Fréttatíminn - 20.03.2015, Page 38
Laugardagstilboð
– á völdum dúkum, servéttum og kertum
se
rv
ét
tú
r
ke
rt
i
dú
ka
r
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík
Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is
®
Ýmis servéttubrot
Sjá hér!
Verslun RV er opin virka daga kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-16
Rekstrarvörur
- vinna með þér
Á Íslandi er talið að þriðj-ungur þeirra matvæla sem framleiddur er, endi sem
sorp á einn eða annan hátt. Þessi
sóun á sér stað á öllum stigum; í
ræktuninni, strax við uppskeru, við
flutning, hjá framleiðendum, í versl-
unum, í mötuneytum á veitingastöð-
um og hjá neytendum. Forsvars-
menn Vakandi telja það vera sína
samfélagslegu ábyrgð að stemma
stigu við þessu. „Við viljum taka
málefnið föstum tökum og vinna í
sameiningu að því að minnka sóun.
Við teljum það skyldu okkar að
skilja eitthvað eftir fyrir komandi
kynslóðir þannig að það þrífist líf
þegar afkomendur okkar vaxa úr
grasi,“ segir Rakel Garðarsdóttir,
stofnandiVakandi.
Matarsóun er stórt vandmál
Rakel hefur lengi verið að velta
fyrir sér afleiðingum matarsóunar.
„Matarsóun er mjög stórt vandamál
í heiminum, bæði umhverfislega og
efnahagslega. En það er í raun mjög
auðvelt fyrir okkur sem einstaklinga
og neytendur að hægja á þessu og
breyta neyslumynstri okkar og sóa
minna. Við getum tekið lítil skref í
átt því að breyta neysluvenjum okkar
til hins betra og bæta þannig heim-
inn, smátt og smátt,“ segir Rakel.
Í dag er Vakandi hennar aðal-
Þörf er á betri fyrirmyndum
þegar kemur að um-
hverfisvernd
áhugamál og lítur hún svo á að
allir þeir sem eru vakandi fyrir
matarsóun séu meðlimir Vakandi.
Rakel fagnar vaxandi umræðu um
matarsóun. Kvenfélagasamband Ís-
lands er meðal þeirra samtaka sem
vilja vekja athygli á afleiðingum
matarsóunar en í nýlegri yfirlýsingu
frá félaginu kemur fram að hlutverk
Samkeppniseftirlitsins eigi að vera
að vinna gegn matarsóun.
Sambandið hvetur framleiðendur,
birgja og verslanir til að bregðast
við mikilli matarsóun sem á sér stað
þegar vörum sem komnar eru á síð-
asta söludag er fargað, í stað þess
að þær séu til dæmis seldar á niður-
settu verði eða viðskiptaháttum sé
breytt þannig að matvæli verði nýtt.
Alþjóðlegt samstarf
Vakandi á í góðu samstarfi við marga
aðila og er Rakel einnig í starfshópi
á vegum umhverfisráðuneytisins
sem fjallar um matarsóun og þau úr-
ræði sem eru í boði. Unric, upplýs-
ingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna
í Vestur-Evrópu, heldur að hluta til
utan um starfsemi Vakandi og hýsir
meðal annars vefsíðu samtakanna:
http://www.unric.org/is/vakandi.
„Það er margt fólk bæði hér heima
og úti sem er til í að hjálpa, sem er
æðislegt og hefur haft mikil áhrif.
Við stóðum meðal annars að stórri
ráðstefnu í Hörpu síðastliðið haust og
fengum þar meðal annars Selinu Juul
til að halda erindi, en hún er dönsk
baráttukona gegn sóun matvæla.
Hún var nýverið útnefnd Dani ársins
2014 í kosningu blaðsins Berlingske
Tidende. Það var meiriháttar að fá
hana hingað til landsins til að deila
sinni reynslu,“ segir Rakel og það er
greinilegt að Vakandi kemur víða við.
Dreifir út boðskapnum með
bókaútgáfu
Fyrir áramót kom út bókin „Vak-
andi veröld – Ástaróður“ eftir Rak-
el og Margréti Marteinsdóttur. Í
bókinni er fjallað um matarsóun,
meðvitund um umhverfið og hvern-
ig hægt er að nýta tímann og pen-
inga betur í neyslu. „Mig langaði
að dreifa út boðskapnum og bækur
eru frábær miðill til að koma upp-
lýsingum á framfæri. Vakandi ver-
öld er skemmtileg og auðlesin bók
um alvarlegt málefni og þetta er
bók sem á að höfða til allra,“ segir
Rakel.
Við þurfum betri fyrirmyndir
Rakel er þeirrar skoðunar að mikil
þörf sé fyrir samtök eins og Vak-
andi á Íslandi. „Manni líður svo-
lítið þannig að þeir sem stjórna
mestu hér á landi hafi ekkert mik-
inn áhuga á þessum málaflokki.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra hélt til dæmis
ræðu í nóvember um rafbílavæð-
ingu Íslands og kosti hennar, en
svo korteri seinna kaupir hann, og
fleiri ráðherrar, einhverja risastóra
bensínháka. Við getum ekki auglýst
Ísland sem grænt og fallegt land á
sama tíma og ráðamenn keyra um
á risastórum bensínbílum,“ segir
Rakel. Vakandi veröld er hluti af
vitundarvakningunni sem er nauð-
synleg meðal Íslendinga. „Við þurf-
um betri fyrirmyndir. Þeir sem eru
áberandi í samfélaginu verða að
sýna gott fordæmi þegar kemur að
umhverfisvernd,“ segir Rakel.
Erla María Markúsdóttir
erlamaria@frettatiminn.is
Vitundarvakning
um sóun á matvælum
Rakel Garðarsdóttir vill stuðla að vitundarvakningu meðal Íslendinga um sóun á
matvælum Ljósmynd/Hari
38 fréttir Helgin 20.-22. mars 2015