Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 23
Ný plastpípu-tengistykki Mótuð tengistykki úr samsettum resin-efnum (synthetic resin) hafa þykka veggi í samanburði við píp- urnar. Þegar pípurnar eru færðar upp á tengistykkin, minnkar rennslis- rýmið í kross-stykkinu, nema pípurn- ar séu stækkaðar. Þetta er ófullnægj- andi. Nú hefur verið tekin upp endurbætt mótunartækni, og með henni hefur þykktin á veggjum tengistykkjanna verið minnkuð niður í sömu þykkt og pípuveggirnir hafa. Útvíkkun pípu- endanna er þess vegna nú hin sama og við venjulega tengingu tveggja PVC-pípna, þar sem annarri pípunni er smeygt upp á hina og síðan límt. Hægt er að stækka pípuendana með sjálfu tengistykkinu. Límingarlengd- in er 0.8 D og fullnægir því fyrirmæl- um ISO. Tengistykkin hafa verið prófuð rækilega, og Jiau gera betur en uppfylla kröfur DIN-staðlanna við 20 og 60°C hita. Hægt er að hafa ná- kvæmt eftirlit með réttri límingu pípu og tengistykkis, þar sem það sést á augabragði, þegar pípan hefur runn- ið fulla límingarlengd yfir tengistykk- ið. Framleiðandi er W. J. Stokvis, Konin- klijke Fabriek Van Metaalwerken N. V., Postbus 55, Arnhem, Hollandi. — E.T.D. no. 4465. Ný rykgríma I margs konar iðnaði verður starfs- fólkið að vintia um lengri eða skemmri tíma í andrúmslofti, sem mettað er örsmáum rykögnum. Stund- um er því séð fyrir grímum, en venju- lega eru Jjær svo þungar og ójrjálar og erfitt að halda þeim hreinum, að margir kjósa fremur að vinna án þeirra og eiga á hættu hinar skaðlegu afleiðingar, sem slíkt getur haft í för með sér. Til að hrinda þessari hættulegu venju hefur nú verið framleidd létt rykgríma, sem auðvelt er að setja upp og taka af sér og ekki Jrarfnast hreins- unar, því að eftir átta klst. notkun er skipt um síur. Af myndinni má sjá, að nýja grím- an hylur bæði munn og nef notand- ans, en truflar ekki sjón hans. Síu- hólfið hefur gagnsæa plastveggi, svo að ekki þarf annað en líta á það til að ganga úr skugga um ástand síunnar. Hólfið er með yfirborði, sem hægt er að aðlaga og fella í rétta stöðu og halda jDannig með tveimur fjaður- klemmum. Við innöndun dregur not- andinn inn loftið gegnum rifur í yfir- borðinu og inn í síuhólfið, og eftir að hafa andað að sér hreinsuðu loftinu úr hólfinu, andar hann Jrví frá sér gegnum tvö hliðarloftgöt með lokum. Gríman vegur aðeins 227 gr. Frandeiðandi er Bartels & Rieger, Köln /Rh., Þýzkalandi. — Úr „RKW Presse- dienst" nr. 182, ágúst 1961. — E.T.D. no. 4720. SamhæfSur útbúnaður til vörumeðhöndlunar Staðlaðar hleðslueiningar, veltirenn- ingar og brýr gera vöruflutninga auðveldari milli vörugeymsluhúsa, skipa, vagna o. s. frv. Einföld aðferð (,,Rolamat“), sem byggist á þeirri meginreglu að ganga frá vöruhleðslu í einingum, hefur verið hagnýtt við vörumeðhöndlun á alls konar farmi. Meðhöndlun stórra hleðslueininga sparar vinnu og vagn- hleðslutima og gerir flokkun og skrán- ingu stykkjanna óþarfa á hinum ýmsu stigum vöruflutninganna. Þótt að- ferðin sé upphaflega ætluð fyrir flutning hleðslunnar af vöruvagni og upp í flugvél, hentar hún einnig við skip, vörugeymslur o. fl. Hleðslunni er komið fyrir í einingu á flötum palli (pallet), sem hreyfist á veltirenningum (roller conveyor), og er flutt á milli eftir einfaldri veltibrú. Veltirenningarnir eru 3 fet á lengd, 3 þuml. á breidd og IA/4 þuml. á hæð. Veltikeflin eru með 6 Jtuml. bili og geta borið 227 kg hvert. Hægt er að fá aðrar lengdir, sem hæfa sérþörfum. Þar sem veltirenningarnir vega aðeins 0.43 kg fetið, eru þeir mjög auðveld- ir meðferðar. Auðvelt er að útbúa vörubifreiðir og vagna með „Rolamat“-kerfinu með tiltölulega litlum breytingum á farar- tækinu. Ekki þarf annað en raðir af litlum holum í pallgólfið til að taka á móti festi- og losunarpinnum velti- renninganna. Vörupöllunum (pallett- unum) má halda í skorðum á vagnin- um með hliðarlokum. Farartæki, sem búin eru „Rolamat“-kerfinu, getur einn maður hlaðið eða losað á skömmum tíma. IÐNAÐARMÁL 47

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.