Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 2

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 2
Pappírsstöðlun Frá vinstri: Guðjón S. Sigurðsson, Björn Jónsson, Jónas M. Guðmundsson, Sveinn Björns- son, Björgvin Sigurðsson, Jón E. Agástsson og Pé.tur Sigurðsson. A myndina vantar Þor- varð Aljonsson og Eggert G. Þorsteinsson. Tæknileg atriði kaupgjaldsmála Kymiísför tíl Hollands og Noregs Dagana 3. til 17. júní s.l. efndi Iðn- aðarmálastofnun íslands til kynnis- farar fulltrúa samtaka launþega og vinnuveitenda til Hollands og Noregs í þeim tilgangi að kynna þátttökuað- ilum hinar tæknilegu hliðar kaup- gjaldsmála í þessum löndum. Meðal þess, sem á dagskrá var má nefna launakerfi og ákvæðisvinnu, hagnýt- ingu vinnurannsókna og starfsmats, og sömuleiðis fræðslustarfsemi og samstarf heildarsamtaka launþega og vinnuveitenda á þessum sviðum. För þessi var farin með stuðningi Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD), sem greiddi fargjöld þátttakenda og skipulagði dvöl hóps- ins í samvinnu við IMSÍ og fram- leiðnistofnanirnar í Hollandi og Nor- egi, Contactgroep Opovering Produk- tiviteit og Norsk Produktivitets- institutt. Þátttakendur áttu viðræður við ýmsa leiðtoga heildarsamtaka vinnu- veitenda og launþega og heimsóttu ýmsar stofnanir og fyrirtæki, þar sem tækifæri gafst til þess að kynnast þeim hlutum í framkvæmd, sem á dagskrá voru. Þátttakendur í för þessari voru: Björgvin Sigurðsson, framkvstjóri Vinnuveitendasambands Islands, Björn Jónsson alþm., fulltrúi Al- þýðusambands Islands, Eggert G. Þorsteinsson alþm., full- trúi Iðnsveinaráðs Alþýðusambands íslands, Guðjón S. Sigurðsson, form. Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, Jónas M. Guðmundsson ráðunaut- ur, fulltrúi Vinnumálasambands Sam- vinnufélaganna, Jón Eiður Ágústsson málaram., fulltrúi Landssambands iðnaðar- manna, Pétur Sigurðsson alþm., formaður þingnefndar, sem fjallar um ráðstaf- anir til að koma á 8 stunda vinnudegi verkafólks, Sveinn Björnsson, frkvstj. Iðnað- armálastofnunar Islands, sem jafn- framt var fararstjóri, og Þorvarður Alfonsson, skrifstofustj. Félags ísl. iðnrekenda. I forustugrein er nánar rætt um förina. Það er erfitt að hugsa sér, hvernig þjóðfélag, ef allur pappír yrði í burtu tekinn. Þessar einkennilegu þunnu flögur, sem við köllum pappír, grípa svo mjög inn í allt líf okkar. Við er- um hálfgerðir pappírsþrælar. Það eru til fæðingarskýrslur og dánarvottorð og aragrúi af öðrum pappír þar á milli. Er nokkur leið að hemja þetta mikla pappírsflóð, að hafa stjórn á því, draga úr kostnaði þess eða minnka umfang þess? Það er einmitt einkenni nútímaþj óðfélags, að það vill hafa stjórn á öllum hlutum. Hér á landi hefur þó stjórn pappírs- mála verið í megnasta ólestri, og er í rauninni engin slik stjórn til. Nú er von á einhverri bót í málinu. IMSI hefur, samkvæmt beiðni frá Félagi ísl. prentsmiðjueigenda, gengizt fyrir stofnun nefndar, sem þinga skal um stöðlun páppírs nú í sumar. Með fyrsta fundi þessarar pappírs- stöðlunarnefndar hinn 30. maí s.l. var máli þessu ýtt úr vör. IMSÍ hefur ráð- ið nýjan starfsmann, Þorstein Magn- ússon viðskiptafræðinema, til að vinna að þessum málum í sumar í samráði við nefndina. Stjórn IMSI fór fram á það við nokkra aðila, að þeir tilnefndu full- trúa í nefnd þessa. Allir tóku þeir því mjög vel. Eftirfarandi aðilar sátu þennan fyrsta fund nefndarinnar: Bókbindarafélag Islands, Grétar Sig- urðsson, Félag Bókabandsiðnrekenda, Gunnar Þorleifsson. Félag ísl. iðnrekenda, Þorvarður Al- fonsson, Félag ísl. prentsmiðjueigenda, Haf- steinn Guðmundsson, Hið ísl. prentarafélag, Oskar Guðna- son, Iðnaðarmálastofnun Islands, Sveinn Björnsson, Ríkisendurskoðunin, Jón Ólafsson, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Magn- ús Ástmarsson, Framh. á 44. bls. 30 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.