Listin að lifa - 01.06.2006, Qupperneq 53
Þær voru glaðbeittar, ritararnir á fundinum, þær Bjarnfríður frá Akranesi, í kaffihléi: „Hjá okkur á Egilsstöðum er búið að vera sumar í allan vetur,“
Kristín frá Kópavogi og Björg frá Akureyri. sagði Brynjólfur ffá Fljótsdalshéraði „Eruð þið þá ekki orðnir langeygðir
eftir vetrinum," varð Kristófer frá Borgarnesi að orði.
Uppbygging þjónustu til að styðja
sjálfstæða búsetu aldraðra
Þjónustan verði öll á einni hendi,
þ.e. hjá sveitarfélögum
Heimahjúkrun og félagsleg heimaþjónusta verði samþætt
og hægt verði að fá þjónustu allan sólarhringinn. Efla ber þjón-
ustu heilsugæslunnar, m.a. með aukinni áherslu á heilsuefl-
andi heimsóknir, reglubundnum heimsóknum heimilislækna til
aldraðra sem njóta heimahjúkrunar og með ráðningu iðjuþjálfa.
Félagsleg heimaþjónusta sé gjaldffjáls. Akstursþjónustan sé með
ákveðinn ferðafjölda á mánuði, en rígbindi ekki við ákveðnar
heimsóknir.
Fjölgun þjónustuíbúða. Ýtt verði undir aukið framboð þjónustu-
íbúða fyrir aldraða með fjölbreyttri þjónustu og nauðsynlegum
öryggisþáttum. Fjölbreytni eignarforms verði tryggð með hlið-
sjón af ólíkum efnahag aldraðra, s.s. með eignaríbúðum, leigu-
íbúðum eða búseturéttaríbúðum.
Aðlögun, breytingar á íbúðarhúsnæði aldraðra. Við gerð
vistunarmats verði aukin áhersla lögð á framkvæmd húsnæðis-
úttektar hjá öldruðum með það markmið að gera breytingar og
endurbætur sem auðvelda athafnir dagslegs lífs. Teymi fagfólks
verði stofnað til að sinna þessum úttektum, t.d. iðjuþjálfar og fólk
með tækni- og eða iðnmenntun. Skoðað verði sérstaklega hvort
og hvernig megi koma til móts við aldraða vegna kostnaðar af
slíkum breytingum og endurbótum.
Öryggishnappar. Skoðað verði sérstaklega hvort öryggis-
hnappar geti nýst fleiri öldruðum, sé svo verði gert átak í að auka
notkun þeirra. Ennfremur þarf að rýmka reglur TR um niður-
greiðslu á öryggishnöppum svo að þær nái líka til þeirra sem búa
í sérhönnuðu húsnæði fyrir aldraða og séu ekki aðeins bundnar
við þá sem búa einir.
Dagvistarrýmum og rýmum fyrir hvíldarinnlagnir þarf að
fjölga til að létta á maka og aðstandendum sjúkra, aldraðra.
Samráðshópur um öldrunarþjónustu. Komið verði á reglu-
bundnu samráði allra þeirra sem koma á einhvern hátt að þjón-
ustu við aldraða.
Upplýsinga- og ráðgjafarþjónustu verði komið á fyrir aldr-
aða og aðstandendur þeirra þar sem fólk getur komið eða hringt
í gjaldfrjálst símanúmer og fengið allar helstu upplýsingar, hvert
eigi að leita eftir tiltekinni þjónustu, ásamt upplýsingum um rétt-
indamál aldraðra, fjármálaráðgjöf o.s.frv. Við undirbúning upp-
lýsinga- og ráðgjafarþjónustu verði náið samráð milli allra þeirra
aðila sem koma að þjónustu við aldraða eða sinna málefnum sem
varða hagsmuni aldraðra á einhvern hátt.
Kröfur Landssambands eldri borgara í
kjaramálum
Langan tíma mun taka að breyta og einfalda Iífeyriskerfið. LEB
fer því fram á að nú þegar verði greiðslum lífeyris frá TR breytt
þannig:
GEÐSJÚKDÓMAR
ERU EKKI SMITANDI
Öllum getur liðið illa - sumum mjög illa.
Oft getur hjálpað mikið að vera til staðar
og hlusta á og hlúa að þeim sem á erfitt.
LÝÐH E I LSUSTÖÐ
- lifið heil
53