Fréttatíminn - 20.03.2015, Síða 10
A
Að óbreyttu stefnir í verkfall Starfsgreina-
sambandsins eftir páska en líkur eru á því að
heimild til verkfallsboðunar verði samþykkt
á næstunni í sameiginlegri atkvæðagreiðslu
sextán aðildarfélaga sambandsins. Innan
þeirra vébanda eru nær 13 þúsund manns.
Það stefnir því í það sem margir spáðu – og
óttuðust – að átök yrðu á vinnumarkaði í
vetur og vor, jafnvel harðvítug.
Kröfur Starfsgreinasambandsins eru þær að
lægstu laun verði 300 þúsund
krónur á mánuði innan þriggja
ára. Samtök atvinnulífsins
höfnuðu þeim kröfum. Starfs-
greinasambandið beitir neyð-
arrétti sínum, telur að lægstu
laun í landinu séu til skammar.
Haft var eftir Birni Snæbjörns-
syni, formanni Starfsgreinasam-
bandsins, að það væri á ábyrgð
Samtaka atvinnulífsins að fólk
hefði ekki í sig og á. Rök Sam-
taka atvinnulífsins, þegar kröfu
Starfsgreinasambandsins var hafnað, voru þau
að samtökin vildu áfram byggja upp kaupmátt
launa á grundvelli hóflegra launahækkana og
verðstöðugleika. Nálgun Starfsgreinasam-
bandsins, að krefjast tugprósenta launahækk-
ana, myndi leiða til mikillar verðbólgu á
skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum
skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og
fella gengi krónunnar.
Í kjaradeilu Starfsgreinasambandsins og
Samtaka atvinnulífsins er það svo, eins og
gjarna í hliðstæðum deilum, að rök beggja
eru gild. Vandinn er að finna þolanlega niður-
stöðu áður en samningsaðilar og samfélagið
skaðast verulega. Það er óumdeilt markmið
að menn lifi af launum sínum en jafnframt er
vitað af reynslu undangenginna áratuga að
launahækkanir hafa tilhneigingu til að ganga
yfir allar starfsgreinar. Samanburðartölum er
óspart beitt hjá öllum stéttum. Innistæðulausar
hækkanir kjarasamninga skila sér því fljótt
út í samfélagið með aukinni verðbólgu, rýrari
krónu og því sem verst kemur sér fyrir allan
þorra fólks, verulegri hækkun verðtryggðra
íbúðalána.
Þessa sögu þekkja allir, ekki síst þeir sem
starfa beggja vegna borðs að gerð kjara-
samninga. Það er því mikil ábyrgð á þeirra
herðum þegar leitað er ásættanlegrar niður-
stöðu. Samningsaðilar á almenna markaðnum
gerðu merka tilraun þegar gengið var frá síð-
ustu kjarasamingum. Samið var um hóflegar
launahækkanir en á móti var þess vænst að
kaupmáttur ykist. Það gekk eftir. Kaupmáttur
jókst verulega og verðbólga hjaðnaði. Hún hef-
ur ekki verið lægri um langt árabil. Þá hefur
krónan verið í jafnvægi. Þetta hefur skilað sér
í ábata fyrir heimilin með meiri kaupmætti en
ekki síst í jafnvægi verðtryggðu lánanna. Slíkt
er kjarabót sem verður að verja með öllum til-
tækum ráðum. Það er ólíðandi að þjóðin missi
úr höndum sér þá stöðu sem náðst hefur.
Forystumenn Starfsgreinasambandsins,
sem lögðu sitt lóð á vogarskálarnar í síðustu
kjarasamningum, segja tilraunina ekki hafa
gengið upp þar sem ekki hafi allir tekið þátt.
Þar er meðal annars vísað til þess að hið opin-
bera hafi farið út fyrir settan ramma þegar
samið var við kennara og síðar lækna. Þetta má
til sanns vegar færa en rök fyrir umframhækk-
unum til þessara stétta eru kunn, að mennta-
kerfið en einkum heilbrigðiskerfið hafi verið
komið á heljarþröm og því hafi hið opinbera
nauðbeygt samið, nánast verið knésett.
Þrátt fyrir þetta er samfélagslega skynsam-
legt að halda áfram á þeirri braut sem mörk-
uð var í síðustu kjarasamningum, að ná fram
auknum kaupmætti og viðhalda efnahagsleg-
um stöðugleika í stað þess að efna til ófriðar
sem leiða mun til þess að allir tapa. Samhliða
því þarf hins vegar að nást samstaða um að
horfa sérstaklega til þeirra sem lægst hafa
launin, að bæta þeirra.
Fram kom í fréttaskýringu í Morgunblaðinu
fyrr í vikunni, um stöðu kjarasamninganna,
að önnur stéttarfélög innan ASÍ en Starfs-
greinasambandið hugi þessa dagana að sér-
samningum fyrir sína félagsmenn í stað þess
að takast á um launakröfur strax í upphafi við-
ræðna. Flóafélögin svokölluðu og verslunar-
menn vilja semja til árs og hið sama á við um
iðnaðarmenn.
Miðað við aðstæður nú er sú leið sennilega
greiðfærari en leiðin sem Starfsgreinasam-
bandið valdi.
Stefnir í verkfall Starfsgreinasambandsins eftir páska
Greiðfærarari leið að semja til árs
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur
Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@
frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
niðurhal
einfalt
ótakmarkað
6.990
ljósleiðari ljósnet
vortex.is 525 2400
VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS
Hobby sameinar nútímalegt útlit ásamt miklu
notagildi. Niðurstaðan er falleg hjólhýsi
að innan sem utan þar sem þér og
fjölskyldu þinni líður vel.
Opið um helgar frá
klukkan 12 til 16
De Luxe 400 SFe 3.975.000
Prestige 560 UKF 4.995.000
Prestige 495 UL 4.595.000
Excellent 460 UFe 4.295.000
Prestige 720 UKFe 5.995.000
Excellent 560 CFe 4.995.000
10 viðhorf Helgin 20.-22. mars 2015