er að sjá breyt- inguna ffá gömlum gildum til mannúðlegra nútímaviðhorfa. Heimilislegt umhverfi er stór þáttur. Merkingar á hurðum, eins og skol, lín, aðeins fyrir starfsfólk, hafa verið fjarlægðar á Droplaugarstöðum. Starfsfólkið situr innan um sjúklingana, dregur sig ekki afsíðis með sína kaffibolla. „Á stofnunum situr starfsfólkið iðulega inni á vaktherbergi yfir kaffibolla, skilur sig frá „íbúum“. Hér vil ég að allir sitji við Sæferðir Skemmtislglingar og veisluferðir Skemmtisigling með Sæferðum um Breiðafjörð er frábær skemmtun og einstök upplifun. Við skoðum m.a. sérstæðar klettamyndanir og fjölbreytt fuglalíf í nálægð auk sterkustu sjávarfallastrauma við ísland. Hápunktur ferðarinnar er þegar við kynnumst í návígi, lífríki undirdjúpanna ....og þeir sem þora geta SMAKKAÐ ! Skelltu þér í Hólminn ! Daglegar ferðir, bókanir í síma 433-2254 Sími 438-1450 - seatours@seatours.is - www.seatours.is Sæferðir ehf - Smiðjustíg 3 (við höfnina) - 340 Stykkishólmur - Snæfellsnes sama borð, heimilismenn og starfsfólk,” segir Ingibjörg. Á hjúkrunarheimili má ekki tala um vistmenn eða sjúklinga - hér eru allir heimilismenn eða íbúar! „Hvernigviltu hafa heimilið þittftx hugmyndafræðin á bak við breytingarnar. Eg studdist ekki við kennisetningar erlendra sér- ffæðinga. Ég byrjaði að vinna hérna íyrir ellefu árum og var þá alls ekki sátt við allt. Sagði oft við sjálfa mig: Ef ég ætti Droplaugarstaði, þá myndi ég vilja breyta svona og svona. Alveg frábært að hafa fengið að endurmóta heimilið í anda nútímaviðhorfa." Framtíðarsýn Ingibjargar hefur mótast á þessum ellefu árum. Margir geta leitað í viskubrunn hennar, kvenlega innsæið fýrir fallegu heimili þar sem allt er gert til að fólki líði vel. Á hverri hæð eru þrjár einingar þar sem 8 eða 10 manns búa saman. Allir í einbýli með baði. Á hverri einingu er borðstofa og dagstofa. „Maður sér sjálfan sig í anda, hvort maður vilji borða daglega með tugum fólks eða í notalegri borðstofu með átta til tíu einstak- lingum. Hver máltíð á að vera sérathöfn með heimilislegu and- rúmi. Kaffi er ávallt á könnunni og heimilisfólkið getur boðið gestum sínum upp á kaffisopa,“ segir Ingibjörg. Á neðstu hæð Droplaugarstaða er stór matsalur þar sem sam- eiginlegar samkomur eru haldnar. Ur borðsalnum má ganga út í garðinn, en þar er lítið gróðurhús með vínberjum, tómötum, litlu eplatré, jarðarberjum og fleiri gróðursprotar. I garðinum eru borð og stólar svo að hægt sé að njóta útiverunnar. „ Viljum við hafa þetta svona heima hjá okkuri - var önnur spurning sem ég lagði upp með, þegar kom að endurnýjun á húsbúnaði, borðbúnaði og öðru,“ segir Ingibjörg. Nýju húsgögnin á Droplaugarstöðum eru úr dökkum viði i hefðarstíl fínni heimila, afar ólík hlutlausum húsgögnum sem oft- ast sjást á stofnunum. Stólarnir eru sérvaldir - valið miðast við hve gott er að sitja og standa upp úr þeim. Efnið er ýmist leður eða nýja efnið sem þarf aðeins að þvo með volgu sápuvatni til að ná blettum úr. Búið er að skipta pappírsservéttum út fyrir hvítar tauservéttur. Á borðstofuborðinu eru diskamottur úr dökku leðri, svo fallegar að freistandi væri að eignast slíkar. Fallegir matar- bakkar eru notaðir, mjög ólíkir hefðbundnum bökkum. Droplaugarstaðir eru eina hjúkrunarheimilið sem Reykjavíkurborg á og rekur. Ein hæð var byggð ofan á húsið, en hinar hæðirnar þrjár endurnýjaðar. Nú eru allir heimilismenn í einbýlum með sérbaði. „Reykjavíkurborg á mikinn heiður skilið fyrir að taka heimilið í gegn og færa það í nútímalegt horf, ekki eingöngu að stækka og bæta við plássum, en líka að endurnýja allt húsið. Við erum að fara inn í nútímann með því að koma öllum heimilismönnum í sérbýli. Þótt 26 pláss skapist með nýrri hæð, þá er aukningin ekki nema 14 herbergi. Fjöldi heimilismanna var 68 manns, en fer nú upp í 82. Það er búið að endurnýja þriðju hæðina og verið að byrja á annarri hæð. Áætlað er að því verki verði lokið i ágúst á þessu ári.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.