Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 13

Iðnaðarmál - 01.03.1962, Blaðsíða 13
rannsókn Zwibelfoss að athuga, sem ég tel víst, að þið kannizt við?“ Allir munu þá vera sammála til að komast hjá því að viðurkenna, að þeir hafi aldrei heyrt getið um þessa rannsókn, en fundurinn mun súrna í bragði eflir þetta. Svaraðu sjálfur öllum þeim spurn- ingum, sem þú berð fram. Vera má, að það kosti þig allmikið málæði, en það er þó eina leiðin til að tryggja sér hin réttu svör. Breyttu þeirn ákvörðunum, sem fundurinn hefur tekið — en láttu ekki þátttakendur fá neitt að vita um það. (Það gæti sært tilfinningar þeirra). Og til viðbótar skaltu nota þessi ráð: Haltu tilgangi fundarins leyndum. Bræddu ísinn fyrsta stundarfjórð- unginn með því að segja frá síðustu för þinni til Parísar. Láttu ljósmynd- ir ganga frá manni til manns . . . og gleymdu ekki minjagripasafninu, ef auðvelt er að ná til þess. í stað þess að sjá svo um, að hinar nauðsynlegustu upplýsingar og til- kjmningar berist mönnum í hendur fyrirfram, þá gerðu boð eftir þeim, eftir því sem þarf á þeim að halda. Þetta mun veita fundarmönnum til- efni til að bregða sér frá í örstutt sím- töl, sem þeir að líkindum koma ekki aftur frá. Dragðu inn í umræðurnar öll þau töfrandi aukasjónarmið, sem hægt er að hugsa sér, án tillits til þess, hvert þau muni leiða umræðurnar. Afbakaðu athugasemdir annarra þannig, að þær falli í kramið hjá þér. Ef þú ert þátttakandi fundar ... Hlustaðu ekki á hvað hinir segja, það mun bara rugla þig í kollinum. Notaðu heldur tímann til að hugsa um og undirbúa það, sem þú sjálfur ætlar að leggja til málanna næst. Afsakið, en i annarri línu á að vera semi- komma eða .. . Hripaðu niður sem mest þú mátt og um sent allra flest, þar á rneðal dag- setningu, tíma, hitastig og stöðu loft- vogar. Ef þú nærð ekki öllu, sem sagt er, þá spurðu bara aftur og aftur. Verðu þig! Sérhver, sem segir blátt áfram, að hann sé þér ósammála, hefur senni- lega andúð á þér. Láttu stjórnanda fundarins um að leysa vinnuna af hendi. Þetta er hans fundur. Gerðu oft kröfu til að fá orðið um dagskrána. Fylgdu ávallt meirihlutanum að niálum, án tillits til þess, hver hin raunverulega skoðun þín er. Gerðu þig gildan. Láttu þá fá að vita, hver skuðun þín Framh. á 44. bls. IÐNAÐARMAL 39

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.