Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 20
Lofttæmiútbúnaðurinn er samsett- ur af lofttæmingardælu, sem gengur fyrir vélarafli vagnsins, ásamt viðeig- andi stjórntæki. Sjálfvirkur viSvör- unarútbúnaSur gefur bæSi sjón- og hljóSmerki, ef lofttæmingin er ekki nægilega sterk til aS tryggja örugga festingu. Sogararnir, einn eSa fleiri, eru tengdir viS meS sérstökum hos- um. Þeir eru bornir uppi af grindum, sem hanga í keSjum úr kranakrók eSa gaffli. Til aS hagnýta aS fullu kosti lofttæmilyftingar viS meShöndlun á plötum, hefur veriS gerS viSbótar- krossbóma, sem hægt er aS halla. Bómunni er komiS fyrir á sleSanum í staSinn fyrir gaffal, og má stjórna henni meS vökvaþrýstingi, þannig aS hægt sé aS halda plötunni ýmist lá- réttri, lóSréttri eSa í hvaSa stöSu, sem óskaS er. Hægt er aS flytja sogarana til, eftir bómunni, og festa þá hvar sem þörf krefur. Sogarar eru nú fáanlegir, kringlótt- ir eSa hyrndir, í fjórum stærSum, meS lyftiafli frá 100—500 kg. Framleiðandi er Steinbock G.m.b.H., Moosburg/Obb., Þýzkalandi. — Ur „För- dern und Heben“ no. 6, 1961. — E.T.D. no. 4695. Plastgeymar til vökvaflutninga TaliS er sennilegt, að geymar úr resin-trefjagleri, sem fyrirtæki í Udine (Ítalíu) hefur nýlega tekiS aS framleiða, muni fljótlega — vegna léttleika og annarra kosta — ryðja úr vegi eldri gerðum af geymum til flutninga á víni, mjólk, brennsluolí- um o. s. frv. SINTO-BLINDA-geymirinn er gerður af trefjagleri, blönduðu poly- ester resin. Hann er mjög traustur, mótaður í heilu lagi og styrktur á þeim svæðum, sem mest reynir á. Hann er því sterkari en venjulegir málmgeymar, sem oft hættir við skemmdum á mótum og samskeytum. Stærðum hinna nýju geyma er haldið innan þeirra takmarka, að unnt sé að koma þeim fyrir á hvers konar flutningavögnum, sem fram- leiddir eru á Ítalíu. Lögun geymanna er þannig, að hún tryggir hámarks- nýtingu á rúmi þeirra. Sem stendur, eru þeir gerðir fyrir 2000 — 2500 — 4000 — og 5000 Itr. magn. MeSan á flutningi stendur, eru geymarnir mjög stöðugir og lausir við hávaða. Auðvelt er að þrífa geymana og dauðhreinsa, án þess að nokkur lykt verði eftir, sem borizt geti í innihald- ið. Þeir hafa gott viðnám gegn kem- ískum efnum og seltu (sem gerir þá sérlega hentuga til flutninga á sjó) og þola vel hita (yfir 100° C). Neist- ar skemma þá ekki, og þeir leiða illa hita. Vegna þess hve þeir eru óeldfim- ir, eru þeir mjög hentugir til ýmiss konar olíuflutninga. Leki er mjög sjaldgæfur í þeim, og komi hann fyr- ir, er bæði auðvelt og fljótlegt að stöðva hann. ViShald er ekkert og geymsluvandamál lítil sem engin, því að geymana má skilja eftir úti í hvers konar veðri sem er. Framleiðandi er RESTEEL, Via Tar- visio 15, Udine, Italíu. — Ur „Materie Plastiche" (Ítalíu), maí, 1961. — E.T.D. no. 4697. Öryggisbúnaður á dráttarvélar Komið í veg fyrir veltihættuna með útbúnaði, sem tekur hreyfilinn úr sambandi, ef dráttarvélinni er beitt í of mikinn halla. SlysatíSni við vélræn landbúnaðar- störf er mjög há, og mikill.hluti slys- anna stafar af dráttarvélum, sem velta eða steypast, þegar þeim er beitt í halla, sem ekki getur talizt öruggur slíkum tækjum. SvipaSri áhættu er einnig að mæta við aðrar aðstæður, svo sem við jarðýtustörf. Til að draga úr þessari hættu hef- ur nú verið framleitt viðvörunartæki fyrir dráttarvélar. AS lögun til er það lítill, ódýr málmkassi, er innifelur jafnvægislóð, sem haldið er í kúlu- samskeytum með spennu frá fjöður. Jafnskjótt og hallahorn dráttarvélar- innar, til hvaða hliðar sem er, fer yfir öryggismörkin, vinnur þungatog lóðs- ins bug á fjarðurspennunni og leysir þungann úr IæSingi. AfleiSingin er sú, að rafsamband myndast, sem tek- ur hreyfilinn úr sambandi á auga- bragði og gefur frá sér viðvörunar- són, sem heldur áfram að hljóma, þar til öruggu hallahorni er náð aftur. HallahorniS, sem tækið varar við, er auðvelt að stilla til hæfis sérhverri dráttarvél, og er það gert með still- ingu fjaðurspennunnar. Nánari upplýsingar veitir: T. T. Bough- ton & Sons Ltd., Amersham Common, Buck- inghamshire, Bretlandi. — Ur „Production Equipment Digest", júlí 1961. — E.T.D. no. 4762. 46 IÐNAÐARMAL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.