Listin að lifa - 01.06.2006, Side 46

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 46
Heimaslys hjá eldri borgurum Slys hjá eldri borgurum eru mun tíðari en hjá öðrum ald- urshópum fullorðinna. Ef litið er á landið allt þá eru 5,4% eldri borgara sem leita á slysadeild Landspítala í Fossvogi og þá eru ótaldir allir þeir einstaklingar sem leita á önnur sjúkrahús og heilsugæslustöðvar. Samkvæmt tölum frá Slysa- skrá Islands eru heima- og frítímaslys langstærsti slysaflokk- urinn hjá eldri borgurum eða 75% þeirra slysa sem verða og umferðarslys næst þar á eftir eða 7% (sjá mynd 1). Tegund slysa hjá eldri borgurum ■ Umferðaróhöpp 7% ■ Vinnuslys 5% Heima- og frítímaslys 75% Flugslys 0% Sjóslys 0% ■ Önnur slys 9% íþróttaslys 4% Skólaslys 0% Ef skoðað er hvar þessi heima- og frítímaslys verða þá verða 75% af þeim inni á heimilum og í næsta nágrenni þeirra eins og á bíla- stæði, í garðinum og á gangstétt við heimilið (sjá mynd 2). Ástæður heima og frítímaslysa hjá eldri borgurum ■ Heimili - inni 51% ■ Heimili - úti 24% Umferðarsvæði 1% Verslun, þjónusta, skólar 7% Hjúkrunarheimili, sjúkrahús 6% ■ Opin svæði, útivistarsvæði 5% íþróttasvæði 1% Framleiðslusvæði, verkstæði 1% Sjór, vötn, ár 0% ■ Ótilgreint 4% Konur slasast frekar í heima- og frítímaslysum, en 63% slysanna eru hjá þeim. Ástæður þess geta verið eins margar og konurnar, a.m.k. hjá þeirri kynslóð sem er eldri borgarar í dag, sinna yfir- höfuð meira heimilisstörfunum en karlmennirnir, einnig er bein- þynning algengari hjá konunum, en beinbrot eru alltof algeng afleiðing slysanna. 73% þeirra sem leita til læknis, eftir að hafa slasast í heima- og frítímaslysi, hafa dottið, þannig að mikilvæg- ast er að skoða heimilið og umhverfi þess með það fyrir augum að fyrirbyggja þessi fallslys. Ástæður heima- og frítímaslysa hjá eldri borgurum ■ Fall 73% ■ Árekstur 9% Skurður, klemma 7% Ofáreynsla 4% Aðskotahlutur 3% ■ Bit / stunga 2% Áhrif varma / bruni 1% Áhrif efna / eitur 0% ■ Ótilgreint 1% 18% þeirra aldraðra sem slösuðust í heima- og ffítímaslysum þurftu á innlögn að halda (mynd 4) sem er mun hærra hlutfall en hjá öðrum aldurshópum. Þessi slys hafa því oft á tíðum mun alvarlegri afleiðingar fyrir viðkomandi heldur en þá sem yngri eru. Brot eru tíðari, viðkomandi er oft lengi að ná sér og ná fyrri færni sem tekst ekki í öllum tilfellum. 46 777

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.