Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 15
brögðum hans og eigi hann að hlíta
lauslegri tilsögn verkstjóra eru allar
líkur til, að hann verði að móta sín
eigin vinnubrögð, þar sem nákvæmni
verður algjörlega undir hælinn lögð.
4. Árangurinn af þessu verður, að
það tekur nýliðann lengri tíma en
nauðsyn krefur að ná fullum afköst-
um, sem kemur þá niður á launum
hans, ef þau miðast við afköst, en í
öllum tilvikum verður það til skaða
fyrir fyrirtæki hans.
5. Hægfara framfarir nýliðans geta
orðið til þess að draga úr honum
kjark, en slíkt getur einnig gerzt, ef
sá, sem ætlast var til að segði honum
til, sýnir kæruleysi eða takmarkaðan
áhuga við tilsögnina, eða hreinlega af
því að vera látinn afskiptalaus með
lítið fyrir stafni annað en að horfa á
aðra og hlusta á tilviljanakenndar út-
skýringar. Við slík skilyrði er ekkert
eðlilegra en að honum verði lítið um
vinnuveitandann gefið og kunni jafn-
vel að leggja árar í bát og leita starfs
annars staðar.
6. Hinn endanlegi árangur af öllu
saman verður svo hugsanlega sá að
nýliðinn, sem nú er talinn orðinn full-
gildur starfsmaður, nái aldrei þeim
verkgæðum og afköstum, sem hann
hefði náð, ef hann hefði notið full-
nægjandi þjálfunar fyrir starf sitt í
byrjun.“
Þessu næst er um það rætt í skýrsl-
unni, hvað gera megi til úrbóta í þess-
um málum, bæði að því er varðar al-
menna fræðslustarfsemi fyrir iðn-
verkafólk og sömuleiðis faglega og
verklega þjálfun þess. I þessum kafla
skýrslunnar segir m. a. svo:
„Einkum í fyrirtækjum, þar sem
mannaskipti eru tíð og starfsaldur
stuttur, þarf stöðugt að vera að þjálfa
nýtt fólk svo að segja allt árið. Þótt í
sömu grein sé, geta vinnuaðferðir og
verkaskipting innan einstakra fyrir-
tækja verið með mjög ólíkum hætti,
og sama er að segja um fjölbreytni
starfanna og stöðugleika. Það er álit
nefndarmanna, að þar sem þessar á-
stæður eða aðrar hamla ekki, beri að
leitast við að leysa úr þjálfunarþörf-
inni sameiginlega innan einstakra at-
vinnugreina. Virðist t. d. ekki, að
þessu ætti að vera neitt til fyrirstöðu
í flestum greinum fiskiðnaðar eða t.
d. í sambandi við upp- og útskipun,
svo að eitthvað sé nefnt. Á hitt er að
líta, að í fjölda annarra starfsgreina,
einkum þar sem starfsfólk er ekki
margt og störf tiltölulega sérhæfð,
kemur þessi lausn vart til greina, eins
og áður en bent á.
Að athuguðu máli er það álit
nefndarmanna, að sú leið sé víðast
hvar hendi næst í sambandi við þjálf-
un starfsmanna og velja færan starfs-
mann, sem búinn er nægilegri starfs-
reynslu, þekkingu og þroska og fela
slíkum manni að annast þjálfun
starfsmanna að því marki, sem þörf
krefur og unnt er. Slíkur maður gæti
jafnframt unnið önnur störf innan
fyrirtækisins, en litið yrði á þjálfun-
arstarfið sem aðalstarf. Gefa þyrfti
slíkum manni tækifæri til að sækja
námskeið á sviði fræðslu og þjálfun-
arstarfsemi, og óhj ákvæmilegt er, að
hann fengi þann sess í stjórnskipu-
lagi fyrirtækisins, sem samræmdist
mikilvægi starfsins.“
I niðurlagi skýrslunnar setur
nefndin fram svohljóðandi tillögur:
„Það er álit nefndarinnar, að
fræðsla og þjálfun iðnverkafólks sé
veigamikið mál fyrir íslenzkt atvinnu-
líf og að vanda beri til framkvæmda
á þessu sviði.
Nefndin lítur því svo á, að æskilegt
sé, að ráðherra iðnaðarmála skipi í
samráði við samtök verkafólks og
vinnuveitenda nefnd til þess að vinna
að undirbúningi og framkvæmdum,
sem miði að því, að hér komist á
fræðslustarfsemi og þjálfun verka-
fólks í verksmiðjuiðnaði (sbr. skilgr.
neðanmáls á bls. 1) með skipulögðum
hætti.
Lagt er til, að nefndinni verði m. a.
falið að annast eftirfarandi verkefni:
1. Að undirbúa og koma á fót al-
mennu námskeiðahaldi fyrir iðn-
verkafólk, þar sem fjallað verði m. a.
um eftirfarandi: Þróun íslenzks at-
vinnulífs, skipulagningu og rekstur
fyrirtækja, vörufræði, framleiðni og
vinnuhagræðingu, slysavarnir og
hollustuhætti á vinnustöðum, heil-
brigðissamþykkt, kjarasamninga og
launakerfi, uppbyggingu og verksvið
samtaka launþega og vinnuveitenda,
vinnulöggjöf, tryggingalöggjöf og ör-
yggislöggjöf.
2. Að kanna, hvort áhugi sé fyrir
hendi meðal iðnverkafólks og vinnu-
veitenda á því fyrirkomulagi, að fela
sérþjálfuðum einstaklingum innan
einstakra fyrirtækja verklega þjálfun
nýrra starfsmanna og ef svo reynist,
að skipuleggja námskeið fyrir þá,
sem slika þjálfun eiga að annast.
3. Að nefndinni verði einnig falið
að athuga, hvort tök séu á því að efna
til sameiginlegrar, faglegrar og verk-
legrar þjálfunar iðnverkafólks í
stærstu atvinnugreinum með sérstöku
námskeiðahaldi.
4. Að annast útgáfu handbókar fyr-
ir verkafólk, sem nota mætti við hin
almennu námskeið, sem rætt er um í
lið 1 og jafnframt mætti nota til al-
mennrar fræðslu um þau mál sem um
er að ræða.“
Að lokum segir: „Eins og niður-
stöður nefndarinnar bera með sér, eru
tillögur hennar hvorki ýtarlegar né
umfangsmiklar. Er það álit hennar,
að leggja beri áherzlu á að leysa þau
vandamál, sem hér er um að ræða, án
þess að eiga á hættu, að flókið skipu-
lag og kostnaðarsöm framkvæmd,
eins og t. d. stofnun sérstakrar
fræðslustofnunar hefði í för með sér,
verði til að draga málið á langinn.
Mætti hugsa sér, að slíkri stofnun
yrði komið á síðar að fenginni
reynslu.“
Þeim sem áhuga hafa á að fá ein-
tak af skýrslu þeirri, sem rætt hefur
verið um hér að á ofan, eru beðnir að
snúa sér til Iðnaðarmálastofnunar Is-
lands.
IÐNAÐARMÁL
41