Fréttatíminn


Fréttatíminn - 20.03.2015, Side 62

Fréttatíminn - 20.03.2015, Side 62
62 matur & vín Helgin 20.-22. mars 2015 Íburðarmikið, einfalt og allt þar á milli Öllum finnst gaman að fara út að borða. Enn skemmtilegra er að heimsækja veit- ingastaði sem bera af í innanhússhönnun. Hér eru fimm veitingastaðir um allan heim sem þykja bera af í hönnun og útliti. The Press Club Melbourne Mikkeller & Friends Kaupmannahöfn Ammo Hong Kong Gamsei München  Bækur NaNNa rögNvaldardóttir í Nostalgíuham í ömmumat NöNNu s vona salöt þóttu algjörlega ómissandi í öllum partíum á menntaskólaárum mínum og voru yfirleitt nánast eins en ég þótti býsna framúrstefnuleg því ég átti til að krydda salatið t.d. með karríi eða blanda smátt saxaðri papriku og fleiru út í,“ segir Nanna Rögn- valdardóttir matgæðingur. Á dögunum kom út ný mat- reiðslubók eftir Nönnu, Ömm- umatur Nönnu, en í henni er að finna sígildar uppskriftir að mat sem Íslendingar þekkja vel. Meðal þess sem Nanna kennir lesendum að matreiða er lambalæri, kálböggl- ar, kótelettur í raspi, plokkfiskur og grjónagrautur. Svo ekki sé minnst á kokteilsósu, brauðtertu og fisk- gratín. Þetta er sumsé algjör nost- algíubók og við fengum Nönnu til að leggja okkur til uppskrift að sí- gildu rækjusalati. „Þetta er frekar klassískt rækju- salat frá áttunda áratugnum nema hvað vorlaukurinn er seinni tíma viðbót, hann þekktist ekki þá en sumir notuðu svolítinn rifinn eða fínsaxaðan lauk eða kannski gras- lauk. Oftar en ekki var eingöngu notað majónes en mér finnst mun betra að nota blöndu af majónesi og sýrðum rjóma. Svona salöt voru af- skaplega vinsæl í alls konar veislum og samkomum og ævinlega borin fram með Ritzkexi eða svipuðu kexi. Þau þekkjast reyndar mun fyrr og það var oft hægt að kaupa rækjusalat í verslunum en heima- tilbúið rækjusalat sló ekki í gegn fyrr en frosnar og pillaðar rækjur fóru almennt að fást upp úr 1960, því áður var eiginlega eingöngu hægt að fá niðursoðnar rækjur,“ segir Nanna. „Á þessum árum var niðursoð- inn ananas mjög vinsæll – á pítsur, á hamborgara, á grillsteik og hvað- eina og rækjusalatið slapp ekki heldur við hann. Maður sér hann ekki oft núna og ég sleppi honum yfirleitt ef ég geri rækjusalat en mundi kannski hafa hann með ef ég væri að fá gamla skólafélaga í heim- sókn, svona upp á nostalgíuna.“ Nanna Rögnvaldardóttir horfir til fortíðar í nýrri matreiðslubók sinni. Í henni er meðal annars uppskrift að hinu fullkomna rækjusalati sem smellpassar á brauð og Ritzkez. Svona á að gera alvöru rækjusalat Rækjusalat 1 kg Á áttunda áratugnum var eiginlega óhugsandi að halda partí án þess að bjóða upp á rækjusalat og Ritzkex. Rækjusalöt þessara ára innihéldu yfirleitt kurlaðan eða saxaðan ananas og það má alveg blanda honum saman við þetta salat – láttu þó sem minnst af vökvanum úr dósinni fylgja með, annars verður salatið of þunnt. Salatið er líka gott á sam- lokur eða sem fylling í brauðtertur en þá er best að sleppa ananasinum alveg. 500 g rækjur, soðnar og skelflettar 6 egg 200 g majónes 200 g sýrður rjómi, 36 eða 18% 1-2 tsk paprikuduft pipar og salt 2-3 vorlaukar (grænu blöðin) e.t.v. graslaukur Settu rækjurnar í sigti og láttu þær þiðna alveg. Sjóddu eggin í 9 mínútur, kældu þau vel, skurn- flettu þau og saxaðu smátt. Settu majónes, sýrðan rjóma og papr- ikuduft í skál, hrærðu vel saman og bragðbættu með pipar og salti eftir smekk. Saxaðu grænu vorlauksblöðin smátt og blandaðu saman við, ásamt eggjum og rækjum. Settu salatið í skál og stráðu papriku- dufti og e.t.v. söxuðum graslauk eða vorlauk yfir. Berðu fram með brauði eða kexi. Ljósmynd/Hari – N Ú Á T I L B O Ð I – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR Gunnar Smári skrifar um þjóðmálin og hefur tekið upp þráðinn við matarskrif Nýr vefur Fréttatímans er kominn í loftið www.frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.