Listin að lifa - 01.06.2006, Page 60

Listin að lifa - 01.06.2006, Page 60
Þjónusta í trú, von og kærleika að er sérstakt ánægjuefni að fá að rita nokkur orð í þetta ágæta blað eldri borgara, til kynningar á því starfi sem ég starfa að sem héraðsprestur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Ahersla er lögð á starf að málefnum eldri borgara í samvinnu við Velferðarsvið Reykjavíkurborgar. Þar má meðal annars nefna menningar- og fræðsludagskrá i þjónustumiðstöðvum aldraðra auk sálgæslu og umsjá helgistunda þar. Þá má nefna reglubundið helgihald og sálgæslu í Seljahlíð, hjúkrunarheimili aldraðra. Það er mjög áhugavert og gefandi að vera kominn inn á þetta svið að starfa að málefnum eldri borgara eða heldri borgara þessa lands, eins og stundum er sagt, sem svo mjög eru í umræðunni þessa dagana. Þegar litið er til hagsmuna eldri borgara eins og þeir blasa nú við, þá er alveg ljóst að afar margt má betur fara. Ætla ég nú ekki að fara að telja það allt upp hér, enda hefir það verið gert allmyndarlega í fjölmiðlum landsins undanfarna daga. Legg ég þá von til að ýmislegt sem þar hefir verið skrifað gleymist ekki fljótlega eftir kosningarnar sem framundan eru. Það að fara á eftirlaun getur verið afskaplega mismunandi og þar má nefna heilsufar, húsnæði, fjárhag og síðan tómstundir. Margt af því fólki sem er að ljúka starfsævinni býr enn við mikla starfsgetu og býr að mikilli þekkingu sem gæti hæglega nýst þjóð- félaginu með margvíslegum hætti. Það væri hollt fyrir nútíma- samfélagið að horfa til aðstæðna hjá jafnvel mjög frumstæðum þjóðflokkum. Þar eru engar meiriháttar ákvarðanir teknar án samráðs við öldunga ættflokksins, því að þar er þekkingin og reynslan fyrir hendi. Já, jarðsambandið er í lagi hjá ættflokknum og engar ákvarðanir teknar nema með heildarhagsmuni sam- félagsins í huga. Það getur því ekki verið hagstætt háhraðasamfélagi nútímans að taka eldri borgara og koma þeim fyrir á afmörkuðum stofn- unum, í svo miklum mæli sem gert er, þar sem tengslin við sam- félagið geta aldrei orðið eins náin eins og þegar fólkið fær að taka þátt í atburðum hversdagsins, hver á sínum forsendum, eftir getu og áhuga. Mjög krefjandi starf er unnið á dvalarheimilum og hjúkrunarheimilum fyrir eldri borgara. Mikið álag er á starfs- fólkinu og mikilvægt að gera vel við það, því að oft mun hafa verið erfitt að manna allar stöður í þessum mikilvægu umönnun- arstörfum. Þau tímamót sem verða við starfslok eru mjög afgerandi og því er nauðsynlegt að undirbúa þau eins og kostur er. Staðreyndin er hins vegar sú að það vill oft farast fyrir og í samtölum mínum við eldri borgara hefur komið í ljós að margir eru mjög ráðvilltir og virðist margt koma á óvart í þessum aðstæðum. Huga þarf að hagsmunum þessa fólks í félagslegum, andlegum og trúarlegum skilningi, af mikilli virðingu. Þar geta hin ýmsu námskeið komið að gagni og því er ég með meðal annars í boði fyrirlestur um starfslok, fyrir þetta ágæta fólk. Þar er leitast við að upplýsa um möguleika i stöðunni og aðstoða fólk við að leysa úr oft erfiðum tilfinningum þessu samfara. Meginþunginn í starfi mínu er starf með eldri borgurum og samvinna með þeim sem starfa að þjónustu við þennan merka aldurshóp. Því er það að ég hefi leitast við að aðlaga það fræðslu- efni sem ég hef upp á að bjóða að hagsmunum bæði eldri borg- ara og starfsfólks í þjónustugreinum. Má þar nefna, auk fyrirlest- urs um undirbúning vegna starfsloka, námskeið sem stuðlar að auknum skilningi á manneskjunni sem tilfinningaveru „Dansaðu eftir þinni eigin músik“ sem nýtist bæði eldri borgurum og starfs- fólki, námskeið um sálgæslu og sorgarúrvinnslu (streituúrvinnsla), fýrirlestur um áföll og áfallahjálp, fyrirlestur um öryggismál eldri borgara, námskeið um að vinna úr fjármálastöðu við missi maka í samvinnu við viðskiptabanka, fyrirlestrar um trúarleg málefni, svo sem „Hin helgu trúartákn og trúin.” Alfanámskeið sem fjalla um Kristna trú og miða að því að gera trúna að meira gildandi þætti í lífi olckar. Hafa Alfanámskeiðin farið sigurför um heiminn og verið tekið fagnandi af kristnum kirkjudeildum mjög víða. Það er mér sérstakt gleðiefni að geta sagt frá því að ég upplifi mjög jákvæðar væntingar frá Velferðarsviði Reykjavíkurborgar og frá Félagi eldri borgara í Reykjavík til starfa minna að hags- munum eldri borgara. Kem ég með útrétta vinarhönd til þess stóra hóps sem starfar að þjónustu við eldri borgara í þeirri von að við getum snúið bökum saman i hinu mikilvæga starfi okkar. Gott væri að heyra frá góðum samherjum til samhæfingar og samstarfs í kærleika. Eg er með aðsetur í kjallara safnaðarheimilis Grensáskirkju. Þar er ég til staðar fyrir fólkið og með viðtalstíma eftir þörfum. Einnig er hægt að leita til mín þegar á þarf að halda, á nóttu sem degi í síma 897-6545. Geng ég fram í þessari þjónustu til fulltingis hagsmunum eldri borgara sérstaklega, í trú sem aldrei efast, von sem aldrei bregst og kærleika sem umvefur systur og bræður í Kristi. Hans Markús Hafsteinsson, Héraðsprestur. GSM 897-6545. Netfang: hansmark@centrum.is SafnasvæðiðAkranesi Görðum, 300 Akrancs Sími: 431 5566/431 1255 www.museum.is muscum@muscum.is REGATTA >

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.