Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 50

Listin að lifa - 01.06.2006, Síða 50
Fimmta nóttin án endurgjalds! Hótel Edda er keðja sumarhótela sem nær hringinn í kringum landið. Þau varða veginn og alls staðar ættu ungir sem aldnir að finna eitthvað við sitt hæfi i fallegri náttúru íslands. Hótel Edda er nú starfrækt á fimmtán stöðum, víðast í heimavistarskólum, en einnig i sérbyggðu hótelhúsnæði. Gisting er ýmist í herbergjum með baði, í her- bergjum með handlaug eða svefnpoka- plássi. A nokkrum hótelanna er að finna „Eddu PLÚS herbergi11 sem uppfylla þrjár stjörnur, en þau eru vel búin með baði, síma og sjónvarpi. Að sögn Arngríms Fannars, sölustjóra Edduhótelanna, fá eldri borgarar, sem ferðast í hópum, bestu mögulegu kjör á Edduhótelunum. „Um árabil hafa eldri borgarar verið hluti af ánægðum viðskiptavinum okkar. Við þjónum mörgum hópum þeirra sem gista hjá okkur á hverju sumri og hafa gert í fjölda ára,“ segir Amgrímur. „Einstaklingar á eigin vegum geta líka nýtt sér góð kjör Edduhótelanna. Ef gist er í 4 nætur á einhverju Edduhótelanna fæst 5. nóttin án endurgjalds. Til dæmis má gista á IKI Laugarvatni í 2 nætur, á Hótel Eddu Skógum, í 2 nætur, gista svo frítt á Hótel Eddu, Vík í Mýrdal," segir Arngrímur og er bjartsýnn á gott ferðasumar. Edduhótelin eru í fiigru umhverfi og heillandi náttúru. Á hótelunum er að finna hagstætt verð, veitingasölu og góða þjónustu.

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.