Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 45

Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 45
Um gömlu tvíbýlin á hjúkrunarheimilum segir Ingibjörg: „Allflestir óska eftir einbýli með sérbaði. Einn og einn óskar eftir að vera í tvibýli, en oftast er erfitt að finna herbergisfélaga þannig að báðir aðilar séu sáttir. Þetta er vandinn í hnotskurn! - Að velja tvo einstaklinga sem passa saman. Fólk er að borga með sér allt upp í 188 þúsund krónur á mánuði (miðað við janúar 2006), en ræður svo ekki hvort því er skipað i margbýli með ókunnugum sem það eiga erf- itt með að umbera." Af hverju fer fólk almennt inn á hjúkrunarheimili? „Heilsufar segir alfarið til um, hvenær einstaklingur þarf á hjúkr- unarvist að halda. Þegar heilsufari fer að hraka er gert svokallað vistunarmat. Vistunarmatið segir til um, hvort einstaklingur sé í þörf fyrir hjúkrun eða annars konar aðstoð. Allir sem koma hingað eru í brýnni þörf fyrir hjúkrun. Heimilið er rekið á daggjöldum frá ríkinu og eru daggjöldin reiknuð út frá hjúkrunarþyngd hvers heimilis. Svokallað RAI- mat er gert, þar sem hjúkrunarþyngd er mæld og greiðslur til heimilisins reiknaðar út frá því. Þegar einstaklingur kemur á hjúkrunarheimili þá er Tryggingastofnun ríkisins látin vita. TR reiknar út frá tekjum viðkomandi eftir síðasta skattaframtali, hvort viðkomandi skal greiða með sér vegna búsetu á hjúkrunarheimili eða ekki. Greiðslur reiknast á þennan hátt: Nýju húsgögnin á Droplaugarstöðum eru virðuleg og heimilisleg, afar ólík „hlutlausum stofnanahúsgögnum“. Ellilaun falla niður við komu á hjúkrunarheimili. Ef einstaklingur er með einhverjar tekjur (lífeyrissjóð, fjár- magnstekjur, leigutekjur eða aðrar tekjur) þarf hann að greiða rík- inu hluta kostnaðar við að búa á hjúkrunarheimilinu. Sú upphæð er reiknað út hjá TR eftir síðasta skattaffamtali. Hjúkrunarheimilið þarf að innheimta upphæðina og skila til TR. Upphæðin fer eftir tekjum viðkomandi og er að hámarki 188.979.- á mánuði. Einstaklingur má halda eftir af tekjum sínum 50.112.- kr. (jan.06.) Dæmi 1: Einstaklingur með engan lífeyrissjóð eða aðrar tekjur. Ellilaun falla niður eins og alltaf, en hann getur sótt um vasapeninga sem eru kr. 22.873.- á mánuði. Dæmi 2: Einstaklingur með 50 þúsund frá Iífeyrissjóði heldur öllu eftir og greiðir ekkert til ríkisins. Dæmi 3: Einstaklingur með 150.000 í tekjur kemur á hjúkr- unarheimili. Hann greiðir tæplega 100.000 til ríkisins og heldur eftir kr. 50.112.-. Dæmi 4: Einstaklingur með 300.000 í tekjur greiðir 188.979.- til ríkisins, en heldur eftir því sem eftir stendur. Um sérstöðu Droplaugarstaða segir Ingibjörg: Við leggjum áherslu á: Sjálfræði einstaklingsins, heimilislegt umhverfi, virðingu fyrir einkalífi, athafnasemi - að öryggi og vel- Börnin á leikskólanum Sólhlíð koma mánaðarlega i heimsókn og skemmtilegar samverustundir verða til. líðan sé í fyrirrúmi. Sjúkraþjálfun er mjög virk á heimilinu. Allur matur er eldaður í eldhúsi heimilisins sem mér finnst stór kostur og mikil ánægja er með. Droplaugarstaðir hafa um þriggja ára skeið verið í samvinnu við leikskólann Sólhlíð. Börnin koma í heimsókn til okkar frá hausti fram á vor þriðju hverja viku. Skemmtilegar samveru- stumdir ungra og aldinna skapast við ýmis störf. Það er spilað, lesið, sungið, bakað, gróðursett, föndrað og margt fleira, öllum til mikillar gleði. Iðjuþjálfar Droplaugarstaða halda utan um þessar stundir ásamt fóstrunum í Sólhlið. Það er margt skemmtilegt gert hjá okkur og ég vil benda á heima- síðuna okkar á Netinu www.droplaugarstadir.is. Þar er hægt að sjá hvað er um að vera og það helsta sem er á döfinni hverju sinni. O.Sv.B. LínDesign selur léttar og mjúkar dúnsængur á einstaklega hagstæöu verði Sængurnarfrá LínDesign innihalda einungis hreina náttúruafurð sem er algjörlega laus við efnasamsetningar. f sængunum er 90% hvítur sérvalin andadúnn og 10% dúnurt. Ytra byrðið er úr 100% tvöföldu hvítu úrvalslíni. Sængurnar fást í ýmsum stærðum (allt frá vöggustærð 70x100 upp í 240x220). ^ . . . * — -4 *■ V_____________________ LínDesign býður upp á fallega heildarlausn í svefnherbergið (slenskur textílhönnuður hefur útfært nokkur blómamynstur, fífuna, gleym-mér-ei og síðast en ekki síst, íslenska þjóðarblómið, holtasóley, á sængurfatnað. Línið sjálft, sem er ofið og saumað í Kína, er úr úrvals silkilíni og yndislegt viðkomu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.