Listin að lifa - 01.06.2006, Side 54

Listin að lifa - 01.06.2006, Side 54
• Byrjað verði strax á því að slaka á klónni varðandi skerðingar með því að fyrstu 30.000 krónur í tekjur á mánuði, hvaðan sem þær koma, verði undanþegnar skerðingum á tekjutrygg- ingarauka, og samsvarandi hækkun á frítekjumörkum tekju- tryggingar. • Grunnlífeyrir verði hækkaður um 13.500 krónur á mánuði. • Tekjutryggingarauki hjá hvoru hjóna verði sá sami og hjá einstaklingum. • Tekjutryggingarauki verði hækkaður um 645 krónur á mán- uði, þannig að samfella sé á milli tekjutryggingar og tekju- tryggingarauka, þó svo að ennþá sé litið á þessa bótaflokka sem aðgreindar einingar, vegna hliðarverkana. • Heimilisuppbót einstaklinga verði hækkuð um 5.000 krónur á mánuði. Þetta er nauðvörn til handa þeim allra verst settu í dag, einnig til þess að aðrir fái nokkra hækkun lífeyris, en það eru þeir sem fengu sáralitla hækkun með samkomulaginu 19. nóvember 2002. Krafan er að þetta komi til framkvæmda strax á þessu ári. Hækkun tekjutryggingarauka þýðir að bætur hvors hjóna hækka um 4.361+645 kr. eða samtals um 5.006 kr. á mánuði. Kostnaður ríkisins er um 380 milljónir á ári, en með tilliti til tekjuskatts um 280 milljónir á ári. Hækkun heimilisuppbótar þýðir 174 milljón króna á ári, en með tilliti til tekjuskatta 130 milljónir á ári. 30.000 króna frítekjumark þýðir 13.500 kr. hækkun á lífeyri flestra þeirra sem tekjutryggingar og tekjutryggingarauka njóta í dag og mun kosta um 3,3 milljarð króna, en með tilliti til tekju- skatts er raunkostnaður nálægt 2,0 milljörðum króna á ári. Þessar Sigviildi Snær Knldalóns Reykjavík „Ég hef notað SagaPro um nokkum tíma og er afar ánægður með árangurinn. Ég tek eina töflu áður en ég fer að sofa og hefverið nær laus við salernisferðir á nóttunni og þakka það notkun á SagaPro." Vaknar þú oft á nóttunni? SagaPro er náttúruvara frá SagaMedica, einkum ætluð karlmönnum sem vakna oft á nóttunni. Vísbendingar eru um að SagaPro geti einnig gagnast konum. SagaPro er unnin úr íslenskri ætihvönn. SAGAMfcDICA Sækjum styrk í íslenskt náttúruafl! sagaMedica www.sagamedica.is hófsömu kröfur eru nálægt þeim mörkum að greiðslur ríkisins til lífeyrisþega verði sama hlutfall af tekjum ríkissjóðs og var á síð- asta ári. Kröfur þessar eru aðeins fyrsta skref í frekari kröfugerð til lagfæringar á kjörum eldri borgara. Krafa LEB er að grunnlífeyrir verði skattffjáls. Einnig að hann verði hækkaður til samræmis við það sem hann var í upphafi og greiddur óskertur til allra. Samhliða ofangreindum breytingum verði 66 ára og eldri gefinn kostur á að ffesta töku lífeyris gegn hækkun lífeyrisgreiðslna. Horfið verði í áföngum ffá því fyrirkomulagi að leggja saman tekjur hjóna, deila í með tveimur og miða álögur við það. Benedikt heiðursfélagi LEB Sambandsstjórn LEB ákvað á fundi sínum að gera Benedikt Davíðsson, fyrrverandi formann og ffamkvæmdastjóra Landssambandsins, að heiðursfélaga sinum. Störf Benedikt eru mönnum vel kunn. Hann tók þátt í rót- tækum breytingum á starfsemi Trésmiðafélags Reykjavíkur á 6. áratug síðustu aldar og gerði það að stéttarfélagi. Hann var um áratugaskeið formaður Sambands byggingamanna. Forseti Alþýðusambands íslands á árunum 1992 til 1996. Benedikt hefur sinnt margvíslegum trúnaðarstörfum um ævina, sat meðal annars f stjórn Norræna bygginga- og tréiðnaðarmannasambandsins, var formaður bankaráðs Alþýðubankans, formaður Landssambands lífeyrissjóða og átti lengi sæti í miðstjórn ASÍ. Stjórn Landssambandsins óskar Benedikt og fjölskyldu hans allra heilla um ókomin ár og væntir þess að mega leita til hans þegar góðra ráða gerist þörf.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.