Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 23

Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 23
„Ég er að koma heim eftir nokk- urra ára fjarveru,“ segir Siggi eins og hann er kallaður. „Ég var hérna síðast fyrir einhverjum tíu árum og þá hafði ég verið hér í ein- hver 25 ár rúmlega. Síðan fór ég á flakk, vann bæði í sjónvarpinu og í Borgarleikhúsinu og hef komið víða við,“ segir Siggi. „Leikferill- inn er að verða býsna langur, ég þori ekki hugsa svona langt aft- ur,“ segir Siggi. „Ég útskrifast 1976 svo þetta eru að verða 40 ár,“ segir Siggi sem er 58 ára gamall. „Mér finnst ótrúlega stutt síðan ég var að leika bakaradrenginn í Dýrunum í Hálsaskógi, sem var mitt fyrsta hlutverk. Hlutverkin hafa breyst með aldrinum. Maður byrjar á því að leika unga mann- inn, og færir sig svo í pabbann og svo er maður kominn í afann voða mikið í dag,“ segir Siggi. Skeggið er inn Siggi skartar mjög myndarlegu skeggi um þessar mundir og kem- ur það til upprunalega vegna hlut- verks í kvikmyndinni Hrútar sem tekin var upp í vetur. Siggi er þó ekkert á því að hann muni raka sig á næstunni. „Skeggið er búið að klippa oft, og það hefur verið meira,“ segir Siggi. „En ég byrjaði að safna í maí á síðasta ári. Ætli þetta sé ekki bara komið til að vera. Ég get allavega ekki rakað mig núna leikandi útilegumann í Fjalla- Eyvindi,“ segir Siggi. „Svo er þetta inn í dag meðal ungra og aldinna. Útilegumaðurinn er skemmtilegt hlutverk. Hann er vinur þeirra Ey- vindar og Höllu og svo er bara svo gaman að koma að þessu leikriti. Þetta er einn af hornsteinum ís- lenskrar leikritunar og ég er mjög áhugasamur um leiklistarsöguna.“ Fjalla Eyvindur og Halla er í leik- stjórn Þjóðverjans Stefan Metz og Siggi segir það frábært að vinna að jafn íslensku leikverki og Fjalla-Ey- vindur er, með útlendingi. „Það er alveg brilljant að fá utanaðkomandi aðila til þess að skoða þetta með okkur,“ segir Siggi. „Hann er kannski ekki með allt aðra sýn á þetta en hann víkk- ar okkar sýn á þessu. Svo þekkir hann okkur vel og er á heima- velli.“ Í kvikmyndinni Hrútar sem er í leikstjórn Gríms Hákonarsonar leikur Siggi bónda sem býr einn á sveitabæ í nágrenni við bróður sinn, sem leikinn er af Theódóri Júlíus- syni. „Þetta er athyglisverð mynd, og það hlutverk sem mér þykir hvað vænst um á undanförnum árum,“ segir Siggi. „Myndin fjallar um bræður sem búa í sömu sveit og stunda fjárbúskap, en hafa ekki tal- ast við í 40 ár. Síðan dynur yfir sveit- ina áfall og niðurskurður og myndin fjallar um það.“ Af hverju er þér hlutverkið svona kært? „Í fyrsta lagi er þetta gott handrit, sem er grunnur alls í bíó- mynd. Grímur er frábær leikstjóri og samvinnan við Theódór var mjög gefandi,“ segir Siggi. „Það er líka bara þessi sveitastemming sem ég er hrifinn af. Mín fyrsta mynd var Land og synir þar sem ég lék sveita- mann og ég kann vel við það,“ segir Siggi. Textinn síaðist inn Í vikunni sló Siggi í gegn enn einu sinni þegar hann birtist í nýjasta myndbandi Of Monsters And Men, Chrystals. Siggi segist vera mikill aðdáandi sveitarinnar. „Þetta kom mér jafn mikið á óvart og öðrum,“ segir Siggi. „Mér vafðist tunga um tönn í stutta stund, en svo hugsaði ég bara að maður verður að hafa gaman að lífinu. Þetta var tæki- færi sem maður fær ekkert endi- lega aftur og mér þykir vænt um þessa hljómsveit. Ég naut þess að gera þetta,“ segir Siggi. „Þetta voru nú ekkert margar tökur og textinn síaðist inn, ég fékk ekki langan undirbúningstíma.“ Framundan hjá Sigga eru mörg verkefni. Hann er að skrifa leikrit ásamt félaga sínum Karli Ágústi Úlfssyni og einnig er verið að vinna að þáttum um sögu Spaugstofunn- ar sem er stór partur af sögu sjón- varps á Íslandi. Honum sýnist líka að hann muni ílengjast eitthvað á sínum gamla heimavelli, Þjóðleik- húsinu. „Mér líkar sú tilhugsun mjög vel, að ílengjast á þessum fæðingarstað mínum,“ segir Siggi. „Ég er kominn með gamla her- bergið mitt og þetta er staður sem mér þykir vænt um. Hér hef ég lært hvað mest og það er gott að koma heim,“ segir Siggi Sigurjóns. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is „Ég er sveitakarl og kann vel við að leika slíka karla,“ segir Siggi Sigur- jóns. Hér hann í hlutverki sínu í kvikmyndinni Hrútum eftir Grím Hákonarson. Þessi sena var tekin á bænum Bólstað í Bárðardal. viðtal 23 Helgin 20.-22. mars 2015 E N N E M M / S ÍA / N M 6 8 0 1 3 Frestur til að samþykkja höfuðstólsleiðréttinguna er til 23. mars* Rafræn skilríki islandsbanki.is Netspjall Sími 440 4000 Facebook Þú samþykkir leiðréttinguna með rafrænum skilríkjum í farsíma Rafræn skilríki eru nauðsynleg til að samþykkja leiðréttingu verðtryggðra húsnæðislána. Á vef Íslandsbanka geturðu slegið inn símanúmerið þitt og athugað hvort þú sért með rétta tegund af SIM korti. Ef þú ert með rétta kortið geturðu komið til okkar og við aðstoðum þig við að virkja skilríkin. Skilríkin geturðu notað við innskráningu í Netbankann en einnig til að fara inn á vefsvæði hjá um 100 þjónustuveitendum. Nánar um rafræn skilríki á islandsbanki.is/skilriki *Fyrir þá aðila sem gátu samþykkt frá og með 23. desember 2014. Við hvetjum þig til að fá þér rafræn skilríki í símann þinn svo að þú getir samþykkt leiðréttinguna.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.