Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 14

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 14
Fræísla iiij þjálfun iflnverkafólks - Neíndarálit Eins og skýrt var frá í 6. hefti IÐN- AÐARMÁLA 1960, fór 5 manna sendinefnd í október þ. á. til Svíþjóð- ar og Hollands til þess að kynnast fræðslu iðnverkafólks í þessum lönd- um. Fyrir nokkru er komin út skýrsla frá þátttakenduin í för þessari. I inngangi skýrslunnar segir m. a. svo: „Eftir því sem íslenzkum verk- smiðjuiðnaði1 hefur vaxið fiskur um hrygg, hefur leiðtogum hans orðið það áhugamál að koma í kring skipu- legri þjálfun iðnverkafólks. Ekki er að efa, að íslendingar standa höllum fæti gagnvart erlendum keppinautum á iðnaðarsviðinu, hvað þetta snertir. I landinu hefur risið upp fjölbreyttur iðnaður, og er skemmst frá að segja, að í verksmiðjuiðnaði hefur lítið sem ekkert verið um skipulega starfsþjálf- un að ræða. Stingur þetta mjög í stúf við það, sem bezt gerist hjá ná- grannaþjóðum okkar, þar sem lögð er áherzla á, að i hverju rúmi sé valinn maður og þjálfaður eins og bezt verð- ur á kosið. Sú þjálfun, sem iðnverkafólk hefur átt kost á, hefur í flestum tilvikum verið fólgin í lauslegum leiðbeining- um verkstjóra og samstarfsmanna. Hæfnispróf og leiðbeiningar um stöðuval á þessu sviði hafa verið svo til óþekkt. Ekki hafa komið fram, að svo að vitað sé, tillögur um það, hversu bæta mætti úr því ástandi, sem hér um ræð- 1 Með verksmiðjuiðnaði er hér átt við alla framleiðslustarfsemi, þar sem á sér stað kemisk eða mekanisk umbreyting gæða í nýjar afurðir og framleiðslustörfin eru fyrst og fremst unnin af ófaglærðu fólki. Skv. þessu telst m. a. fisk-, kjöt- og mjólkuriðn- aður í þessari skýrslu til verksmiðjuiðnað- ar. ir, enda ekki vandalaust, svo að not- um komi fyrir hinar margvíslegu greinar iðnaðarframleiðslunnar. í niðurlagi þessarar greinargerðar verður leitazt við að benda á leiðir til úrbóta.“ Síðan eru rædd ýmis atriði í sam- bandi við tilgang fræðslu og þjálfun- ar iðnverkafólks, greint frá tilhögun fararinnar og verkefnum og störfum nefndarinnar. Þá koma tveir kaflar, þar sem skýrt er frá skipulagi og til- högun starfsnáms í Svíþjóð og Hol- landi. Þessu næst er rætt um, hvers vegna þjálfun iðnverkafólks eins og hún gengur fyrir sig í dag hér á landi, er ófullnægjandi. í þessurn kafla skýrslunnar segir m. a. svo: „Segja má að varla sé nokkurt starf svo einfalt, að það krefjist ekki til- sagnar og þj álfunar starfsmanns, sem það á að vinna. Þetta er að sjálfsögðu mjög mismunandi eftir því, hvert starfið er, en hversu sem þörfinni er háttað, er mikilsvert, að stjórnendur geri sér grein fyrir henni og hending ein sé ekki látin ráða um það, hver vinnubrögð nýr starfsmaður tileinkar sér. Gildir einu, hvort er um að ræða starf götusópara eða nákvæmisvinnu, t. d. eins og í Philips verksmiðjunni í Nijmegen og lýst var hér á undan. I flestum atvinnugreinum hér á landi mun þjálfunarþörf starfsmanna vera einhvers staðar á milli dæm- anna, sem nefnd voru. Hversu um- fangsmikillar þjálfunar starf krefst, er fyrst og fremst fólgið í því, hversu vandasamt og margbrotið það er. En jafnvel þótt um tiltölulega einfalt starf sé að ræða, getur engu að síður verið þörf gagngerrar þjálfunar, sem ekki þarf endilega að vera tímafrek eða víðtæk. Þetta gildir t. d. þar sem hætta er á, að starfsmaður geti farið sér eða öðrum að voða, þar sem um er að ræða dýrmætar vélar, verkfæri eða verðmætt efni, svo að eitthvað sé nefnt. En hvernig er þá þjálfun almennt háttað í fyrirtækjum hér á landi? Vissulega á einhver lágmarks þjálfun sér stað viðast, en yfirleitt er fjarri því, að hún sé skipuleg. Sá háttur er venjulega hafður á, að nýliði á vinnu- stað er settur við hliðina á reyndum starfsmanni, sem í fyllingu tímans miðlar nýliðanum af reynslu sinni og þekkingu, hvers virði sem hún kann að vera, eða að verkstjórinn sýnir ný- liðanum, hvemig að skuli farið og lætur hann síðan um að þreifa sig áfram, en lítur gjarnan eftir honum, þegar vel lætur og tími gefst til. Ef við gefum tilsögn af þessi tagi nafnið þjálfun, er rétt að gera sér grein fyrir, hvers vegna hún er ófull- nægjandi, en fyrir því er fengin reynsla, ekki aðeins hér á landi, held- ur víða annars staðar: 1. Þótt reyndur starfsmaður geti verið dugandi verkmaður, er al- gerlega undir hælinn lagt, hversu auð- velt honum reynist að kenna öðrum og vinni hann í ákvæðisvinnu þarf varla vitnanna við, að hann mun varla leggja mikla rækt við þjálfun- ina, enda ekki hægt að ætlast til þess. 2. Verkstjóri, sem ber ábyrgð á starfi margra manna samfara öðrum skyldustörfum, er, vegna anna, hæp- inn aðili til að veita nýliðanum alla þá athygli, sem hann þarfnast og það- an af síður, þegar hennar er mest þörf. Að vísu geta verið undantekn- ingar frá þessu, ef verkstjórinn stjórn- ar aðeins örfáum starfsmönnum og hefur örugglega nægan tíma aflögu til að sinna þjálfuninni. 3. Eigi nýliðinn að styðjast við reyndan starfsmann, lærir hann jafnt það sem gott er og miður gott í vinnu- 40 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.